Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.09.1979, Blaðsíða 20
ALVARLEG DEILA UM
VERKSVIÐ FÉLAGSDÓMS
Ásgarður hefur áður skýrt frá því, að Félags-
dómur vísaði frá máli, sem höfðað var gegn fjár-
málaráðuneytinu, varðandi brot á lögum um kjara-
samninga opinberra starfsmanna. Málið snerti sum-
aráfleysingarfólk, sem ríkið telur sig geta ákveðið
öll kjör hjá, en BSRB er þeirrar skoðunar að um
sumarafieysingarfólk skuli farið eftir lögum um
kjarasamninga BSRB og gildi öll ákvæði samn-
inganna fyrir það.
Mismunur orðalags.
Hæstiréttur hefur síðan staðfest dóm Félags-
dóms um frávísun máls vegna sumarafleysinga-
fólks og kemur þar til, að orðalag 34. greinar nú-
verandi kjarasamningalaga er talsvert breytt frá
því, sem áður gilti í 26. grein eldri laga. 26. grein
eldri laganna sem ennþá er í gildi fyrir Bandalag
háskólamanna var svohljóðandi:
„Félagsdómur dæmir í málum, sem rísa milli
samningsaðila út af brotum á lögum þessum,
ágreiningi um skilning á kjarasamningi og gildi
hans og um félagsréttindi ríkisstarfsmanna, sbr.
5. mgr. 3. gr.“
I núverandi lögum er 34. grein svohljóðandi:
„Félagsdómur dæmir í málum, sem rísa á milli
samningsaðila um gildi verkfalls, ágreining urn
skilning á kjarasamningi, félagsréttindi ríkisstarfs-
manna, kjörskrárdeilur og hverjir falli undir á-
kvæði 29. gr. laga nr. 38/1954.“
Lögin um kjarasamninga, sem nú gilda, voru
sett { samræmi við samkomutag milli BSRB og
fjármálaráðherra, sem gert var 1. apríl 1976. í
því samkomulagi er hvergi minnst á að breyta
skuli verksviði Félagsdóms. Er það því tilkomið í
lögunum án þess að það hafi nokkurn tíma verið
staðfest með samkomulagi. Það er einnig nýmæli í
lögunum um kjarasamninga nú, að í 45. grein
stendur: „brot á lögum þessum varða stöðumissi,
sektum eða varðhaldi.“
Stöðumissir, sekt eða varðhald ráðherra?
Svo virðist eftir þessum dómi Hæstaréttar, að
um öll brot á kjarasamningalögum skuli fjallað
fyrir almennum dómstólum, ef þau varða opin-
bera starfsmenn, og þá væntanlega dæmt samkv.
45. grein, ef um brot reynist vera að ræða. Komi
þannig í ljós, að fjármálaráðherra eða einhverjir
af starfsmönnum hans hafi tekið sér vald til að
ákvarða um kjaramál starfshópa eða starfsmanna,
sem ættu að koma undir lögin, þá ætti það brot á
lögunum að varða stöðumissi, sektum eða varð-
haldi!!!
í lögum nr. 80 frá 1938 um stéttarfélög og
vinnudeilur, sem gilda varðandi verkalýðsfélög, er
það talið fyrsta hlutverk Félagsdóms, „að dæma í
málum, sem rísa út af kærum um brot á lögum
þessum og tjóni, sem orðið hefur vegna ólög-
rnætra vinnustöðvana.“
Vill ríkið breyta lögunum?
Lögfræðingur BSRB benti á það í málflutningi
sínum, að það hlyti að hafa verið fyrir vangá að
fallið hefði úr nýju lögunum varðandi BSRB, að
Félagsdómur skyldi fjalla um slík brot á lögunum
sem hér um ræðir. Efnisbreytinga af þessu tagi
væri hvorki getið í greinargerð frumvarpsins eða
í umræðum um frumvarpið á Alþingi.
Er það lítt skiljanlegt að það hafi verið ætlun
löggjafans að takmarka á þennan hátt úrskurðar-
vald Félagsdóms og gera hann óvirkan í ýmsum
þeim ágreiningsmálum, sem eðlilega hljóta að
geta risið upp milli samningsaðila, og hann hefur
fjallað um hingað til.
BSRB hefur rætt mál þetta í samráðsnefnd við
ráðherra í ríkisstjórninni og óskað eftir því að
það verði fundin leið til þess að fjalla um ágrein-
ingsmál BSRB og ríkisins á eðlilegri máta heldur
en þarna um ræðir. Ásgarður mun síðar skýra frá
áframhaldi máls þessa, sem hefur mikla þýðingu
fyrir opinbera starfsmenn.
20
ASGARÐU R