Fréttablaðið - 09.10.2021, Page 17
Hver leikur sem Irving
missir af vegna sam-
komutakmarkana
óbólusettra kostar
hann um fimmtíu
milljónir íslenskra
króna.
Ísland hefur ekki
sent þátttakendur til
keppni í öðru en skíða-
göngu og alpagreinum
frá 1960.
Prófaðu nýju ostana frá Ostakjallaranum.
Sælkeraostar gerðir í takmörkuðu magni.
kristinnpall@frettabladid.is
KÖRFUBOLTI Það er engan bilbug að
finna á Kyrie Irving þegar kemur
að því að hafna bólusetningu við
Covid-19 en stjörnubakvörðurinn
var skráður á meiðslalista Brook-
lyn Nets í aðdraganda æfingarleiks
Brooklyn Nets gegn Milwaukee
Bucks aðfaranótt laugardags. Irv-
ing er hvorki heimilt að taka þátt
í leikjum né æfingum Nets fyrr en
hann þiggur bólusetningu sam-
kvæmt reglum New York-fylkis en
Irving virðist ætla að standa á sínu.
Nets er óheimilt að nefna hvaða
leikmenn hafa þegið eða hafnað
bólusetningu og var því ekki ástæða
gefin fyrir fjarveru Irvings sem
fylgdist með úr stúkunni í fyrsta
æfingarleik vetrarins á dögunum.
Tímabil Brooklyn hefst eftir tíu
daga þegar Nets heimsækir ríkjandi
meistara Milwaukee Bucks. Irving
hefur sjö sinnum verið valinn í
stjörnuliðið á tíu ára ferli í NBA-
deildinni og unnið einn meistara-
titil.
Nokkrir leikmenn NBA-deildar-
innar hafa reynt að komast undan
því að þiggja bóluefni á undan-
förnum vikum. Hafnaði deildin
meðal annars beiðni frá Andrew
Wiggins, leikmanni Golden State
Warriors, um að fá undanþágu frá
bólusetningu vegna trúar sinnar.
Wiggins og f leiri hafa gefið eftir
enda eru ríkisstjórar í Kaliforníu og
New York búnir að setja kröfu um
bólusetningu áður en einstaklingar
fara inn í hallir líkt og leikir í NBA-
deildinni fara fram í.
Fjarvera Irvings í gær kostaði
hann 381 þúsund dollara, um fimm-
tíu milljónir íslenskra króna, sem
nær til allra heimaleikja Brooklyn
og allra leikja liðsins í Kaliforníu-
ríki. Mun hann því verða af að
minnsta kosti sextán milljónum
dollara ef hann verður áfram í liði
Brooklyn og hafnar bólusetningu. n
Kyrie fórnar milljónum
Kyrie Irving fylgdist með liðsfélögum sínum af hliðarlínunni á dögunum
þegar hann mátti koma inn í höllina í Los Angeles. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
kristinnpall@frettabladid.is
SNJÓBRETTI Það kemur í ljós á næstu
vikum hvort Ísland sendir þátttak-
endur til keppni á snjóbrettum á
Vetrarólympíuleikunum í Peking.
Fram undan er heimsbikarmót í
snjóbrettum þar sem Íslendingarnir
sem eru með augastað á Ólympíu-
leikunum þurfa að ná góðum úrslit-
um til að klífa upp stigalistann í von
um að tryggja sér þátttökurétt á ÓL.
Íþrótta- og Ólympíusamband
Íslands, ÍSÍ, er búið að staðfesta að
fjórir einstaklingar fari fyrir Íslands
hönd til Peking, tveir í skíðagöngu
og tveir í alpagreinum og standa
vonir til þess að fimmti einstakling-
urinn bætist við hópinn. Það hefur
engum Íslendingi tekist að komast
inn á Vetrarólympíuleikana í snjó-
brettum hingað til.
„Heiðarlega svarið er að það þurfi
allt að smella til þess að við komum
keppendum inn. Þetta er ekki eins
og í öðrum greinum því það eru
aðeins 32 bestu á heimsvísu sem
komast inn að keppa hverju sinni.
Strákarnir sem eiga möguleika á
þessu eru á leiðinni á heimsbikar-
mót á næstunni þar sem góður
árangur getur komið þeim inn á
Ólympíuleikana,“ segir Friðbjörn
Benediktsson, formaður snjóbretta-
nefndar Skíðasambands Íslands,
aðspurður hvort Ísland komi til með
að vera með fulltrúa í snjóbrettum
í febrúar.
„Það er hins vegar takmarkað
hversu margir mega koma frá hverju
landi, svo að það er möguleiki til
staðar. Ef þeir komast einhvers
staðar nálægt 50.-60. sæti á heims-
listanum þá eiga þeir möguleika á
að komast inn á Ólympíuleikana,“
segir Benedikt enn fremur, aðspurð-
ur hvað þurfi til þess.
Hann telur raunhæft að miða í
það minnsta á að Ísland sendi þátt-
takanda til leiks á Vetrarólympíu-
leikana í Mílanó 2026.
„Það er markmiðið að komast
þangað, það er alveg klárt.“ n
Geta náð sæti á ÓL á
heimsbikarmótinu
LAUGARDAGUR 9. október 2021 Íþróttir 17