Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.09.1979, Blaðsíða 8
✓ /
ALÞJODMR
BARNSINS1979
TÁ Hvers vegna höldum við alþjóðaár barnsins?
★ Hvað er alþjóðaár barnsins?
★ Hvað geta síéttarfélög gert fyrir börnin?
Hvað hefur verið gert af hálfu stéttarfélaga og aðila
innan BSRB það sem af er árinu?
★ Hvað get ég gert?
Sameinuðu þjóðirnar hafa í mannrétt-
indayfirlýsingu sinni lýst yfir, að allir
menn eigi kröfu á þeim réttindum og því
frelsi sem þar eru skilgreind, án allrar
mismunar, hvort heldur er vegna kyn-
þáttar, litarháttar, kynferðis, tungumáls,
trúarbragða, stjórnmálaskoðana eða
annarra skoðana, þjóðernis- eða stéttar-
legs uppruna, efnahags, uppruna eða af
öðrum sökum.
í bæklingi sem barnaársnefnd
gefur út er að finna svar við 1.
og 2. spurningunni.
Hvers vegna höldum við
alþjóðaár barnsins ?
Ástæðurnar eru jafnmargar
og börnin. Það eru fimmtán
hundruð milljónir barna urn víða
veröld, flest yngri en tíu ára. Oll
þessi börn ha'fa sínar sérstöku
þarfir — en víða er þeim ekki
fullnægt.
Börnin eru framtíð okkar —
og dýrmætasti fjársjóður. Vel-
líðan, öryggi og þroski þeirra
sem nú eru börn og móta heim-
inn á morgun — ráða því jafnvel
hvort sá heimur verður til.
Börnin eru háð hinum full-
orðnu — og við skuldum þeim
það besta sem við megnum að
veita þeim.
Hvað er alþjóðaár barnsins?
Tækifæri til þess að beina at-
hyglinni að börnunum og láta
þau skipa þann sess sem þeim
8
ASGARÐU R