Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.09.1979, Blaðsíða 11
gengið og fullnægjandi að öðru
leyti. Ath. vandamál sem fylgja
tví- og þrísetningu.
2. Leggja áherslu á að skóla-
völlurinn sé aðlaðandi fyrir börn
og þannig úr garði gerður að
börn fái eðlilega útrás fyrir at-
hafnaþrá sína.
III. Öryggi SKÓLABARNA.
1. Innan skólans.
Ástand brunavarna innan
skólans sé kannað og að starfs-
fólk móti hugmyndir um við-
brögð sín og nemenda ef bruna
eða náttúruhamfarir ber að
höndum.
2. Utan skólans.
Að vakandi auga sé haft með
að óþarfa hættur séu ekki á leið
barna í skólann eða í nánasta
umhverfi hans. Sérstaklega með
tilliti til nýbygginga, vinnuvéla
og umferðagatna.
IV. Hugmyndasamkeppni um
gerð skólavalla og leiktækja
við grunnskóla.
Stjórn SGK hefur ákveðið að
efna til hugmyndasamkeppni um
gerð skólavalla og leiktækja á
skólavelli. Öllum er heimil þátt-
taka í þessari samkeppni og er
skilafrestur til f. desember 1979.
Veitt verða peningaverðlaun
fyrir þær hugmyndir er dóm-
nefnd telur bestar af verðlauna-
hæfum 'hugmyndum. Verðlauna-
fé er allt að einni milljón króna
og ákveður dómnefnd fjölda
verðlauna og verðlaunaupphæð
fyrir einstakar hugmyndir. Hug-
myndirnar skulu merktar dul-
nefni.
Æskilegt er að þær hugmyndir
sem fram koma séu í sem allra
mestum tengslum við óskir nem-
enda sjálfra, t. d. frá þeim komn-
ar. Nemendur geta því komið
með hugmyndir og unnið úr
þeim innan skólans. Ef vel tekst
til getur skólinn síðan sent inn
hugmyndir í samkeppnina.
Aðrir aðilar
Hjúkrunarskóli íslands gekkst
fyrir ráðstefnuninni:
BARN Á SJÚKRAHÚSI.
Hvernig má auka vellíðan og
flýta fyrir bata barns á sjúkra-
húsi?
Þetta viðfangsefni hefur ver-
ið í brennidepli víða um lönd
að undanförnu, en lítið verið
um það fjallað hér á landi.
Undirbúningsnefnd ráðstefn-
unnar taldi það mjög knýjandi
að hefja umræðu um þetta mál-
efni og þannig vekja athygli
fólks á að huga ber raunhæft
að andlegri velferð barnsins á
sjúkrahúsinu.
Ráðstefnan var haldin í Hjúkr-
unarskóla Islands og hófst kl. 9
f.h. M. a. talaði Grétar Marinós-
son sálfræðingur um „Áhrif
sjúkrahúsvistar á hegðun og
námsárangur barna“.
Foreldrar sögðu frá eigin
reynslu af sjúkrahúsvist barna
sinna og síðan var unnið í starfs-
hópum.
Sóttu ráðstefnuna um 160
manns úr flestum þeim starfs-
stéttum, sem sjá um börn á
sjúkrahúsi. Er þetta fyrsta ráð-
stefna sinnar tegundar á Islandi.
Þá hefur HFÍ óskað eftir að
tekið verið upp sérnám í barna-
hjúkrun við Hjúkrunarskólann.
Félag íslenskra myndlistakenn-
ara gekkst fyrir Listahátíð barna
að Kjarvalsstöðum. „Svona ger-
um við“.
Fékk félagið til samstarfs fé-
lög smíða-, hannyrða- og vefn-
aðarkennara. Síðan komu einn-
ASGARÐUR
n