Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.09.1979, Blaðsíða 6
SAMNINGSROF OG
KAUPMÁTTARSKERÐING
Eins og lesendum er kunnugt
varð samningur sá* er gerður var
milli BSRB og fjármálaráðherra
og gilti frá 1. júlí 1977, ekki
langlífur. Ekki voru liðnir 3
mánuðir frá undirritun hans,
þegar stjórnvöld ákváðu að
skerða hann. Síðan 1978 hefur
samningurinn aldrei verið í gildi
að fullu.
En hvernig hafa þessi mál
þróast frá 1. júlí 1977? Línurit-
ið, sem fylgir þessari grein, á að
gefa okkur nokkra vísbendingu
um það.
Notað er vegið meðaltal, þ. e.
a. s. margfölduð upphæðin í
hverjum launaflokki með þeim
fjölda ríkisstarfsmanna, sem
fengu laun skv. þeim launaflokki
á árinu 1978, síðan deilt með
heildarfjölda ríkisstarfsmanna og
fást þannig út vegin meðallaun.
Bæði gildi samningsins og kaup-
100
90
1/9 1/1? 1/3 1/6 1/9 1/1? 1/3 1/6 l/o
197P 1970
mátturinn er miðað við aðstæð-
ur 1. júlí 1977 og hefur þá við-
miðunartöluna 100.
Skerðing á samningi
okkar
Ef við lítum fyrst á neðri lín-
una, þá óbrotnu, þá sýnir hún,
hve mikið vantar upp á, að
samningar okkar hafi í raun ver-
ið í gildi. Deilt er í launin, sem
greidd voru út hverju sinni með
þeim launum, sem hefðu verið
greidd. ef samningar hefðu ver-
ið í gildi.
Samningarnir voru í fullu
gildi í upphafi og því er sett
talan 100 bæði 1. júlí og 1. sept.,
en 1. mars grípur ríkisvaldið til
fyrstu skerðingarráðstafana,
þannig að þá eru launin aðeins
95.19% af því, sem þau hefðu
átt að vera. Enn sígur á ógæt'u-
hiiðina og 1. júní og 1. sept.
1978 eru hliðstæðar tölur komn-
ar niður í 91.70 og 91.69. T því
sambandi er rétt að geta þess, að
septemberaðgerðir núverandi
ríkisstjórnar koma ekki til fram-
kvæmda fyrr en 11. sept. 1978
og sjást því ekki áhrif þeirra fyrr
en 1. des., en þá hækkar hlut-
fallið upp í 92.08 og aftur upp
í 94.64 þann 1. mars 1979. Síðan
sígur enn á ógæfuhliðina þann-
ig að 1. júní 1979 eru launin að-
eins 90.62% af því, sem þau
hefðu átt að vera og nú 1. sept.
aðeins 87.85%.
6
ASGARÐUR