Fréttablaðið - 12.06.2021, Page 2

Fréttablaðið - 12.06.2021, Page 2
Leikið í lausu lofti Svæðið við Elliðaárósa, þar sem Björgun hafði áður starfsemi sína, hefur nú gengið í endurnýjun lífdaga. Þar iðar allt af lífi með tónlistarflutningi, sirkusæf- ingum, parkour, hjólakrafti, línu- og hjólaskautum og gler- og leirsmíðum. Hér leika ungir meðlimir sirkuslistafélagsins Hringleiks listir sínar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Seglskipið Eagle er skólaskip á vegum bandarísku strand- gæslunnar sem dvelur þessa dagana í Reykjavík. Ásgrímur L. Ásgrímsson hjá Land- helgisgæslunni þekkir vel til skipsins en hann stundaði nám þar um borð á níunda áratugnum. arnartomas@frettabladid.is REYKJAVÍK Einhverjir hafa eflaust rekið augun í tígulegt seglskip sem sigldi inn í Reykjavíkurhöfn í vik- unni. Umrætt skip ber nafnið Eagle (ísl. Örn) og er skólaskip á vegum bandarísku strandgæslunnar. Liðsforingjaskóli bandarísku strandgæslunnar, sem er í raun eldri en sjóherinn, hafði í upphafi Banda- ríkjanna árið 1776 aðsetur um borð í seglskipi. Hafa slík skip í gegnum aldirnar alltaf heitið Eagle. Skólinn hefur nú í meira en öld verið á þurru landi í Connecticut-ríki en skólinn gerir þó enn út þetta skólaskip fyrir nemendur skólans sem sigla því á sumrin. USCGC Eagle var smíðað árið 1936 í Hamborg sem skólaskip fyrir þýska sjóherinn. Nokkur systurskip voru smíðuð eða hafin smíði á. Þrjú þeirra voru siglingarhæf eftir stríðið og tekin herfangi. Einungis tvö þeirra eru enn þá í notkun, annars vegar Eagle, sem hefur verið í þjón- ustu bandarísku strandgæslunnar frá 1945, og portúgalska skólaskipið Sagres. Ásgrímur L. Ásgrímsson, fram- kvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslu Íslands, var nem- andi við liðsforingjaskólann á árun- um 1983–1987. „Ég sigldi sem nem- andi á þessu skipi öll fjögur árin,“ segir Ásgrímur. Hann útskrifaðist með háskólagráðu sem liðsforingi úr skólanum og starfaði sem slíkur í bandarísku strandgæslunni um tíma eftir útskrift. „Skipið fer í siglingar á vorin og yfir sumarið og í ár ákváðu þeir að fara til Asóreyja þaðan sem þeir eru að koma núna,“ segir Ásgrím- ur. Asór eyjar voru þó einungis síð- asta koma Eagle til hafnar  því að núverandi skipherra hélt með skip sitt norður Grænlandssund og norður fyrir bauginn áður en skip- ið tók aftur suðlæga stefnu og hélt áleiðis í Faxaflóann undir vökulum augum starfsbræðra hjá Landhelgis- gæslunni. Eagle kom í fyrsta skipti til Íslands fyrir tíu árum og þá undir stjórn skipherrans Eric Jones, sem var bekkjarfélagi Ásgríms úr liðsfor- ingjaskólanum. „Við slík tækifæri er hefð hjá bandarísku strandgæslunni sem og ýmsum sjófarendum öðrum að haldin sé hátíðleg en gamansöm athöfn þar sem þeir sem sigla yfir bauginn í fyrsta skipti eru vígðir af þeim sem hafa gert það áður og öðl- ast inngöngu í regluna „Blue Nose“ eða „Domain of the Polar Bear“,“ segir hann. Ásgrímur segir ekki standa til að íslenskir landhelgisgæsluliðar æfi um borð í Eagle. „Þetta er nú bara kurteisisheimsókn,“ segir hann. „Það var svo sem ekkert sérstakt sem þeir báðu okkur um að undir- búa en þeir eru nú að undirbúa að skipta út nemendum á skipinu þar sem áhöfninni er reglulega skipt út.“ Í dag er einn Íslendingur, Eyþór Óskarsson, á lokaári í námi við skólann. Hann var þó ekki um borð nú þegar skipið sigldi til Íslands en nemur um borð í varðskipi í Banda- ríkjunum. n Rifjaði upp kynni sín við 85 ára gamalt skólaskip Ásgrímur fyrir framan Eagle við hátíðlega athöfn á fimmtudag. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Sími: 561 1433 mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 • Austurströnd 14 • Hringbraut 35 PREN TU N .IS NÝBAKAÐ BRAUÐ ALLA DAGA ....................................... www.bjornsbakari.is birnadrofn@frettabladid.is COVID-19 Samtals mega 300 manns koma saman frá og með 15. júní næstkomandi og opnunartími veitinga- og skemmtistaða lengist um klukkustund, frá kl. 23 til mið- nættis. Gestir þurfa að hafa yfir- gefið staðinn fyrir kl. 01.00. Þetta er meðal þeirra breytinga sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra kynnti að loknum ríkis- stjórnarfundi í gær. Með breytingunum verður engin krafa gerð um nándarmörk á sitj- andi viðburðum en á slíkum við- burðum verður enn grímuskylda. Þá verður almenn nándarregla einn metri í stað tveggja. Nýjar reglur gilda til og með 29. júní. Í líðandi viku hafa einungis greinst fimm innanlandssmit og sjö daga í röð greindist enginn utan sóttkvíar. Í gær höfðu yfir 128 þúsund einstaklingar verið full- bólusettir og tæplega 215 þúsund höfðu fengið að minnsta kosti einn skammt. Stefnt er að því að allir fullorðnir hafi fengið boð í bólu- setningu 25. júní. Í næstu viku verður bólusett með bóluefnum frá Moderna, Pfizer og Janssen. n Nýjar breytingar á sóttvarnareglum Með breyting- unum verður almenn nándar regla einn metri. jon@frettabladid.is SAMFÉLAG Persónuvernd hefur úrskurðað að myndavélavöktun í fjöleignarhúsi væri ólögmæt. Byggði kvartandi á að rafræn vöktun færi fram á sameign og séreign hans auk almannarýmis, sem brjóti gegn frið- helgi einkalífs hans og fjölskyldu. Hann hafi hvorki veitt samþykki sitt fyrir uppsetningu myndavél- anna né rafrænni vöktun. Þá hafi engar merkingar verið settar upp um vöktunina. Eigendur myndavélanna báru því við að sá sem eftirlitið beindist gegn hefði ekki farið að samkomulagi um afnot sameignar og að hundur hans geri þarfir sínar á lóð og útidyra- tröppur hússins. Að mati Persónuverndar tókst eigendum myndavélanna ekki að sýna fram á nauðsyn vöktunarinnar og sönnunargagna um umgengni hefði mátt afla með öðrum og væg- ari aðferðum sem færu ekki gegn friðhelgi einkalífs annarra. Niðurstaðan varð því sú að stöðva skyldi vöktunina og uppteknu efni yrði eytt. n Myndað í óleyfi Myndavélar tóku upp umgengni í sameign og háttalag hunds. 2 Fréttir 12. júní 2021 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.