Fréttablaðið - 12.06.2021, Page 42

Fréttablaðið - 12.06.2021, Page 42
INTERNATIONAL BUSINESS DEVELOPMENT AND PUBLIC AFFAIRS OFFICER The Embassy of Canada in Reykjavik seeks to hire an eligible candidate for the designated position as above. The closing date for applications is 02 July 2021 Further details: https://www.wfca-tpce.com/vacancyView.php?requirementId=4533& https://www.wfca-tpce.com/fr/vacancyView.php?requirementId=4533& Myndlistaskólinn í Reykjavík leitar að verkefnastjóra til að hafa yfirumsjón með skráningum á námsframboði skólans og námsferlum nemenda og að stýra innleiðingu Office 365. Við leitum að einstaklingi með þekkingu á námsumsjónarkerfinu inna.is og skjalastjórnun, gott vald á íslensku og ensku og áhuga á myndlist og hönnun. Jákvæðni og lipurð í samskiptum, frumkvæði, skipulagshæfileikar og nákvæmni eru nauðsynlegir kostir. Um er að ræða 60% starf sem er laust frá og með miðjum ágúst. Umsókn skal fylgja yfirlit yfir starfsferil ásamt greinargerð þar sem fram koma forsendur umsóknar og sýn umsækjanda á starfið. Umsóknir þurfa að berast á netfangið starfsumsokn@mir.is fyrir kl. 16:00 miðvikudaginn 30. júní. Öllum umsóknum verður svarað. Verkefnastjóri óskast Hjúkrunarfræðingur Við hjá Læknastöðinni í Orkuhúsinu leitum að röskum hjúkrunarfræðingi. Starfið felst aðallega í því að standa aðgerðir á skurðstofum, frágangi og meðhöndlun á verkfærum og umönnun sjúklinga. Starfið er mjög fjölbreytt í hröðu umhverfi og fer fram á dagvinnutíma alla virka daga. Starfshlutfall er frá 80% til 90%. Menntunar- og hæfniskröfur • BS-próf í hjúkrunarfræði, framhaldsmenntun í skurðhjúkrun er góður kostur. • Við leitum að jákvæðum og drífandi einstaklingi með góða nærveru. • Starfsumhverfið hentar vel fyrir þá sem eru skipulagðir og þrífast í hröðu og fjölbreyttu umhverfi. Um okkur Orkuhúsið fluttist með alla starfsemi í nýtt húsnæði árið 2020 og er komið með frábæra aðstöðu að Urðarhvarfi 8 í Kópavogi. Hjá Læknastöðinni í Orkuhúsinu starfa rúmlega 50 manns og sérhæfing okkar er bæklunarlækningar. Árlega leita til okkar rúmlega 20.000 einstaklingar og við gerum um 5.000 aðgerðir á ári. Við leggjum metnað okkar í að veita viðskiptavinum sem besta þjónustu og bjóðum upp á líflegt og gefandi starfsumhverfi. Nánari upplýsingar um starfið veitir Dagný Jónsdóttir framkvæmdastjóri í síma 520 0100. Umsóknarfrestur er til og með 25. júní 2021. Umsókn sendist á dagnyj@orkuhusid.is og henni þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Allar umsóknir eru geymdar í sex mánuði frá því þær berast, og þeim síðan eytt. Haft verður samband við umsækjendur ef fleiri störf losna á tímabilinu. Störf í boði hjá Orkuhúsinu

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.