Fréttablaðið - 12.06.2021, Qupperneq 31
Umsjón með starfinu hafa Hilmar
Garðar Hjaltason (hilmar@vinnvinn.is)
og Jensína K. Böðvarsdóttir
(jensina@vinnvinn.is) hjá Vinnvinn.
Vertu með okkur í ferðalaginu
sem er framundan
Nánari upplýsingar um störfin er að finna á:
www.vinnvinn.is.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt
kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir
ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni
viðkomandi til að gegna starfinu.
Við hvetjum áhugasama til að sækja um,
óháð kyni og uppruna.
Umsóknarfrestur er til og með 22. júní nk.
Umsóknir óskast fylltar út á www.vinnvinn.is.
Sviðsstjóri þjónustu-, upplifunar og markaðsmála hefur yfirumsjón með mótun stefnu og stýrir þjónustu
og upplifun viðskiptavina, útliti og hönnun verslana, markaðs- og kynningarmálum og þróun stafrænna
lausna. Viðkomandi vinnur náið með rekstrarstjóra verslunarsviðs og öðrum stjórnendum með það að
markmiði að hámarka arðsemi félagsins. Viðkomandi situr í framkvæmdastjórn Fríhafnarinnar.
Þjónustu-, upplifunar- og markaðsstjóri
Helstu verkefni:
• Framþróun verslana og viðskiptavina.
• Þjónustustefna og vegferð viðskiptavina.
• Mótun stefnu og yfirumsjón með markaðsmálum, kynningum og samfélagsmiðlum.
• Mótun stefnu og þróun stafrænna lausna.
• Yfirumsjón með hönnun og útliti verslana.
• Yfirumsjón með kynningarefni í verslunum.
Vegna aukinna umsvifa á komandi misserum leitar Fríhöfnin að kraftmiklum einstaklingum sem eru
tilbúnir að takast á við krefjandi verkefni og skemmtilegar áskoranir.
Rekstrarstjóri verslunarsviðs
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Framhaldsnám á háskólastigi sem nýtist í starfi.
• Haldgóð þekking og reynsla af rekstri smásöluverslana.
• Reynsla af stjórnun og mannaforráðum.
• Reynsla af áætlanagerð.
• Góð færni í tölfræði og greiningu gagna.
• Góð hæfni í að aðlagast og koma auga á tækifæri í síbreytilegu starfsumhverfi.
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
• Árangursdrifni og metnaður.
• Góð íslensku- og enskukunnátta bæði í töluðu og rituðu máli ásamt góðri tölvukunnáttu.
Helstu verkefni:
• Yfirumsjón með daglegum rekstri verslana.
• Ábyrgð á að hámarka sölu hverrar verslunar á hverjum tíma.
• Eftirfylgni og þróun helstu árangursmælikvarða.
• Þátttaka í gerð sölu- og rekstraráætlana.
• Ábyrgð á þjónustustefnu Fríhafnarinnar.
• Ábyrgð á gæða-, eftirlits- og öryggisstöðlum.
Fríhöfnin rekur fjórar verslanir á Keflavíkur
flugvelli, þrjár fyrir brottfararfarþega og eina
fyrir komufarþega. Verslanirnar eru opnar
þegar áætlunarflug er um flugvöllinn.
Fríhöfnin leggur áherslu á fjölbreytt úrval
innlendra og alþjóðlegra vörumerkja á
hagstæðu verði. Fastir starfsmenn eru um 150.
Fríhöfnin er jafnlaunavottað fyrirtæki og í hópi
framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi. Fríhöfnin
er dótturfélag Isavia ohf.
Rekstrarstjóri verslunarsviðs stýrir daglegum rekstri verslana Fríhafnarinnar, starfsmannamálum,
birgðastjórnun og þjónustu. Viðkomandi ber rekstrarlega ábyrgð á öllum sviðum verslunarinnar og
leiðir sviðið í samræmi við stefnu fyrirtækisins með það að leiðarljósi að hámarka sölu, arðsemi og
árangur. Viðkomandi situr í framkvæmdastjórn Fríhafnarinnar.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Framhaldsnám á háskólastigi sem nýtist í starfi.
• Haldgóð þekking og reynsla af rekstri smásöluverslana.
• A.m.k. 3ja ára reynsla af stjórnun og mannaforráðum.
• Reynsla af áætlanagerð og góð færni í tölfræði og greiningu gagna.
• Góð hæfni í að aðlagast og koma auga á tækifæri í síbreytilegu starfsumhverfi.
• Næmt auga fyrir nýjungum, straumum og stefnu í sölu og þjónustu.
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
• Viðkomandi þarf að vera árangursdrifinn og metnaðarfullur.
• Góð íslensku- og enskukunnátta bæði í töluðu og rituðu máli ásamt góðri tölvukunnáttu.
Mest lesna atvinnublað Íslands*
Atvinnublaðið
Sölufulltrúar: Hrannar Helgason, hrannar@frettabladid.is 550 5625, Arna Rut Kristinsdóttir, arnarut@frettabladid.is 550 5621
*Neyslukönnun Gallups 2018, allt land, 18-80 ára