Fréttablaðið - 12.06.2021, Side 8

Fréttablaðið - 12.06.2021, Side 8
Vitarnir varða gönguleið á Suðurlandi Knarrarósviti er einn þriggja vita á leiðinni. MYND/ÁRBORG Vitaleiðin er í heild sinni tæplega fimmtíu kílómetra löng en hana má fara í áföngum þyki hún of löng í einu. Ný ferðaleið um Suðurland liggur á milli þriggja vita og er ætluð íslenskum sem erlendum ferðalöngum. arnartomas@frettabladid.is SUÐURLAND Vitaleiðin er ný leið á Suðurlandi sem verður formlega opnuð í dag. Leiðin teygir sig um suðurströndina í gegnum Þorláks- höfn, Eyrarbakka og Stokkseyri og hana má fara gangandi, hlaupandi, ríðandi eða hjólandi. Nafngiftin er tilkomin vegna vit- anna Selvogsvita og Knarrarósvita, sem marka upphaf og enda leiðar- innar, en að auki er þriðji vitinn á leiðinni Hafnarnesviti í Þorlákshöfn. „Við vildum skoða hvort hægt væri að vinna með einhverjar nýjar þemaleiðir, og þá kom hugmyndin upp um vitana,“ segir Laufey Guð- mundsdóttir, verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Suðurlands. „Vitarnir hafa lengi vísað sjófarendum til lands svo okkur datt í hug að nýta þá líka til að leiðbeina ferðamönnum.“ Laufey segir að einnig hafi verið horft til þéttbýla á svæðinu, Stokks- eyrar, Eyrarbakka og Þorlákshafnar, sem hún telur ekki hafa fengið verð- skuldaða athygli. Leiðin er unnin í samstarfi við sveitarfélag Árborgar og Ölfuss, en einnig var kallað til þjónustuaðila á svæðunum á vinnustofur, til að draga saman einkenni hvers svæðis fyrir sig. „Hvert þorp hefur sitt sér- kenni þótt ekki sé langt á milli,“ segir Laufey. „Það var gaman að heyra hvað þjónustuaðilar voru glaðir með að láta leiða sig svona saman og sjá endalaus tækifæri skapast með Vitaleiðinni.“ Einn helsti kosturinn við leiðina er að hún er að stórum hluta annað- hvort sandfjara eða malbikaður stígur, svo ekki þurfti að leggja í neina meiri háttar stígagerð. „Okkar verkefni var að ramma þetta betur inn, sjá hvort það væru einhverjar hættur og auðvitað að kynna leiðina,“ segir Laufey. „Leiðin er ekki stikuð svo það er gott að nýta strandlengjuna til að miða við, og ekki verra að dýfa tánum í Atlants- hafið.“ Vonir eru bundnar við að bæði erlendir og íslenskir sæki ferðina og segir Laufey að auðvelt sé að skipta henni í tvennt, eða jafnvel þrennt, vilji fólk fara hana fótgangandi. „Þetta er tiltölulega auðveld ganga og í góðu veðri ætti þetta að vera á flestra færi,“ segir hún. Leiðin verður vígð klukkan 13 á Stað á Eyrarbakka í dag. Fulltrúar Árborgar og Ölfuss klippa á borða, auk þess sem boðið verður upp á tónlistaratriði og fleira. Í Knarrarós- vita flytur tónlistarkonan Kira Kira tónlist og í Hafnarnesvita verður boðið upp á listasmiðju fyrir börn. „Ég vona að fólk mæti til að kynna sér þá frábæru upplifun í náttúru, menningu, sögu, afþreyingu og mat sem svæðið hefur upp á að bjóða,“ segir Laufey. ■ Stokkseyri Eyrarbakki Þorlákshöfn Selvogsviti Knarrarósviti Hafnarnesviti Vitarnir hafa lengi vísað sjófarendum til lands svo okkur datt í hug að nýta þá líka til að leiðbeina ferða- mönnum. Laufey Guð- mundsdóttir, verkefnastjóri hjá Markaðs- stofu Suður- lands. kristinnhaukur@frettabladid.is FÉLAGSMÁL Fjög ur f r umvör p Ásmundar Einars Daðasonar félags- og barnamálaráðherra um málefni barna voru samþykkt á Alþingi í gær. Meðal annars verður stofnuð Barna- og fjölskyldustofa sem mun leysa Barnaverndarstofu af hólmi. „Við erum að búa til nýtt velferð- arkerfi fyrir börn,“ segir Ásmundur. „Börn sem þurfa umframþjónustu eiga ekki að falla milli kerfa eins og þau hafa verið að gera. Í nýju kerfi verður gripið fyrr inn í vanda barna og allir aðilar vinna saman að því að leysa hann.“ Mun þetta ná til allrar þjónustu sem fer fram innan skólakerfisins, bæði á vegum ríkis og sveitarfélaga. Það er í leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum, frístundaheim- ilum og félagsmiðstöðvum. Einnig til heilbrigðisstofnana og stofnana hins félagslega kerfisins. „Barnaverndarstofa hefur verið að reka þriðja stigs úrræði, þegar barnið hangir fram af bjargbrún- inni,“ segir Ásmundur. „Með nýja kerfinu verða tvö stig sett þar fyrir framan og bjöllur hringja, áður en mál þróast yfir í barnaverndarmál eins og við þekkjum það í dag. Það verður hlutverk Barna- og fjöl- skyldustofu að halda utan um þetta nýja kerfi. “ Einnig verða gerðar breytingar á Gæða- og eftirlitsstofnun og Greiningar- og ráðgjafarstöð. Þá var þingsályktunartillaga Ásmundar um innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna samþykkt. Lögin taka gildi 1. janúar á næsta ári, en Ásmundur gerir ráð fyrir að innleiðingar- og reynslutíminn taki þrjú ár. Verkefnið sé það umfangs- mikið. Nokkur hundruð milljónir króna munu fylgja verkefninu á þessu ári og síðan 1,5 til 2 milljarðar á ári í uppbyggingu og utanumhald. Út frá hagfræðilegri greiningu Björns Brynjólfs Björnssonar og Haraldar Líndal Haraldssonar sé hins vegar gert ráð fyrir margfaldri arðsemi á skömmum tíma. Í gær greindi Fréttablaðið frá skýrslu sveitarfélaganna á höfuð- borgarsvæðinu um mikinn kostnað við börn með fjölþættan vanda sem ríkið velti yfir á sveitarfélögin. Ásmundur segir að fundað verði á næstunni með sveitarfélögunum til að leysa það mál. Hann telur að hið nýja kerfi muni koma í veg fyrir mörg af þeim málum sem valda sveitarfélög- unum umtalsverðum kostnaði. ■ Stórt verkefni sem gert er ráð fyrir að þrjú ár taki að innleiða Við erum að búa til nýtt velferðarkerfi fyrir börn. Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamála- ráðherra. linda@frettabladid.is NÁTTÚRA Sjaldséð grákráka sást norður í Svarfaðardal fyrir skömmu, en grákrákur sjást af og til hér á landi sem f lækingar. Þorfinnur Sigur- geirsson náði ljósmyndum af fugl- inum, en um mánaðamótin varð Gunnsteinn Þorgilsson, bóndi á Sökku í Svarfaðardal, krákunnar var. „Ég var bara á traktornum á leið heimreiðina þegar ég sá fugl sem ég hafði aldrei séð áður og f laug eitt- hvað skringilega. Hún sveif bara svona til og frá á milli trjáa en svo fór hún að reyna að komast að bænum, í garðinn hjá okkur þar sem við erum með lífrænan úrgang,“ segir Gunn- steinn. „Hún var að krunka mikið uppi í stóru tré í garðinum og alltaf að koma að fá sér smá snakk, svona fjórum til fimm sinnum á dag. Hundinum fannst hún mjög spenn- andi en það var held ég ekki gagn- kvæmt,“ segir Gunnsteinn. Hann segir hana ekki hafa látið sjá sig nú í nokkra daga, en hún var ein á ferð. Grákrákan er af ætt hröfnunga, en hrafninn er sá eini þeirrar ættar sem verpir hér. Varp kráka hefur ekki tek- ist sem skyldi hér á landi. Á Vísinda- vef Háskóla Íslands segir að það gæti skýrst af því að krákur og hrafnar kjósi sömu vist og ekki sé pláss fyrir þau bæði hér á landi, eða þá að Ísland liggi fyrir norðan útbreiðslumörk helstu krákategunda. ■ Flækingsfuglinn grákráka hélt til í Svarfaðardal Grár litur er einkennandi fyrir grákrákuna. MYND/ÞORFINNUR SIGURGEIRSSON Niagara-fossarnir eru í New York- ríki. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY benediktboas@frettabladid.is BANDARÍKIN Í skoðanakönnun sem um tvö þúsund Bandaríkja- menn tóku þátt í um helstu nátt- úruundur Bandaríkjanna og stað- setningu þeirra, kom í ljós að 22 prósent halda að Niagara-fossarnir séu á Íslandi. Aðeins rétt rúmlega helmingur veit að Grand Canyon er í Arizona. Um 64 prósent telja sig samt vita hvar helstu áfangastaðir Banda- ríkjanna eru, en helmingurinn vissi hvar Kaliforníu Redwood- skógurinn er. Þá töldu átján prósent Shawnee-skóginn vera á Írlandi, en hann er í Illinois. ■ Bandaríkjamenn telja Niagara-fossa vera hér á landi  kristinnhaukur@frettabladid.is EFNAHAGSMÁL Framk væmda- stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hrósaði íslenskum stjórnvöldum í nýrri úttekt á stöðu Íslands. Væru mótvægisaðgerðirnar vel útfærðar og öflugar og hefðu þær minnkað áhrif faraldursins á bæði fyrirtæki og heimili. Þá hefðu sóttvarnarað- gerðir verið öf lugar og f ljótar og bólusetningaráætlanir staðist. Sjóðurinn gerir ráð fyrir hægum efnahagsbata á þessu ári og að árið 2022 verði verg landsframleiðsla orðin sú sama og fyrir faraldur- inn, árið 2019. Aftur á móti telur sjóðurinn að aukning ferðamanna- straums verði almennt hæg og því verði landsframleiðslan almennt minni en fyrir faraldurinn næstu fimm árin. ■ AGS lofar aðgerðir gegn faraldrinum AGS hældi Íslandi fyrir efnahags- og sóttvarnaraðgerðir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 8 Fréttir 12. júní 2021 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.