Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.09.1979, Blaðsíða 10

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.09.1979, Blaðsíða 10
Samband grunnskólakennara Þetta vill þing BSRB: Segja má að flest atriði á ályktun 31. þings BSRB um jafnréttis- mál snerti umönnun og öryggi barna. 31. þing BSRB telur að mikið vanti enn á að raunverulegu starfs- og launajafnrétti karla og kvenna hafi verið náð. Þingið álítur mjög aðkallandi að úr þessu verði bætt. Til úrbóta í þessum efnum mun BSRB vinna að eftirfarandi: ♦ Stefnt verði markvisst að því, að dagvinnulaun verði þannig að þau ein nægi til heimilisframfærslu svo að samverutími fjölskyldu lengist. ♦ Styttri vinnudegi fyrir alla, þannig að bæði kyn hafi jafna aðstöðu til að sinna heimilishaldi og börnum. ♦ Sveigjanlegum vinnutíma til hagræðis fyrir starfsfólk (m. a. vegna barnanna). I Öll börn eigi rétt á nægum og góðum dagvistarheimilum. ♦ Stuðla að starfsþjálfun öryrkja til þátttöku í atvinnulífi. I Karlar og konur eigi jafnan rétt til hlutastarfa. I Jöfnum rétti foreldra til að vera heima vegna veikinda barna. ♦ Tryggður verði réttur beggja foreldra til fæðingarorlofs (foreldra- Ieyfi) við barnsburð og töku kjörbarna og fósturbarna. ^ Stundaskrá skólanemenda verið samfelld og samræmd venjuleg- um vinnutíma, skólar verði einsetnir og nemendur hafi aðgang að mötuneyti. f Öll börn eigi kost á dvöl á skóladagheimilum. » Skólahúsnæði og útileiksvæði verði nýtt á sumrin til dagvistunar fyrir böm. ♦ Kannaðir verði möguleikar á sumarnámskeiðum fyrir börn á skólaskyldualdri. t Málefnum þroskaheftra verði komið í viðunandi horf. Erindi flutt að Grettisgötu 89 Eins og áður er getið í Ásgarði flutti Hinrik Bjarnason erindi um barnið í samfélaginu á veg- um fræðslunefndar BSRB. Þar ræddi hann um eftirtalda fjóra þætti: 1. Barnið og réttarstaða þess. 2. Barnið, fjölskyldan og um- hverfið. 3. Barnið og fjölmiðlar. 4. Barnið og menningin. (Sjá Ásgarð 2. tbl. 1979). En hvað hafa einsfök félög gerf? Ásgarður hefur ekki tæmandi upplýsingar um það, en hefur aflað sér eftirfarandi upplýsinga um starf einstakra félaga eða hópa. Stjórn Sambands grunnskóla- kennara sendi öllum trúnaðar- mönnum og skólastjórum eftir- farandi: I. VINNUTÍMI SKÖLABARNA 1. Samfelld stundaskrá — mataraðstaða í skólum. Minna á að vinnutími skóla- barna er oft sundurslitinn og víða er engin aðstaða fyrir nem- endur að fá mat á vinnustað. 2. Hóflegt vinnuálag — sérstaklega með tilliti til heimanáms. Hafa ber í huga að nemend- ur hafa misgóða aðstöðu til heimanáms og að tómstunda- iðkanir taka drjúgan tíma þeirra. í tilefni barnaárs S.Þ. vill stjórn SGK beina því til félags- manna sinna að fjallað verði um einhver eftirtalinna atriða í skól- um landsins. II. VINNUSTAÐUR SKÓLA- BARNA. 1. Skólahúsnæðið. Benda á reglur um stærð skólahúsnæðis og nauðsyn á nægjanlegu athafnarými. enn- fremur að húsnæði sé fullfrá- 10 ASGARÐUR

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.