Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.09.1979, Blaðsíða 3
BLAÐ BSRB
XXVIII. ARG. • SEPT. 1979 • 7. TOLUBL.
Útgefandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bœia. — Ritstjóri: Haraldur Steinþórsson. — Ritnefnd: Jón ívarsson, Óli Vestmann Einars-
son, Sigrún Stefónsdóttir, Þorsteinn Óskarsson. — Afgreiðsla: Grettisgötu 89 — Sími 2 66 88. — Ritstjórnarfulltrúi: Guðni Björn
'Kjœrbo. Kóputeikning: Auglýsingastofan Gísli B. Björnsson. — Prentun: Alþýðuprentsmiðjan h.f. við Vitastíg.
VAXTA-
STEFNAN
LEIÐIR TIL
GJALDÞROTS
Enn einu sinni hefur stjórnvöldum mistekist að hafa hemil
á verðbólgunni, og ef að líkum lætur stefnir allt að því, að nýtt
verðbólgumet sé framundan.
Engin meginstefnubreyting hefur orðið í efnahagsmálum þó
skipt hafi um ríkisstjórn. Ein höfuðmeinsemdin er, að allt er
látið vaða á súðum í fjárfestingarmálum. Svo er reynt að leysa
vandann með sífelldum bráðabirgðaráðstöfunum, án nokkurr-
ar heildarstefnu eða ætlana fyrir framtíðina.
Nýjasta dæmið um skottulækningar stjórnvalda eru vaxta-
málin. Sú stefna að miða vexti við hækkun framfærsluvísitölu
og byggingarvísitölu, án hliðarráðstafana jafnhliða til stöðvun-
ar verðbólgunnar, hlýtur að leiða til gjaldþrots jafnt einstak-
linga sem fyrirtækja innan örskamms tíma.
Launafólk sem skuldar vegna íbúða, húsmuna, heimilistækja
eða annars, stendur ekki undir 40% vöxtum, hvað þá enn hærri
vaxtagreiðslum, sem við blasa, ef svo heldur fram sem horfir.
Ríkisstjórnin sjálf leggur á nýja skatta til að greiða aukin
vaxtaútgjöld ríkissjóðs, stöðugt gengisfall bjargar útflutnings-
framleiðslunni í bili. En allur bagginn lendir að lokum á launa-
fólki.
Vafalaust er of mikil bjartsýni að búast við stöðvun verð-
bólgunnar á næstunni, hvað þá minnkun hennar. En stjórnvöld
verða án tafar að snúa við blaðinu og breyta til í vaxtamálum
áður en almennt gjaldþrot skellur yfir.
Kristján Thorlacius.
ÁSGARÐUR
3