Fréttablaðið - 12.06.2021, Page 36

Fréttablaðið - 12.06.2021, Page 36
LANDSSAMBAND VEIÐIFÉLAGA AUGLÝSIR EFTIR FRAMKVÆMDASTJÓRA Landssamband veiðifélaga óskar eftir að ráða fram- kvæmdastjóra. Leitað er að öflugum einstaklingi í starf þar sem reynir m.a. á samskiptahæfni og frumkvæði. Um er að ræða 75% starf. Umsóknarfrestur er til 1. júlí 2021. Starfssvið: • Dagleg stjórnun og rekstur skrifstofu • Hagsmunagæsla fyrir veiðifélög • Umsjón með skipulagi málefna- og kynningarstarfs • Eftirfylgni með stefnu og ákvörðunum stjórnar og samþykktum aðalfunda • Ábyrgð á fjármálum • Samskipti við fjölmiðla Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun • Þekking á lagaumhverfi lax- og silungsveiða er kostur • Góðir samskiptahæfileikar • Frumkvæði • Færni í að tjá sig í ræðu og riti • Góð enskukunnátta Landssamband veiðifélaga Mönnum er skylt að hafa með sér félagsskap um veiði í hverju fiskihverfi, sbr. 1. mgr. 37. gr. laga nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði. Þessi félagsskapur kallast veiði- félög. Landssamband veiðifélaga er landssamtök allra veiðifélaga á Íslandi og starfar á grundvelli 5. mgr. 4. gr. framangreindra laga. Landssamband veiðifélaga var stofnað árið 1958 og hlutverk þess er að gæta sameiginlegra hagsmuna veiðifélaga á Íslandi. Hlutverk þess er einnig að koma fram fyrir hönd þeirra gagnvart hinu opinbera, efla starfsemi veiðifélaga og auka samstarf þeirra, stuðla að bættri stjórn veiðimála og auka þekkingu á málefnum veiðifélaga. Vinsamlegast sendið umsóknir á Jón Helga Björnsson formann Landssambands veiðifélaga. Netfang hans er jonhelgi@angling.is. Hann veitir jafn- framt allar nánari upplýsingar en einnig er hægt að ná í hann í síma 893-3778. FREKARI UPPLÝSINGAR Á FJALLALEIDSOGUMENN.IS/STORF Fjallaleidsogumenn.is ›‹ 587 9999 ›‹ info@fjallaleidsogumenn.is Nú bætum við í hópinn Komdu í hóp okkar frábæru leiðsögumanna. Við leitum að metnaðarfullu fólki í leiðsögn á jökli, vélsleðum og fjórhjólum. Einnig leitum við að framsæknu fólki til starfa á söluskrifstofum okkar í stórbrotnu umhverfi í Skaftafelli, við Sólheimajökul og Mýrdalsjökul. Að lokum leitum við að matráði eða kokki í nýtt starf og þróun á glæsilegu eldhúsi okkar við Mýrdalsjökul. Frábært tækifæri fyrir alla sem hafa brennandi áhuga á matargerð. Verið velkomin í hóp okkar frábæra starfsfólks með ástríðu og fagmennsku að leiðarljósi. Við leitum að góðu fólki í spennandi störf Leikskólinn Mánahvoll verður 6 deilda leikskóli fyrir börn á aldrinum 12 - 24 mánaða. Starfsemin byggir m.a á þróunarverkefni sem unnið hefur verið að undanfarin 3 ár með Háskóla Íslands um nám yngstu barna leikskólans. Markmið þess verkefnis er m.a. að skapa sérþekkingu á samskipta- og tjáningarmáta barna og móta áherslur námsumhverfisins í samræmi við það í samstarfi við foreldra. Dagskipulagið er byggt í kringum þarfir barnanna og leiðum til að tryggja vellíðan þeirra sem best. Áhugasömum gefst tækifæri á að starfa í lærdómssamfélagi þar sem sjónum er beint að faglegri þróun. Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar: • Aðstoðarleikskólastjóri • Deildarstjóri • Leikskólakennarar Umsóknarfrestur er til og með 21. júní 2021. Nánari upplýsingar um störfin veitir Kristín Sigurðardóttir leikskólastjóri í síma 695 -1652 eða með því að senda tölvupóst á kristinsigu@leikskolarnir.is Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Nánari upplýsingar má finna á ráðningarvef Garðabæjar https://starf.gardabaer.is VILTU TAKA ÞÁTT Í ÞRÓUN NÁMS FYRIR YNGSTU BÖRN LEIKSKÓLANS? MÁNAHVOLL NÝR UNGBARNALEIKSKÓLI Í GARÐABÆ gardabaer.is Þarftu að ráða starfsmann? RÁÐUM EHF • Sími 519 6770 • www.radum.is • radum@radum.is Ráðum sérhæfir sig í ráðningum og mannauðsráðgjöf. Við komum til móts við þarfir fyrirtækja og sérsníðum lausnir sem henta hverjum viðskiptavini. 6 ATVINNUBLAÐIÐ 12. júní 2021 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.