Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.09.1979, Blaðsíða 13
Bæjarfélög
Ýmis bæjarfélög hafa unnið
vel að þessum málum og verður
hér getið eins dæmis, þ. e. frá
Hafnarfirði.
Skipuð var í upphafi þriggja
manna nefnd sem hefur unnið
mjög markvisst að kynningu á
málefnum barna í bænum.
1. Margir fundir hafa verið
haldnir með fulltrúum ýmissa
nefnda, ráða, skóla, félaga-
samtaka o. fl. aðila.
2. íþróttafélögin og ýmis þessi
samtök hafa síðan haft margs-
konar framkvæmdir með
höndum.
3. Haldin var ráðstefna með full-
trúum félagasamtaka, nefnda,
ráða, skóla og bæjarfulltrúa
sem stóð í tvö kvöld.
Þar var lagður fram listi
með hugmyndum og valdar úr
nokkrar sem forgangsverkefni
til aðstoðar börnum í bænum.
4. Þá mun bæjarstjórn halda
fund tileinkaðan málefnum
barna.
Veitti hún nefndinni á fjár-
lögum 2 millj. kr. til sveltandi
og hrjáðra barna í þriðja heim-
inum og hefur nefndin lagt til
að veita þá upphæð til fram-
kvæmdar í Kenya sem heitir
Hreint vatn og er til að gera
vatnsbrunna.
5. Veitt var sérstök viðurkenn-
ing þeim húseigendum sem
skipulagt höfðu garð sinn með
tilliti til þarfa barna.
Hafa fleiri bæjarfélög tekið
upp þetta ágæta fordæmi.
6. Stefnt er síðan að því að skól-
arnir vinni að þessu verkefni
og nemendur — börnin sjálf
— geri grein fyrir skoðunum
sínum á ráðstefnu sem vænt- sömu aðilum og fyrri ráð-
anlega verður haldin með stefna.
Hvað get ég gert?
Sem svar við síðustu spurn-
ingunni stendur í bæklingnum
frá barnaársnefnd:
Líttu í kring um þig. Hlust-
aðu. Lærðu. Starfaðu. Hvers
þarfnast börnin í þínu umhverfi
mest? í bænum þínum? í sveit-
inni þinni? í öðrum löndum?
Hver eru aðal áhugamál þín?
Talaðu um aiþjóðaár barnsins
við vini þína og nágranna. Efndu
til umræðuhóps. Skrifaðu í blöð-
in. Reyndu að hafa áhrif á þá
menn, sem semja lög til verndar
börnum og réttindum þeirra.
Taktu þátt í fjáröflun til að búa
börnum betri skilyrði, bæði í
þínu eigin landi og í þróunar-
löndunum. Vertu þátttakandi.
Búum börnunum betri heim.
KHT
/--------------------------------------------------------------~N
Hér hafa aðeins verið nefnd nokkur dæmi af þeim
fjölmörgu sem unnið er að. Er þá t. d. ótalinn þátt-
ur fjölmiðla svo og ýmissa félaga um land allt.
■V_______________________________________________________________/
ASGARÐUR
13