Fréttablaðið - 12.06.2021, Side 4

Fréttablaðið - 12.06.2021, Side 4
BJÓÐUM UPP Á 37” - 40” BREYTINGAPAKKA BREYTINGAVERKSTÆÐI ÍSBAND, SMIÐSHÖFÐA 5, SÉRHÆFIR SIG Í BREYTINGUM Á RAM PALLBIFREIÐUM. ÍSBAND UMBOÐSAÐILI RAM Á ÍSLANDI RAM 3500 BÍLL Á MYND RAM 3500 LARAMIE SPORT MEGACAB MEÐ 35” BREYTINGU VERÐ FRÁ 7.421.210 KR. ÁN VSK. 9.202.300 KR. M/VSK. UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Lofts lags ­ áætlun stjórn­ valda byggist á raun hæfum að gerðum og öflugu sam starfi við ó líka geira sam fé lagsins. Nú þarf að halda á fram á sömu braut, tryggja að lofts lags málin verði á fram í fyrsta sæti á komandi kjör tíma bili og varða leiðina að kol efnis hlut lausu Ís landi með rétt látum um skiptum.■ Guðjón Sigur­ bjartsson viðskiptafræðingur Margra mánaða og jafnvel meira en árs bið er eftir ýmsum aðgerðum svo sem liðskiptum, augasteinaskiptum, krabbameins­ lækningum, hjartaþræðingum og offituaðgerðum. Skimun fyrir krabbamein er áfátt. Skortur er á hjúkrunarúrræðum. Yfirgengi­ legt álag er á bráðamóttöku. Of fá sjúkrarúm eru í landinu. Geðheil­ brigðisþjónusta er ónóg. ■ Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins Eftirlaunafólk á að fá að vinna eins og það hefur áhuga og tök á, án skerðinga, og njóta afraksturs vinnu sinnar eins og aðrir. Fjöl­ mörg störf koma til greina fyrir þennan hóp, enda er mikill mannauður til staðar sem er með dýrmæta reynslu. Vonandi mun meirihlutinn í borgarstjórn taka þessari tillögu fulltrúa Flokks fólksins vel á fundi borgarstjórnar nk. þriðjudag. ■ ■ Tölur vikunnar 60 lyklum var stolið úr Grafarvogs- laug á þremur vikum. 142 meðlimir eru nú skráðir í Hjálpræðisherinn. 1.098 íbúakort Bílastæðasjóðs voru skráð í Reykjavík árið 2020. 1.279 milljónir voru heildarvinningur íslensks þátttakanda í Víkinglottóinu í vikunni. 675 fyrirtæki fengu greitt í formi ferðagjafar stjórnvalda. ■ Þetta sögðu þau Okkur vantar fleiri skóla til að taka við nemum á sérnáms- brautir. Það eru ein- hverjir nemendur með fötlun enn án skóla- pláss. Inga Guðrún Kristjánsdóttir, Unglingar með þroskafrávik sóttu um skólavist í fram­ haldsskólum í febrúar en þrátt fyrir að það sé kominn júní eru sumir unglingarnir að fá svör um skólavist fyrst núna. Sumir standa eftir með framtíðina að veði. benediktboas@frettabladid.is MENNTAMÁL Fatlaðir unglingar eru flestir nýbúnir að fá svör um skóla­ vist í framhaldsskóla næsta haust en sum eru ekki enn komin með skólavist. Þeir skólameistarar skóla sem taka við fötluðum nemendum og Fréttablaðið náði tali af sögðu það vera á milli 10–20 sem eru ekki komin með skólavist. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði að þau væru 30 í ræðu sinni á Alþingi. „Afsökunin er að árgangarnir séu allt of fjölmennir. Það er búið að vita þetta í 16 ár. Hvar hafa ráðherrarnir verið?“ spurði Þorgerður og beindi orðum sínum til Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra og Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráð­ herra. Þorgerður var menntamála­ ráðherra á árunum 2003–2009. Unglingar með þroskafrávik sækja um skólavist í febrúar og eru einhverjir nýbúnir að fá svör en önnur bíða enn. Þeir unglingar sem eru með Downs­heilkenni geta til dæmis ekki gengið að því vísu að fá skóla­ vist í þeim skólum sem hentar þeirra getustigi né þar sem vinir þeirra eru. „Okkur vantar fleiri skóla til að taka við nemum á sérnámsbrautir. Það eru einhverjir nemendur með fötlun enn án skólapláss á sérnámsbrautir,“ segir Inga Guðrún Kristjánsdóttir, formaður Félags áhugafólks um Downs­heilkenni. Benedikta Birgisdóttir, sem situr í stjórn Félags áhugafólks um Downs­ heilkenni, skrifaði harðorðan pistil á Facebook sem vakti mikla athygli. Þar kom fram að sonur hennar, sem er með Downs­heilkenni, hafi feng­ ið inngöngu í Fjölbrautaskólann við Ármúla, sem hentar honum ekki, en drengurinn vildi fara í annaðhvort FB eða Borgarholtsskóla. Þar séu vinir hans. Benedikta fékk svar um skólavist sonar síns á miðvikudag. Inga Guðrún segir að það sé skiljanlegt áfall ef börnin fá ekki að elta vini sína og hafi getuna til þess að vera í annaðhvort FB eða Borgarholtsskóla. „Það er áfall fyrir foreldra en sorgin er mest hjá börn­ unum,“ segir hún. Hún bendir á að það sé hennar vilji að skólakerfið mæti þörfum allra, hvort sem það eru fatlaðir eða ófatlaðir unglingar. „Við viljum að skólakerfið mæti okkar börnum þar sem þau eru. Það á að vera hægt að búa til skólakerfi fyrir þau eins og öll önnur börn, fötluð sem ófötluð. Reyndar er það svo að við sjáum í þeim skýrslum og öðru þar sem er verið að meta árangur og annað að skólakerfið er í vandræðum að mæta börnum almennt á margan hátt – þótt það sé ekki algilt – en sem betur fer er líka margt sem gengur vel. Við verðum að læra það betur og betur að koma vel til móts við þarfir barna og unglinga með fatl­ anir,“ segir Inga. Þorgerður Katrín benti á í ræðu­ stól Alþingis að fötluð börn hefðu gleymst í áætlun ríkisstjórnar­ innar. Börnin hefðu verið fötluð frá fæðingu og það ætti ekki að koma á óvart þegar svo stór árgangur væri að koma inn í kerfið. Það hafi verið vitað í 16 ár. ■ Tugir fatlaðra unglinga eru ekki enn komnir með svar um framhaldsskóla Frá vígslu Sensory pool, eða skynörvunarsundlauginni, sem styrkt var af Kiwanisklúbbnum Kötlu á sérnámsbraut Fjölbrautaskólans við Ármúla. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 4 Fréttir 12. júní 2021 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.