Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.09.1979, Blaðsíða 9
ber — láta umhyggju fullorðinna
umlykja þau.
Yfirlýsing Sameinuðu þjóð-
anna um réttindi barnsins er
tuttugu ára gömul — það er
tímabært að rifja upþ inntak
hennar og margfalda átakið til
að hrinda því í framkvæmd.
I heilt ár munu allir aðilar
Sameinuðu þjóðanna vinna að
varaölegum umbótum á kjörum
barna um heim allan.
Þetta ár eiga ríkisstjórnir, fé-
lagasamtök og einstaklingar að
vinna saman að hagnýtum, já-
kvæðum framkvæmdum til hags-
bóta fyrir börnin.
Yið og þróunarlöndin
Segja má að höfuðhvati allrar
verkalýðsbaráttu, kjara- og
launabaráttu hafi verið sá að
léleg lífskjör bitnuðu, og bitna
enn, fyrst og fremst á börnum.
Skilningur okkar íslendinga
hefur því miður ekki verið mik-
ill á þeim vandamálum sem fólk
í þróunarlöndum á við að glíma.
í skólum er það fyrst á síðustu
árum sem með nýju námsefni
í samfélagsfræði er vakinn skiln-
ingur nemenda m. a. á lífshátt-
um í löndum þriðja heimsins.
Þótt vandamálin í þróunar-
löndum séu mikil, þá þýðir það
ekki að engin verkefni séu óleyst
hér hjá ok'kur.
í öllu lífsgæðakapphlaupinu
hafa börnin oft gleymst, ekki síst
nauðsyn á hlýju og umönnun.
| Myndin hér til hliðar, sem er af
börnum í Tansaníu vekur m. a. þá
spurningu, hvort aðstoð hinna „ríku“
þjóða geti ekki ráðið úrslitum um
menntun og heilbrigði barna þriðja
heimsins.
UM BÖRN
Úr fréttabréfi frá Jafnréttisnefnd Neskaupstaðar, maí 79.
/---------------------------------------------------------\
Gefið þið ykkur tíma til að svara börnum ykkar?
Spyrjið þið þau hvað gerst hafi í skólanum eða
fjörunni í dag?
1______________I_______________________________________________J
Umfangsmikil skoðanakönnun á íslandi hefur sýnt að fjölskylda
barnsins virðist hafa úrslitaþýðingu um greindarþroska þess.
Úr kröfugerð BSRB
í kröfugerð BSRB sem lögð hefur verið fram er sjálfstæð tillaga,
þar sem krafist er umræðna m. a. um eftirfarandi:
| Unnið verið að raunverulegu launajafnrétti kvenna og karla.
I því skyni verði m. a. sköpuð aðstaða til aukins dagvistunarrýmis
barna og einnig auknir möguleikar á hlutastarfi karla, þannig að
foreldrar geti lengt heimaverutíma sinn. Með því eignast börnin
það sjálfsagða öryggi, sem heimilið á að skapa.
» Tekin verði upp ákvæði um fæðingarorlof, þar sem báðir for-
eldrar eigi jafnan rétt, lengd fæðingarorlofs megi breyta og réttur
nái til kjörbarna.
ÁSGARÐUR
9