Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.09.1979, Blaðsíða 17

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.09.1979, Blaðsíða 17
ALÞINGI BÆTIR 3% SKERÐINGU: FÉLAGSLEG RÉTTINDl LÖGFEST Þegar Alþingi samþykkti á s.l. vetri að vísitölubætur skyldu 1. desember 1978 skerðast um 3% en í þess stað ættu að koma fé- lagslegar umbætur, sem metn- ar til kjarabóta væru sem þessu næmi. Þau sérstöku réttindamál opinberra starfsmanna, sem jafnframt var lofað, hafa samt ekki ennþá litið dagsins ljós eins og áður hefur verið frá skýrt í Ásgarði. Hins vegar hafa verið sett nokkur lög, sem veita ýmsu launafólki margvísleg réttindi, eins og lög um ríkisábyrgð á launum við gjaldþrot, lög um skipti á dánarbúum, sem tryggja kröfur launafólks vegna örorku og dánarbóta, lög um lögtak og fjárnám vegna greiðslna í or- Iofssjóði og iðgjaldagreiðslu í lífeyrissjóði og lög um orlof, sem tryggja greiðslu orlofsfjár á réttum tíma. Lög um 40 stunda vinnuviku, sem ákveða að næturvinna byrji strax að loknu dagvinnutímabili á föstudögum, breyta ekki samningum opinberra starfs- manna, þar sem við höfum að- eins eitt yfirvinnukaup, en hins vegar gæti það leitt til breytingar á prósentutölu fyrir yfirvinnu- kaup í næstu samningum okkar. Uppsagnarfrestir og laun vegna slysaforfalla. Lög um réttindi verkafólks til uppsagnarfrests á störfum og til launa vegna sjúkdóms og slysa- forfalla geta snert einhverja í þjónustu ríkisins, sérstaklega, ef um er að ræða nýráðningar eða færslu milli starfa. Einnig fela þau í sér ákvæði, sem eru að hluta til betri heldur en kveðið er á um í lögum um réttindi og skyldur, ef fólk forfallast eða lendir í slysum vegna vinnu. Þar sem einhverjir gætu átt betri rétt samkvæmt þessum nýju lögum, vill Ásgarður birta nokkrar greinar úr þeim. 1- gr- Nú hefur verkafólk unnið eitt ár samfellt hjá aðilum, sem fást við at- vinnurekstur innan sömu starfsgrein- ar og ber því þá eins mánaðar upp- sagnarfrestur frá störfum, enda hafi uppsögn frá fyrri atvinnurekendum borið að með löglegum hætti. Verkafólki, sem ráðið hefur verið hjá sama atvinnurekanda í þrjú ár samfleytt, ber 2ja mánaða uppsagnar- frestur. Eftir 5 ára samfellda ráðningu hjá sama atvinnurekanda, ber verkafóiki 3ja mánaða uppsagnarfrestur. Verkafólk telst hafa unnið innan atvinnugreinar eða verið ráðið hjá atvinnurekanda í eitt ár, ef það hef- ur unnið samtals a. m. k. 1550 stund- ir á síðustu 12 mánuðum, þar af a. m. k. 130 stundir síðasta mánuðinn 'klukkustundum teljast í þessu sam- fyrir uppsögn. Jafngildar unnum bandi fjarvistir vegna veikinda, slysa eða orlofs, verkfalla og verkbanna allt að 8 klst. fyrir hvern fjarvistar- dag. Hins vegar teljast álags- og ákvæðisgreiðslur eða aðrar þess hátt- ar greiðslur ekki jafngildi unninna vinnustunda. Launþega, sem rétt á til upp- sagnarfrests samkv. þessari grein, skal skylt að tilkynna með sama fyrir- vara, ef hann óskar að hætta störf- um hjá atvinnurekanda sínurn. Uppsögn skal vera skrifleg og mið- ast við mánaðarmót. 4. gr. Allt verkafólk, sem forfallast frá vinnu vegna slysa við vinnuna, á beinni leið til eða frá vinnu, eða vegna atvinnusjúkdóma, sem orsak- ast af henni, skal fá greidd laun fyrir dagvinnu í allt að 3 mánuði sam- kvæmt þeim taxta, sem viðkomandi tók laun eftir, enda sé unnið hjá að- ila, sem fæst við atvinnurekstur í viðkomandi starfsgrein. 5. gr. Allt fastráðið verkafólk, sem ráðið hefur verið hjá sama atvinnurekanda í 1 ár samfellt, skal, er það forfall- ast frá vinnu vegna sjúkdóma eða slysa, eigi missa neins í af launum sínum í hverju sem þau eru greidd, í einn mánuð. Hafi slíkt starfsfólk verið ráðið hjá sama atvinnurekanda í 3 ár samfellt, skal það, auk þess sem í 1. mgr. segir, halda daglaunum sínum í einn mánuð, en í tvo mánuði eftir 5 ára samfellda ráðningu hjá sama atvinnurekanda. Auk þeirra réttinda, sem fastráðið verkafólk nýtur samkv. 1. og 2. mgr. skal það, ef forföll stafa af vinnu- slysi eða atvinnusjúkdómi, halda dag- vinnulaunum í allt að 3 mánuði eins og í 4. grein segir. 6. gr. Á fyrsta starfsári hjá sama atvinnu- rekanda skal verkafólk eigi missa neins í af launum í hverju sem þau eru greidd í tvo daga fyrir hvern unninn mánuð í veikinda- og slysa- tilfellum, auk réttar til dagvinnu- launa skv. 4. gr. ASGARÐUR 17

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.