Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.09.1979, Blaðsíða 14

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.09.1979, Blaðsíða 14
CARL W. FRANKEN, FRAMKVÆMDASTJ. PSI: AUKNING OPINBERRAR ÞJÓNUSTU Um síðustu aldamót var aðeins þrítugasti og þriðji hver vinnandi breti í þjónustu hins opinbera. Þrem áratugum síðar er tíundi hver launaður breti opinber þjónn og nú er áætlað að fjórði hver starfandi maður vinni hjá því opinbera. Þetta er afar skýr þróun og spurningin: „Hvernig endar þetta?“ liggur nokkuð beint við. Dr. Rudolf Meidner sænskur hagfræðingur sem er mjög þekktur fyrir hugleiðingar sínar um þetta, telur að árið 2000 e. kr. verði helmingur allra starfa, þjónustustörf. Með þjónustustörfum telur hann öll störf hjá ríki og sveitafélögum. Það eru fjöldamargar ástæður fyrir þessari öru þróun. Frá aldamótum hefur þjóðfélag okkar tek- ið stórstígum breytingum. í staðinn fyrir að menn lifðu og dóu nokkurn veginn upp á eigin spýtur, með aðstoð fjölskyldu sinnar í mesta lagi, þá fyilgir nú þjóðfélagið hverjum einstaklingi frá vöggu til grafar, varðar veg hans, og hleypur und- ir bagga ef eitthvað ber út af. Og þegar við erum einu sinni byrjuð að lifa í raunverulegu samfélagi þá er endalaust hægt að þróa það áfram og m' tækni gefur okkur endalausa mögulei'ka til þess. Aukning þjónustugreina Þess vegna spá menn svona örri þróun á næstu árum. Okkar bættu lífskjör skapa nýjar þarfir og þessar nýju þarfir útheimta oft aukna félags- lega þjónustu. Þar er efst á blaði stöðugt þróaðri og betri heilsugæsla, bætt umönnun fatlaðra, bætt aðstaða til íþróttaiðkana, og svo nefndir séu hlutir af öðru sauðahúsi fjöldaframleiðsla í húsbygging- um og hin síaukna aðstaða sem krafist er vegna fjölgunar ferðamanna. Aðeins helmingur þeirra sem starfa hjá því op- inbera vinnur þau hefðbundnu störf sem tengd eru stjórnun sveitafélaga og ríkis (eru eiginlegir bíró- kratar). Hinn helmingurinn vinnur á bókasöfnum, barnaheimilum, í skólum, leikhúsum. Starfa vU heilsugæslu eða félagslega þjónustu eða bara við einhverja af hinum óteljandi stofnunum, sem þjóna almenningi. Þjóðfélag okkar verður æ margslungnara og því stöðugt erfiðara fyrir einstaklinga að valda veiga- mi'klum verkefnum. Gera þarf langtíma áætlanir og því færast hlutirnir í æ ríkara mæli undir for- sjá ríkisins. Breytt verksvið Stjórnun er ekki lengur aðalstarf þeirra, sem vinna hjá ríki eða bæ. Opinber starfsmaður er yfirleitt í störfum sem krefjast sérhæfingar og til þess að valda þessum störfum þarf hann að búa yfir sérhæfðri menntun og mikilli reynslu. (Stór hluti af þessum störfum getur aldrei skilað bein- um arði. Hætt er til dæmis við því að hjartasjúk- lingar yrðu látnir deyja drottni sínum, ef ilækning þeirra lyti lögmáli hins frjálsa markaðshagkerfis um hámarksgróða). Það eru þessir þættir, sem gjörbreytt hafa eðli opinbera kerfisins. Gert það svo yfirgripsmikið og ómissandi. Um það bil helmingur þeirra, sem vinna hjá því opinbera hefur menntun yfir meðallagi, en aðeins 17% þeirra sem vinna hjá einkaaðilum. Störf sem unnin eru hjá ríkinu eiga sér mjög oft enga hliðstæðu annarsstaðar á vinnumarkaðn- um. Starfsmaðurinn er því mjög háður sinni vinnu og verður að mennta sig upp á nýtt (eða flýja land) ef hann missir hana. Það má segja Carl W. Franken starfar hjá einum fjölmennustu alþjóðasamtökum opinberra starfsmanna, sem hafa aðalstöðvar í London. 14 ASGARÐUR

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.