Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.09.1979, Blaðsíða 4

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.09.1979, Blaðsíða 4
NÆSTU SAMNINGAR BSRB Mikið undirbúningsstarf Hér á eftir eru birtar tillögur, sem sameiginlegur fundur stjórnar og samninganefndar BSRB 12. sept. 1979 samþykkti. Fyrst verður þó rakinn í stuttu máli, sá mikli undirbúningur, sem hefur farið fram vegna næstu samningsgerðar: 20. mars 1979 Samþykkt að segja upp gildandi kjarasamning- um. Samningar renna út 1. júlí 1979. Fyrri samn- ingar gilda þangað til nýir verða undirritaðir. 18. apríl 1979 Samninganefnd BSRB ákveður að skipta sér í 6 undirnefndir til undirbúnings væntanlegrar kröfu- gerðar. Þessar undirnefndir fjalla um: 1) Launastiga 2) Yfirvinnu — orlofsmál 3) Vinnutíma 4) Vaktavinnu 5) Starfsaðstöðu 6) Fylgiskjöl og bókanir v/ýmissa starfshópa. 28. maí 1979 Samninganefnd samþykkir að kynna þingi BSRB þau drög að kröfugerð, sem þá liggja fyrir frá und- irnefndum. 11.—14. júní 1979 31. þing BSRB markar meginstefnu í kjaramál- um vegna næstu samninga. Sjá 6. tölublað Ásgarðs 1979. 11. júlí 1979 Fundur samningsaðila með sáttanefnd. Kröfu- gerð BSRB vegna ríkisstarfsmanna lögð fram. Launastigi er ekki í kröfugerð, en því er lýst yfir, að hann muni verða byggður upp á kröfunni um, að bætt verði sú kjaraskerðing, sem orðið hef- ur, tekið verði mið af þróun í kjaramálum, og tryggður verði réttmætur hlutur í þjóðartekjum. Einnig verði höfð í huga áhrif gildistíma samn- ingsins. Af hálfu fulltrúa ríkisins var á fundinum minnt á, að stefna ríkisstjórnarinnar væri, að almennar grunnkaupshækkanir yrðu ekki á þessu ári um- fram það, sem þegar er orðið. Sömuleiðis tóku þeir fram, að samningar yrðu ekki afturvirkir. ÁSGARÐUR 4

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.