Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.09.1979, Blaðsíða 5
Samninganefnd BSRB svaraði, að hún teldi eðli-
lega starfsaðferð, að ríkið gerði bandalaginu sem
allra fyrst gagntilboð.
24. ágúst 1979
Samningamálin rædd í stjórn og samninganefnd
BSRB. Tillaga um fundi í félögunum flutt af for-
manni og varaformanni nefndarinnar.
14 manna nefnd kosin til að undirbúa næsta
fund.
12. sept. 1979.
Samþykkt tillaga um almenn fundahöld félag-
anna um samningamálin og önnur tillaga, þar sem
m. a. er lögð áhersla á nauðsyn þess, að ákvæðum
laga um 2 ára samningstímabil verði breytt, þann-
ig að það verði samningsatriði. Báðar þessar til-
lögur eru birtar hér á eftir.
Félögin halda fundi
„Sameiginlegur fundur stjórnar og
samninganefndar BSRB beinir því til
aðildarfélaga bandalagsins, að þau haldi
á næstunni fundi um samningamálin,
þar sem kröfugerðin verði kynnt og
fjallað um gerð nýrra kjarasamninga.
Er þess vænst, að félög bæjarstarfs-
manna utan Keykjavíkur hafi samráð
við ríkisstarfsmenn á viðkomandi
stöðum um sameiginlega fundi bæjar-
starfsmanna og ríkisstarfsmanna.“
/■----------------------------------------------------------------------------—\
Krafa um vísifölubæfur, óbundið samningsfímabil og gildi nýs
samnings frá 1. júlí s.l.
„Sameiginlegur fundur stjórnar og samninga-
nefndar BSRB skorar á ríkið og sveitarstjórnir
að hefja sem allra fyrst viðræður til undirbún-
ings næstu samningagerð.
Að gefnu tilefni ítrekar fundurinn þá af-
stöðu samtakanna, að afnám vísitölubóta komi
ekki til greina, enda sýnir reynslan, að það
læknar ekki verðbólgumeinið. Er því eindregið
mótmælt þeim hugmyndum stjórnmálamanna,
sem fram hafa komið, um afnám verðbóta á
laun.
Þá mótmælir fundurinn enn einu sinni þeirri
kjaraskerðingu, sem orðin er á samningstíma-
bilinu, vegna samningsrofa stjórnvalda, en nú
vantar 10—15% upp á að kaup sé í samræmi
við samninga.
Stjórn og samninganefnd BSRB leggja
áherslu á, að ákvæðum kjarasamningalaga um
lögbundið 2ja ára samningstímabil verði nú
þegar breytt, þannig að samningstímabilið verði
framvegis samningsatriði.
Barátta samtakanna á næstu mánuðum hlýt-
ur m. a. að ráðast af viðbrögðum ríkisstjómar-
innar við kröfu samtakanna um slíka laga-
breytingu.
Loks ályktar fundurinn að sett verði fram
krafa um, að kjarabætur í næstu samningum
gildi frá 1. júlí 1979.“
ASGARÐUR
5