Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.06.2021, Qupperneq 77

Fréttablaðið - 12.06.2021, Qupperneq 77
 Ég hreifst af hljómi íslenskunnar og var með veðurfregnir og morgunleikfimi á heilanum í heilt ár þar til ég ákvað að skrá mig í íslenskunám í Frakklandi. Mao Alheimsdóttir fékk nýlega Nýræktarstyrk fyrir skáldsögu sína Veðurfregnir og jarðarfarir. Mao fæddist árið 1983 í Póllandi. kolbrunb@frettabladid.is „Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið þennan styrk. Slík viður- kenning er mikil hvatning til að halda áfram að skrifa og eltast við draumana,“ segir Mao, en Nýrækt- arstyrkir eru veittir árlega fyrir skáldverk höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum. Veðurfregnir og jarðarfarir er fyrsta skáldsaga Mao en hún hefur skrifað ljóð og smásögur. „Þetta er skáldsaga um ský, loftslagsmál og veðurfræðing, Lenu, sem reynir að átta sig á alls kyns náttúrulegum fyrirbærum, meðal annars tilfinn- ingum sínum. Þetta er líka kyn- slóðasaga að því leyti að þarna eru sögur um ömmu og móður Lenu og það er farið aftur í tíma til 1970 í kommúníska ríkið. Í umsögn bókmenntaráðgjafa um verkið segir meðal annars: „Afbragðs vald höfundar á samspili frásagnarháttar og inntaks birtist í f læðandi texta sem undirstrikar líkindin með hverfulli náttúrunni sem Lena kannar og leit hennar að bæði samastað og sátt milli fortíðar og nútíðar.“ Mao lærði íslensku í Sorbonne- háskóla í París og fluttist hingað til lands árið 2006. Hún lauk MA-gráðu í ritlist við Háskóla Íslands árið 2020 og er fyrsti nemandinn af erlendu bergi brotinn sem var innritaður í námið „Fyrir mörgum árum lang- aði mig til að verða jarðfræðingur en mig vantaði örfáar einingar til að komast í það nám í Póllandi. Þá ákvað ég að koma til Íslands, sem er að mörgu leyti mekka jarð- fræðinga. Í Stafafelli í Lóni, þar sem ég var í einn mánuð, var alltaf verið að hlusta á Gufuna. Ég hreifst af hljómi íslenskunnar og var með veðurfregnir og morgunleikfimi á heilanum í heilt ár þar til ég ákvað að skrá mig í íslenskunám í Frakk- landi. Ég vildi ekki flytja til landsins án þess að hafa einhver tök á tungu- málinu.“ Mao hefur verið í sambandi við útgefendur sem sýndu handritinu áhuga. „Ég skrifaði þessa sögu sem MA-verkefni í ritlist. Nú langar mig til að setjast niður, fá fjarlægð á þessa sögu og vinna aðeins meira í henni.“ n Skáldsaga um ský og veðurfræðing Ég er mjög þakklát, segir Mao um Nýræktarstyrkinn. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR Menning 41LAUGARDAGUR 12. júní 2021
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.