Fréttablaðið - 12.06.2021, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 12.06.2021, Blaðsíða 64
Höfundur er sjónvarpsstjóri Hringbrautar, sem rekin er af Torgi, sem jafn- framt gefur út Fréttablaðið. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@hringbraut.is Fólkið sem dæmt er til fátæktar Það þráir enginn að vera öryrki. Það ætlar sér enginn að verða öryrki. En það er einfaldlega hlutskipti margra að geta ekki tekið þátt í atvinnulífinu nema að litlu sem engu leyti. Og af því að sjúkdómur er jafnan ástæða þessara örlaga, svo og fötlun af margvíslegu tagi, er vert að staldra við orðið sjálft, áður en lengra er haldið, en það er dómurinn í enda þess sem vekur mann á stundum til umhugsunar. Fólk sem telur sig heilbrigt gerir sér alls konar vonir – og að morgni hvers dags skín eftirvæntingin úr andliti þess, enda hugur í því og til- fýsi. En veikur maður þráir aðeins eitt. Að ná heilsu. Geta tekið fullan þátt í samfélaginu, leyfa sér að upplifa menninguna og stemninguna.  Og talandi um dóm. Á Íslandi er það svo að öryrkjar eru dæmdir til fátæktar. Og það er oft og tíðum lífstíðardómur. Þeim er gert að lifa á greiðslum frá hinu opinbera sem það sjálft, altso ríkið, telur vera langt undir öllum viðurkenndum viðmið- unum um framfærslu. En þetta er út af fyrir sig merkilegt – og sennilega séríslensk ambaga. Kerfið gefur út opinberan verðmiða á lífsbjörgina, samkvæmt samvisku- samlegu mati á því hvað það kostar að lifa í landinu, en sama kerfi ætlar svo stórum hluta fólks að hreppa miklu minna úr býtum. Af því að það er öryrkjar.  Þeir sem helst óttast hækkun örorkugreiðslna – og þeir eru all- margir og stundum orðhvassir – segja sem svo að þá myndi bara stórfjölga í hópi fólks sem treystir sér ekki til að starfa úti á vinnu- markaðnum. En þetta er bábilja. Það þekki ég á tali mínu við hundruð öryrkja, bæði sem frétta- maður, fundarstjóri og faðir fjöl- fatlaðs barns. Það ætlar sér enginn að verða öryrki.  Í skrafi mínu við fjölbreyttan og marghæfan hóp öryrkja, bæði fyrr og síðar, í einkasamtölum og upp- tökuverum, hafa orðaskiptin einatt endað á þá vegu að kerfið sjálft sé óskiljanlegt. Og öllu heldur, óskiljanlegt og mannfjandsamlegt.  Einn mann ræddi ég við um daginn sem kynntist konuefni sínu á ferðalagi um Filippseyjar, en þar eð hann er öryrki heima á Íslandi, sakir stoðkerfisvanda og annars krankleika, og hefur ekki úr meiru að moða en strípuðum greiðslunum frá Tryggingastofnun ríkisins, 260 þúsundum fyrir skatta, metur við- eigandi stofnun það svo að hann geti ekki séð fyrir útlenskri kon- unni sinni hér á norðurhjara, sakir krappra kjara, og því fái frúin ekki landvistarleyfi.  Kona úr hópi öryrkja, með brotið móðurhjarta, sagði mér frá hvernig hún neyddist til að hafna barni sínu, eldri syninum á heimilinu. Ástæðan er einfaldlega sú að þegar börn ein- stæðra foreldra á örorkugreiðslum verða átján ára metur kerfið það svo að þau séu komin í sambúð með foreldri sínu. Þau heiti ekki lengur afkomandi, en miklu heldur maki. Allar tekjur barnsins, í þessu tilviki, koma því til skerðingar á kjörum móðurinnar, fyrir nú utan að húsa- leigubætur hennar lækka af því að barnið telst vera fullorðið. Og hún sagði mér frá því þegar krakkanum bauðst enn meiri vinna en hann hafði fyrir, en þá fylltist hann kvíða og depurð, af því að hann vissi að þá myndi hagur móðurinnar versna til enn frekari muna. Hann væri jú maki hennar, samkvæmt tölvu kerfisins, og tekjur þeirra því sameiginlegar. Niðurstaðan var því sú, eftir per- sónulegt samtal móður og sonar, að hann flytti að heiman, í foreldrahús kærustunnar, en nýja lögskráningin myndi þýða að tekjur stráksins hefðu ekki lengur áhrif á afkomu mömmu gömlu. Og nú telur þessi sama móðir mánuðina og misserin þar til yngri gaurinn, sem nú er á fimmtánda ári, verði átján ára. Og fari í sambúð með henni.  Önnur kona, sem svipað hagar til, en er þó enn þá í sambúð með 23 ára dóttur sinni, samkvæmt skilningi ríkisins, af því að sú er fötluð og þarf á miklum stuðningi einstæðrar móður sinnar að halda, hefur sagt mér að hún kvíði því helst að missa félagslegt húsnæði fjölskyldunnar þegar sú yngri, fimmtán ára, nái átján ára aldrinum. Þá reiði ríkið til höggs. Enn og aftur. Og hún sagðist vera löngu hætt því að skammast sín fyrir það að leita á náðir hjálparsamtaka upp úr miðjum mánuði, til að brauðfæða sitt lið, ellegar þiggja matarboðin heima hjá föður sínum og móður, sem alltaf væru til í að leggja mæðg- unum hjálparhönd. Hún væri búin að margkyngja stoltinu. Verst þætti henni þó að hafa ekki efni á að taka þátt í samfélaginu, hvetja stelpurnar til að sækja alls kyns námskeið og íþróttir, en hvort tveggja sé alltof dýrt fyrir hana – og svo sakni hún þess mjög að eiga engan rétt hjá stéttarfélagi og komast þar af leiðandi í sumarbústað á þess vegum, svo dæmi væri tekið.  Og eins var ástatt um enn aðra konu sem hefur verið öryrki allt sitt líf sakir meðfæddrar fötlunar, en komin vel á sextugsaldurinn hafði hún á orði við mig, inni í pínulitlu leiguíbúðinni sinni, að hana hefði alltaf langað svo mikið til að vinna úti, en hún hefði ekki efni á því, það bitnaði svo á örorkugreiðslunum hennar, en hver króna sem hún aflaði sér tæki krónu af framlagi ríkisins.  Svo var það karlmaður einn, lík- lega um fertugt, sem allt frá ungum aldri hefur átt við geðraskanir að stríða, þunglyndi, kvíða og athyglis- brest, en vegna krappra kjara öryrkja í hans stöðu hefði hann ekki efni á að leita sér aðstoðar einkarekinna sál- fræðinga. En það væri lífsspursmál í hans tilviki. Opinbera þjónustan sem honum stæði til boða væri svo takmörkuð í tíma að hún dygði frá- leitt í hans tilviki. Hann þyrfti meiri aðstoð. En hún væri bara svo dýr. Og ekki skildi hann þá skömm að samþykkt Alþingis, frá því um árið, þess efnis að veita fólki eins og honum endurgjaldslausan aðgang að sálfræðingum, hefur ekki enn verið fjármögnuð. En það væri svo sem eftir öðru.  Fræðimaðurinn Stefán Ólafsson, sem manna gerst hefur rannsakað eðli og áhrif örorkugreiðslukerfisins, hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ísland eigi heimsmetið í skerðingum á tekjum öryrkja. Hvergi í heiminum rýrni umframtekjurnar jafn hratt og mikið. Ríkið reki í raun og veru ein- dregna og útsmogna fátæktarstefnu gagnvart þessum hópi. Og hér tala tölur sínu máli. En raunar fólkið miklu heldur. n En veikur maður þráir aðeins eitt. Að ná heilsu. Geta tekið fullan þátt í samfélag- inu, leyfa sér að upplifa menninguna og stemn- inguna. ÚT FYRIR KASSANN 12. júní 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.