Knattspyrnufélagið Þróttur 70 ára : 1949-2019 - 15.09.2019, Blaðsíða 17
Knattspyrnudeitd Þróttar
Nik Chamberlain þjálfari kvennaliðsins í Pepsí sturtu
Inkassomeistarar kvenna 2019
Meistaraflokkur kvenna
Nik Chamberlain stýrði liði m.fi. kvk á síðasta tímabili eins og hann
hefur gert frá árinu 2016, honum til aðstoðar er Egill Atlason.
Stelpurnar enduðu í fjórða sæti í Inkassodeildinni 2018 með 32 stig.
Fyrir tímabilið var stelpunum spáð 4 sæti í Inkassó deildinni, en þær
gerðu gott betur og enduðu sem íslandsmeistarar og munu því leika í
Pepsi Max deildinni 2020. Ekki urðu miklar breytingar á leikmanna-
hópi m.fl. kvenna frá því í fyrra en liðið samanstendur af ungum
og mjög efnilegum leikmönnum þar sem uppaldar Þróttarstúlkur
gegna veigamiklum hlutverkum en auk þeirra hafa bæst í hópinn afar
efnilegar stelpur sem eiga framtíðina fyrir sér. Einnig fékk liðið til
liðs við sig tvo erlenda leikmenn sem hafa átt afar gott tímabil með
félaginu. Fyrir utan að hafa tryggt sig í Pepsi Max-deildina að ári þá
urðu stelpurnar sigurvegarar Lengjubikarsins í C-deild. Tímabilið er
ekki búið og er markmið m.fl. kvk að sigra í 1. deild kvenna. í ágúst
2019 var samningur við Nik Chamberlain framlengdur til tveggja ára
og því mun hann stýra liðinu í komandi verkefnum í Pepsi Max-deild-
inni, það er mat þeirra sem að koma að hann sé vel að því kominn og
treystum við honum algerlega fyrir því verkefni.
Meistaraflokkur karla
Þórhallur Siggeirsson og Halldór Geir Heiðarsson stýra liði m.fl
karla á yfirstandandi tímabili en þeir tóku við liðinu í febrúar 2019
þegar Gunnlaugur Jónsson lét af störfum en þeir höfðu áður verið
aðstoðarþjálfarar Gunnlaugs. Þróttur endaði í 5.sæti í Inkasso deild-
inni árið 2018 með 36 stig. Miklar breytingar urðu á leikmanna-
hóp m.fl. karla fyrir tímabilið 2019. Leikmenn sem höfðu verið á
láni snéru aftur til sinna félagsliða og aðrir fengu tækifæri á að spila í
Pepsi Max-deildinni.
Úr leik Þróttar og Leiknis í Inkassodeildinni
I stað þeirra hefur m.fl. Þróttar fengið unga og efnilega leikmenn til
liðs við sig auk þess sem þrír erlendir leikmenn eru á láni hjá félaginu.
Þjálfarar m.fl fengu ærið verkefni að setja saman lið fyrir tímabilið
en fyrirfram voru ekki gerðar neinar sérstakar væntingar til þeirra en
þeim hafði verið spáð 5.sæti. Fram eftir móti var liðið um miðja deild
en síðan kom sex leikja taphrina sem gerði það að verkum að liðið
varð að ná í það minnsta stigi gegn Aftureldingu í lokaleiknum til að
halda sætinu í Inkasso deildinni. Það tókst og liðið leikur því aftur
í Inkassó deildinni á næsta ári. Vissulega vonbrigði að enda mótið
svona illa en um leið mikil reynsla fyrir ungt lið.
Sterkur 2. fl. tryggði sér nokkuð örugglega sæti í A deild fyrir kom-
andi tímabil og er það mikið fagnaðarefni að Þróttur skuli hafa svo
unga og efnilega leikmenn í sínum röðum. Þjálfararnir Þórhallur og
Halldór hafa skýra framtíðarsýn sem snýr að því að byggja meistara-
flokk upp á ungum og efnilegum Þrótturum og því er mikilvægt að
við sem styðjum félagið sýnum þolinmæði í þeirri vegferð.
2. flokkur karla sigraði B deildina í sumar og leikur því í A deild að ári
Að því sögðu vill stjórn knattspyrnudeildar þakka þeim fjölmörgu sjálf-
boðaliðum sem hafa komið að ótal verkefnum í kringum klúbbinn
og unnið ómetanlegt starf fyrir félagið, án ykkar væri Knattspyrnu-
félagið Þróttur ekki á þeim stað sem það er í dag. Framtíðin er björt!
LIFI Þróttur.
17