Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.09.1979, Blaðsíða 16
C----------------------''
UTAN
ÚR
HEIMI
'V_____________________)
Lögbinding í Danmörku.
22. mars efndu samtök opinberra starfsmanna
til kröfugöngu í Kaupmannahöfn. 20. þús. manns
tóku þátt í göngunni, sem hófst við ráðhús Kaup-
mannahafnarborgar en lauk á torginu við Kristj-
ánsborgarhöll, og þar voru fluttar ræður af for-
ustumönnum FTF (heildarsamtök opinberra starfs-
manna í Danmörku).
Kröfugöngunni var beint gegn afskiptum ríkis-
stjórnarinnar, en hún flutti lagafrumvarp um
framlengingu kjarasamninga og sérstaka kjara-
skerðingu hjá opinberum starfsmönnum.
Viku áður, eða 15. mars gengust félög opin-
berra starfsmanna fyrir því að starfsmenn legðu
niður vinnu í þrjá tíma milli kl. 9—12, efndu þá
til funda m. a. á vinnustöðum. Þátttaka í þessu
var góð.
Lagafrumvarpið um framlengingu kjarasamn-
inganna var samþykkt með 88 atkvæðum gegn
65 en hjá sátu 21.
Verðlagsráð
Ný verðlagslög taka gildi 1.
nóv. Lög þessi um verðlag, sam-
keppnishömlur og óréttmæta
viðskiptahætti eru nr. 56 frá 16.
maí 1978, en framkvæmd þeirra
hafði verið frestað um skeið.
Einn fulltrúi af 9 í verðlags-
ráði er tilnefndur af BSRB, og
samþykkti bandalagsstjórnin að
tilnefna Einar Ólafsson, form.
SFR, til næstu 4 ára, og til vara
Harald Steinþórsson.
Jafnréttisráð
Samkvæmt 9. gr. laga nr. 78/
1976 um jafnrétti kvenna og
karla á BSRB að skipa einn
mann í Jafnréttisráð.
Áslaug Thorlacius, sem verið
hefur þar fulltrúi bandalagsins
óskaði eftir að láta af þeim
starfa. Bandalagsstjórn hefur nú
samþykkt að Gunnar Gunnars-
son, framkvæmdastjóri SFR,
verði aðalmaður til næstu 3ja
ára. Varamaður verður Ingibjörg
K. Jónsdóttir, forstöðukona.
Endurmenntun og skipulag
fullorðinsfrœðslu
Á vegum menntamálaráðu-
neytisins hefur verið sett á lagg-
irnar nefnd, sem fjalla skal um
endurmenntun og skipulag full-
orðinsfræðslu í þágu launafólks.
BSRB var gefinn kostur á að
tilnefna fulltrúa í nefnd þessa.
og var samþykkt að það yrði
Kristín H. Tryggvadóttir,
fræðslufulltrúi bandalagsins.
BSRB
16
ASGARÐUR