Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.09.1979, Blaðsíða 23

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.09.1979, Blaðsíða 23
Um kvöldið verður svo fjallað um ÁHRIF OPINBERRA AÐGERÐA Á AT- VINNULÍFIÐ. Verður efni þessu bæði gerð skil almennt svo og rakin áhrif ým- issa efnahagsaðgerða á atvinnulífið. Ætl- unin er að hafa að því loknu umræðu um verkefni þau, sem á dagskrá eru á þess- um fyrri hluta ráðstefnunnar. * * * Á laugardeginum verður svo fjallað um einstaka þætti atvinnulífsins. Um morg- uninn verða sérstaklega gerð grein fyrir LANDBÚNAÐI og IÐNAÐI. Umræður og fyrirspurnir verða jafnóðum. Eftir hádegi verður á sama hátt gerð grein fyrir VERSLUN OG VIÐSKIPTUM og loks rætt um FISKHAGFRÆÐI og MÁL- EFNI ÚTGERÐAR OG FISKVINNSLU. * * * Á sunnudeginum verða síðan bæði PANELUMRÆÐUR og ALMENNAR UM- RÆÐUR um atvinnulífið og einstaka þætti þess. Ráðstefnunni verður slitið síðdegis. Ekki er unnt að rekja nánar einstaka þætti, þar sem ekki hefur enn verið geng- ið frá, hverjir verða framsögumenn, en reynt verður að fá kunnuga aðila til þess að gera grein fyrir hverjum þætti fyrir sig. Pátttökufjöldinn verður að takmarkast af húsakynnum í Munaðarnesi, en þar komast um 50—60 manns. Þeir sem ætla að sækja ráðstefnuna eru beðnir að til- kynna það hið fyrsta til fræðslufulltrúa bandalagsins í síma 2 66 88, að Grettis- götu 89. ERINDI UM VERÐLAGSMÁL OG NEYIENDAMÁLETNI Georg Ólafsson, verðlagsstjóri mun flytja erindi í fundarsal BSRB, Grettis- götu 89, mánudaginn 22. okt. kl. 20.30. Erindi þetta var á dagskrá fræðslunefnd- ar í mars s.l., en féll þá niður vegna ann- arra verkefna, sem kölluðu að hjá banda- laginu. Að loknu erindinu verða fyrir- spurnir og almennar umræður. Meðal þess, sem væntanlega verður fjallað um í umræðunum eru upplýsingar þær, sem verðlagsstjóri hefur aflað um geysihátt innkaupsverð á innfluttri vöru. Sömuleiðis verðlagningarreglur hér á landi og einnig sérstaklega hlutverk laun- þegasamtaka í neytendaþjónustu og verða í því skyni mættir fulltrúar frá Neyt- endasamtökunum. Þá eru að taka gildi ný og umdeild lög um verðlag og frjálsa verslunarálagningu. Verðlagsmálin eru afar forvitnileg og einn mikilvægasti málaflokkurinn, sem snertir hag alls launafólks. (----------------------------------------------------------N Vísitöluhækkun 13,57% kaupgjaldshækkun aðeins 9,17% 1. september fengu launamenn greiddar verS- bætur á laun vegna verðlagshækkana á tíma- bilinu maí—ágúst 1979. Hækkun framfærsluvísitölu á þessu tímabili var 13.57%, en frádráttur var sem hér segir: Búvörufrádráttur (v/launaliðar bónda) 0,96% Frádráttur vegna hækkunar olíustyrks 0,81% Verðhækkun áfengis og tóbaks 0,81% Frádráttur v/viðskiptakjararýrnunar 1,36% Geymd áhrif viðskiptakjararýrnunar 0,46% Samtals 4,40% Launahækkunin 1. september s.l. varð því ekki nema 9,17% á sama tíma og verðbólgan geystist upp um 13,57%. BA. ÁSGARÐUR 23

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.