Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.09.1979, Blaðsíða 21
NORRÆN
BÆJARSTARFSMANNARAÐSTEFNA
Dagana 27.—31. ágúst s.l. var
norræn bæjarstarfsmannaráð-
stefna haldin í Noresund í Nor-
egi.
Fulltrúar voru 45. 14 frá Sví-
þjóð, 10 frá Danmörku, 9 frá
Noregi, 8 frá Finnlandi og 4 frá
íslandi. Þeir voru: Elsa Lilja
Eyjólfsdóttir frá Keflav.k, sem
var fulltrúi stjórnar BSRB, Ey-
þór Fannberg frá Rvík, Agnar
Árnason frá Akureyri og F.rna
Eggertsdóttir úr Kópavogi.
Ráðstefnan var sett 27. ágúst
og var rætt um ráðningarfoim
og verkfallsrétt fyrsta daginn.
Annan daginn var rætt um sjálf-
virkni hagræðingu og tölvu-
tækni. Þennan dag var veður
mjög gott og var ákveðið að flýta
fyrirhugaðri ferð upp á Norefjell,
sem er 1400 m hátt og mjög
fallegt.
Á þriðja degi var rætt um
skyldur opinberra starfsmanria.
Seinni h'luta dags var farið með
rútu að skoða Hadeland gler-
verksmiðjuna og í bakaleið var
komið við í Ringerikesvslu. Var
hópnum boðið í fundarsali sýslu-
nefndar. Hélt sýslumaður töiu
fyrir hópinn og bauð svo öllum
til kaffidrykkju.
Á fjórða degi var rætt um
stefnumið samtaka norræntia
starfsmanna og unnið í sam-
starfshópum. Síðasta daginn var
rætt um launamál frá sjónar-
horni atvinnurekenda og laun-
þega.
Var ráðstefna þessi fróðleg og
ánægjuleg í alla staði. fslending-
ar og finnar hafa nokkra sér-
stöðu á svona ráðstefnum, þar
sem þeirra mál er ekki talað og
vill ýmislegt fara forgörðum hjá
þeim, þegar mikið tæknimál er
notað. Finnar hafa leyst sín mál
á þann veg að þeir hafa með sér
túlka og kemst þá allt til skila
hjá þeim.
íélcigQfréllir
Starfsmannafélag
Reykjavíkurborgar
Síðastliðið sumar tók St. Rv.
upp þá nýbreytni, að bjóða fé-
lögum 14. deildar, ellilífeyrisþeg-
um, ásamt mökum sínum í dags-
ferð um Borgarfjörð. Send voru
boðsbréf til félaganna, og alls
þágu um 70 manns boðið. La^
var upp frá Reykjavík að morgni
11. júlí með Akraborginni ti'
Akraness. Þaðan var haldið með
langferðabílum upp breiða byggð
Borgarfjarðar til Munaðarness.
Þar var snæddur hádegisverður,
hlýtt á byggingar- og fram-
kvæmdasögu staðarins og b-'
staðir skoðaðir. Síðan var ekið
um sveitir Borgarfjarðar, áð að
Reykholti og við Skorradalsvatn,
þar sem nestis var neytt í feg-
ursta veðri. Heimleiðis var ekið
um Dragann og fyrir Hvalfjörð.
Þær góðu undirtektir, sem
þessi tilraun hlaut, hljóta að örva
félagið til að nýta sér þá reynslu,
sem fékkst af þessari ferð og
hvetja það til frekari dáða á
þessu sviði.
ASGARÐUR
21