Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.09.1979, Blaðsíða 19

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.09.1979, Blaðsíða 19
munum við krefjast þriggja mánaða kaupgjaldsvísitölutíma- bils. Ymsar ráðstafanir Auka þarf starfslið skattayfir- valda, herða skattaeftirlit og herða refsingar gagnvart skatt- svikurum. Þá þarf að hækka fjármagns- og eignarskatta. Fjölga þarf þeim vörutegund- um, sem verðstöðvunin nær til og þarf að herða mjög verðlags- eftirlit. Við viljum auknar nið- urgreiðslur, en ríkisstjórnin hef- ur nýverið minnkað þær. Þá mótmælum við harðlega þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar að selja ríkisfyrirtæki. Enginn hefur áhuga á að kaupa tap- fyrirtæki, svo að í raun eru að- eins á söluskrá blómleg fvrir- tæki, sem skila arði til ríkisins. Það er kaldhæðnislegt að um leið og ríkisstjórnin sýnir á þenn- an hátt andúð sína gegn þjóð- nýtingu hefur hún í 'huga að þjóðnýta sjúkrasjóði verkalýðs- hreyfingunnar! Um leið og við afhentum fjár- málaráðherra Begin-ríkisstjórn- arinnar kröfur okkar og tillögur lögðum við áherslu á að alþýðu- sambandið áskildi sér allan rétt til aðgerða — verkföll þar með talin — til að neyða rí'kisstjórn- ina til að gera ráðstafanir gegn verðbólgunni og til að bæta verkalýðsstéttinni sérhverja kaupmáttarskerðingu launa. (Þýtt og endursagt af BA úr ,,Free labour World“, mars—apríl 1979). Akstursgjald breytist ennþó Nýtt kílómetragjald (það fjórða á þessu ári) tók gildi 1. ágúst s.l. í svigum er birt næsta gjald á undan, en það gilti í júní og júlí 1979. Almennt gjald Sérstakt gjald Fyrstu 10 þús km. 10—20 þús. km. Umfram 20 þús. km. 96 (87) kr. 85 (76) kr. 77 (68) kr. 109 (99) kr. 96 (86) kr. 87 (77) kr. FÉLAGSDÓMUR: EKKISKYLT AÐ VIÐURKENNA STARFSALDUR HJÁ ÖÐRUM EN RÍKINU Bandalagið höfðaði mál fyrir Félagsdómi vegna starfstíma. Var gerð sú krafa, að starfstími hjá öðrum en ríki og sveitarfélögum skyldi gilda, þann- ig að af löngum starfstíma í sömu grein væri við- urkenndur 6 ára starfsaldur, en slíkt ákvæði var í gildi í eldri kjarasamningi. í gildandi kjarasamningi er hins vegar tekið fram, að við ákvörðun starfsaldurs sé heimilt að taka til greina starfstíma hjá fyrri vinnuveitend- um. Viðkomandi ráðuneyti (menntamálaráðuneyti) hafði fyrir sitt leyti fallist á við gerð ráðningar- samnings, að 20 ára starfstími væritekinn til greina og viðurkenndur sem 6 ára starf. Því var hins vegar synjað af fjármálaráðuneytinu, þegar það fékk ráðningarsamninginn til meðferðar. Niðurstaða Félagsdóms var sú, að starfsmað- urinn eigi ekki samningsbundna kröfu til að starfs- tíminn hjá fyrri vinnuveitendum verði tekinn til greina við ákvörðun starfsaldurs. Verði því fjár- málaráðherra sýknaður af kröfum stefnanda. BSRB hafði við undirbúning kjarasamnings sett fram þá kröfu, að skylt væri að meta sambærileg og skyld störf, sem unnin væru hjá öðrum, en samkvæmt orðanna hljóðan í samningnum þá er einungis um að ræða heimildarákvæði. Munaðarnes: Skrifstofa BSRB leigir orlofshúsin í vetur. — Verð er sem hér segir: Helgarleiga Vikuleiga Stærri gerð (6 manna) 13 þús. 16 þús. Minni hús (2 manna) 8 þús 10 þús. 4SGARÐUR 19

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.