Fréttablaðið - 09.10.2021, Side 6
Kópavogsbær og Akureyrar-
bær eru meðal þeirra sveitar-
félaga sem ekki hafa lokið
jafnlaunavottun, sem átti
að klára fyrir tveimur árum
síðan. Framkvæmdastjóri
Jafnréttisstofu segir að tími
fresta sé liðinn.
kristinnhaukur@frettabladid.is
STJÓRNSÝSLA Sextán sveitarfélög
sem ekki hafa fengið jafnlauna-
vottun eiga það á hættu að verða
beitt dagsektum um áramót. Hafa
þau trassað að klára ferlið sem þau
áttu að ljúka fyrir tveimur árum
síðan. Bæði Jafnréttisstofa og for-
sætisráðuneytið hafa þrýst á Sam-
band íslenskra sveitarfélaga að
ljúka málinu.
„Jafnréttisstofa hefur heimildir
til þess að beita dagsektum og mun
gera það ef þetta gengur ekki. Við
erum hins vegar meðvituð um að
við þurfum að gæta meðalhófs
þegar kemur að íþyngjandi ákvörð-
unum,“ segir Katrín Björg Ríkarðs-
dóttir, framkvæmdastjóri Jafn-
réttisstofu. „Um áramótin skoðum
við alvarlega hver staðan er með til-
liti til hvort dagsektarheimildinni
verði beitt.“
Umrædd sveitarfélög eru af öllum
stærðum og gerðum, víðs vegar á
landinu. Þar á meðal tvö af þeim
fjölmennari, Kópavogsbær og Akur-
eyrarbær. En Jafnréttisstofa er ein-
mitt staðsett á Akureyri. Einnig má
nefna Stykkishólmsbæ, Snæfellsbæ,
Rangárþing ytra og eystra, Blöndu-
ósbæ og Bolungarvíkurkaupstað.
„Sveitarfélögin eiga að ganga
fram með góðu fordæmi,“ segir
Katrín. Til að mynda vegna þeirra
fyrirtækja sem starfa innan þeirra
og þurfa að lúta löggjöfinni. 38
sveitarfélög hafa fengið jafnlauna-
vottun.
Jafnréttisstofa er ekki inni í ferl-
inu hjá hverju og einu sveitarfélagi
en fylgist með því hvort þau séu að
vinna að því að fá vottun. Meðal
annars hvort þau hafi gert samn-
inga við vottunaraðila.
Bæði Akureyrarbær og Kópavogs-
bær hafa gert slíka samninga. Full-
trúar Kópavogs segjast ætla að klára
málið á haustdögum en Akureyrar
fyrir áramót.
„Vegna ófyrirsjáanlegra áhrifa
faraldursins höfum við gefið tíma-
frest. En nú er þessi tími liðinn sem
ætla má að faraldurinn hafi haft
truflandi áhrif á ferlið og við viljum
að sveitarfélögin spýti í lófana,“
segir Katrín. „Í upphafi óttuðumst
við að lítil sveitarfélög ættu erfiðara
með þetta en það er ekki raunin.“
Hafa beri þó í huga að ekki öll
sveitarfélög falli undir löggjöfina,
aðeins þau sem hafi 25 starfs-
menn eða f leiri. Eru því þau 18
fámennustu, eins og Árneshreppur
á Ströndum og Tjörneshreppur í
Þingeyjarsýslum, undanþegin.
Katrín segir engin dæmi um að
sveitarfélög einfaldlega neiti að
framfylgja lögunum eða sinni því
ekkert að útvega vottunina. Þau séu
hins vegar mislangt komin í ferlinu
og henni finnst ganga óþarf lega
hægt hjá sumum þeirra. ■
Sextán sveitarfélög í hættu á að verða
sektuð vegna jafnlaunavottunar
Jafnlauna-
vottun sveitar-
félaganna átti
að vera lokið
árið 2019. Nú
telur Jafnréttis-
stofa að frestir
sem veittir voru,
meðal annars
vegna faraldurs-
ins, séu orðnir
nógu langir.
Katrín Björg
Ríkarðsdóttir,
framkvæmda-
stjóri Jafnréttis-
stofu
Sveitarfélög sem ekki hafa fengið jafnlaunavottun
Akureyrarbær
Blönduósbær
Bolungarvíkurkaupstaður
Grundarfjarðarbær
Húnaþing vestra
Kópavogsbær
Langanesbyggð
Rangárþing eystra
Rangárþing ytra
Reykhólahreppur
Skaftárhreppur
Snæfellsbær
Strandabyggð
Stykkishólmsbær
Sveitarfélagið Skagaströnd
Þingeyjarsveit
Á námskeið
Endurmenntunar
eru allir velkomnir!
Kynntu þér málið á endurmenntun.is
Hvað langar þig að læra?
Úrval stað- og fjarnámskeiða verða á dagskrá hjá
ENDURMENNTUN í haust þar sem flestir ættu að
geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
bth@frettabladid.is
LÍFEYRISMÁL „Þetta er eins og með
gamla fólkið sem er svipt fjárræði
og sjálfræði,“ segir Inga Sæland,
oddviti Flokks fólksins, um mál
Jóhannesar Sigurjónssonar blaða-
manns.
Jóhannes á að óbreyttu yfir höfði
sér að missa ellilífeyri frá Trygg-
ingastofnun, megintekjur sínar, þar
sem hann hefur dvalið meira en 180
daga á spítala. Fréttablaðið fjallaði
um mál hans í gær.
Reglurnar um þetta eru óréttlátar
að sögn Stefáns Ólafssonar, sérfræð-
ings í lífeyrismálum. Ef Jóhannes
væri efnameiri yrði hann ekki fyrir
skerðingu ráðstöfunartekna, sem
stangast á við sjúkratryggingarétt.
Inga segir að það sé ekki eins og
að fólk á spítala þurfi ekki að halda
áfram að greiða sín gjöld þótt það
liggi á spítala. Þarna virðist henni
sem atlaga sé gerð að sjálfræði
Jóhannesar. „Allt í einu á að taka af
honum afkomuna af því að hann er
veikur á sjúkrahúsi,“ segir Inga.
Málið sé eitt dæmi af mörgum
sem sanni að skera þurfi almanna-
tryggingakerfið upp samanber
fjölda frumvarpa sem hún hafi lagt
fram, en aðeins brot gengið eftir. ■
Atlaga að fjárræði
eldri borgara
Inga Sæland fordæmir reglur sem
svipta fólk afkomu á stofnunum.
FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
gar@frettabladid.is
STJÓRNSÝSLA „Eftir að lokatölur
eru tilkynntar að morgni 26. sept-
ember hófst atburðarás sem á sér
enga stoð í lögum,“ segir í kæru
Karls Gauta Hjaltasonar til Alþingis
vegna endurtalningar atkvæða í
Norðvesturkjördæmi.
Karl Gauti segir í kæru sinni að
formaður yfirkjörstjórnar í Norð-
vesturkjördæmi hafi ákveðið „upp
á eigin spýtur, án kröfu frá nokkr-
um bærum aðila og án nokkurrar
lagaheimildar“ að telja atkvæðin
aftur. Hann gagnrýnir atburða-
rásina harðlega.
„Getur sú lögleysa sem staðfest
er að átti sér stað ekki ákvarðað
niðu rstöðu alþing iskosninga.
Aðbúnaður kjörgagna var ekki í
neinu samræmi við það sem lög
bjóða,“ segir í kærunni. Lög hafi
verið brotin í fjölmörgum mikil-
vægum þáttum og útilokað að það
sem fram hafi farið geti verið lagt
Segir kjörstjórnarmann hafa verið einan með atkvæðaseðlum
Karl Gauti
Hjaltason var
formaður yfir-
kjörstjórnar á
Suðurlandi í
20 ár.
til grundvallar niðurstöðu í lýð-
ræðislegum kosningum.
„Geðþóttaákvarðanir við slíkar
aðstæður eiga sér enga lagastoð,“
segir í kæru Karls sem krefst þess að
Alþingi Íslendinga ákveði að loka-
tölur eins og þær voru tilkynntar
með formlegum hætti að morgni
26. september 2021 séu hinar einu
réttu og marktæku.
„Eftir að talningu lauk um morg-
uninn og lokatölur voru lesnar upp
var fundi yfirkjörstjórnar frestað
til kl. 13.00. Samt sem áður er nú
ljóst að formaður yfirkjörstjórnar
mætti rúmum klukkutíma áður
(klukkan 11.46) og var þá einn
innan um óinnsigluð kjörgögnin í
nánast hálfa klukkustund, sem er
í beinni andstöðu við skýr ákvæði
kosningalaga,“ segir meðal annars
í kæru Karls Gauta þar sem ítarlega
er farið yfir fjölmarga aðra agnúa
sem þingmaðurinn fyrrverandi
telur hafa verið á endurtalning-
unni. ■
6 Fréttir 9. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ