Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.09.1979, Blaðsíða 22

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.09.1979, Blaðsíða 22
FRÁ FRÆÐSLUNEFND RÁÐSTEFNA UM EFNAHAGSMÁL Á síðasta þingi BSRB var samþykkt að halda sérstaka ráðstefnu um efnahags- mál og skyldi hún vera í Munaðarnesi. Fræðslunefnd bandalagsins hefur nú á- kveðið að framkvæma þessa samþykkt bandalagsþings og boðar til ráðstefnu dagana 15.—18. nóvember. ---- * ---- * ---- Fátttaka er heimil öllum félagsmönnum BSRB. Er þess sérstaklega vænst, að að- ildarfélög sendi þangað forustumenn sína og trúnaðarmenn. Ákveðið er, að þátt- tökugjald fyrir einstakling verði 10.000 kr., sem er aðeins hluti af uppihaldskostn- aði. Tilhögun ráðstefnunnar verður í aðal- atriðum sem hér segir: Farið verður frá Reykjavík fimmtudag- inn 15. nóv. kl. 16.00. Þá um kvöldið verð- ur tekið fyrir fyrsta efnið, sem er ÞJÓÐ- HAGSREIKNINGAR OG GJALDEYRIS- MÁL. Fjallað verður m. a. um þjóðhags- spár, gengisákvarðanir, þjóðarfram- leiðslu þjóðartekjur, þróun einkaneyslu og samneyslu o. fl. * * * Á föstudagsmorgni verður gerð grein fyrir FJÁRLAGAGERÐ OG LÁNSFJÁR- ÁÆTLUN. Skýrð verður gerð fjárlaga og einstakir þættir þeirra. Einnig verður gerð grein fyrir opinberum gjöldum, samsetn- 22 ingu tekjustofna ríkisins og áhrifum, sem þeir hafa á efnahagslífið. * * * Eftir hádegi verður rætt um FJÁRFEST- INGASJÓÐI, LÁNASTOFNANIR, VEXTI, STJÓRNUN RÍKISGEIRANS OG LEIÐIR TIL AÐ AUKA HAGKVÆMNI í RÍKISREKSTRI. Hs * * ÁSGARÐU R

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.