Fréttablaðið - 09.10.2021, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 09.10.2021, Blaðsíða 2
MINNINGARSTUND adalheidur@frettabladid.is STJÓRNMÁL Nýtt innviðaráðuneyti er líklega að verða að veruleika sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins. Hugmyndin hefur verið rædd frá í sumar og hefur hún verið nokkuð ítarlega rædd meðal formanna stjórnarflokkanna. Hið nýja ráðuneyti hefur, frá því viðræður hófust, verið hugsað sem sigurlaun Framsóknarf lokksins. Mun formaður flokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, að óbreyttu stýra því. Hins vegar fara áhyggjur vax- andi af því að hugmyndin sé að vinda um of upp á sig og nýja ráðu- neytið stefni í að verða fullstórt fyrir smekk hinna stjórnarflokkanna. Sem stendur er rætt um að auk málefna sveitarfélaganna og sam- göngumála fari öll húsnæðis-, skipulags- og landnýtingarmál í ráðuneytið auk veigamikilla mála- flokka á sviði orkumála og iðnaðar. Meðal ráðuneyta sem misst gætu mál til ráðuneytis yrðu, auk sam- gönguráðuneytisins, félagsmála- ráðuneytið, umhverfisráðuneytið, iðnaðarráðuneytið og forsætisráðu- neytið. n Ofurráðuneyti veldur áhyggjum Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Fram- sóknarflokksins Ræktar októberstjörnur  Birgir Steinn Birgisson hjá Garðyrkjustöðinni Ficus í Hveragerði sinnir októberstjörnum sem hann ræktaði í tilefni af Bleikum október. Rennur hluti söluágóð- ans til styrktar Bleiku slaufunni. Birgir segir mikla ásókn í blómin en hann ræktaði þau fyrst í fyrra og átti ekki von á svo góðum viðtökum og raun bar vitni. Hann ræktar sjö liti af jólastjörnum og er uppskeran þetta árið tuttugu þúsund blóm. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Efling segir að ef Icelandair verði dæmt brotlegt í Félags- dómi muni stærri fjárfestar þurfa að selja bréf sín vegna samfélagsábyrgðar. Flug- freyjur og flugmenn fordæma uppsögn hlaðkonu og vilja að hún verði afturkölluð. bth@frettabladid.is VINNURÉTTUR Viðar Þorsteinsson hjá Eflingu – stéttarfélagi segir að helstu hluthafar í Icelandair hljóti að standa frammi fyrir áleitnum spurningum vegna uppsagnar trúnaðarmanns hlaðmanna á Reykjavíkurflugvelli, Ólafar Helgu Adolfsdóttur. Fjárfestar séu bundnir af skuldbindingum um samfélags- ábyrgð sem þeir hafi sjálfir gefið út. „Við höfum lagst í skoðun á þessu og það er ljóst að allir stærstu fjár- festar Icelandair eru bundnir af við- miðum um samfélagslega ábyrgar fjárfestingar. Það á bæði við Bain Capital, stærsta eigandann, sem og lífeyrissjóðina og Arion banka sem eiga stærstu hlutina í Icelandair hér innanlands,“ segir Viðar. Að sögn Viðars gæti brot af þeirri alvarleikagráðu sem hann segir verið að fremja á Ólöfu virkjað ákvæði í reglum um ábyrgar fjár- festingar. „Það er í kortunum að þessir hlut- hafar gætu þurft að selja hlut sinn í Icelandair ef fyrirtækið verður dæmt brotlegt í Félagsdómi, sem er nánast öruggt,“ segir Viðar. Sem dæmi segir í stefnu um ábyrgar fjárfestingar hjá lífeyris- sjóðnum Gildi að tengist fyrirtæki skráð á innlendan markað broti á sviði umhverfismála og félagslegra málefna sé markmið sjóðsins að beita sér sem eigandi fyrir því að látið verði af því broti. „Ef slíkar aðgerðir bera ekki full- nægjandi árangur mun sjóðurinn taka til skoðunar sölu viðkomandi eignarhlutar í heild eða að hluta,“ segir hjá Gildi. Viðar fullyrðir að ólögleg upp- sögn trúnaðarmanns myndi aug- ljóslega alltaf falla undir „brot á sviði félagslegra málefna“ í skilningi stefnu Gildis. Sams konar klausur séu í stefnum annarra lífeyrissjóða sem eiga hluti í Icelandair, til dæmis Brúar lífeyrissjóðs og LSR. Flugfreyjur  í Flugfreyjufélagi Íslands (FFÍ)  og Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) bættust í gær í hóp þeirra sem styðja Eflingu í að uppsögn Ólafar verði afturkölluð. Áður höfðu f lugvirkjar ályktað um sama mál. „Með þessari framgöngu telur FFÍ að Icelandair sé að gera alvarlega atlögu að uppsagnarvernd trúnað- armanna á vinnustöðum,“ segir í yfirlýsingu flugfreyja og flugmenn eru ekki síður harðorðir og lýsa full- um stuðningi við Eflingu í málinu. „FÍA fordæmir því þessar aðgerðir Icelandair, sem jafnframt eru studd- ar af SA [Samtökum atvinnulífsins] og skorar um leið á Icelandair að draga uppsögnina til baka,“ segir í yfirlýsingu flugmannanna. Fréttablaðið sendi Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, fyrir- spurn í þremur liðum en fékk ekki svör. Upplýsingafulltrúi Icelandair segir í skriflegu svari að félagið hafi engu að bæta við yfirlýsingu sem send var Fréttablaðinu í vikunni. Þar var harmað að málið hefði farið í fjölmiðla og sagt að vafi léki á að Ólöf hefði verið trúnaðarmaður er henni var sagt upp. n Uppsögn Ólafar geti breytt hluthafahópi Icelandair Viðar Þorsteins- son hjá Eflingu Uppsögn Ólafar Helgu Adolfsdóttur er sögð geta haft óvænt áhrif. MYND/AÐSEND Endurnýjað landslið Íslands lék við Armena í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI hjorvaro@frettabladid.is FÓTBOLTI Ísak Bergmann Jóhann- esson skoraði mark íslenska karla- landsliðsins í fótbolta þegar Ísland gerði 1-1 jafntef li við Armeníu í undankeppni HM 2022 á Laugar- dalsvellinum í gær. Ísak, sem kom inn á sem vara- maður í hálfleik, er yngsti marka- skorari í sögu íslenska landsliðsins, 18 ára gamall. Ísland mætir Liechtenstein í næstu umferð undankeppninnar. Þar leiða saman hesta sína tvö neðstu lið riðilsins. n Ísak Bergmann tryggði Íslandi stig 2 Fréttir 9. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.