Fréttablaðið - 09.10.2021, Blaðsíða 20
Ég sá mann
sem var
ekki úr
þessum
heimi og
eins og
algengt er
hjá fólki
sem sér, þá
var fyrsta
tilfinn-
ingin mín
ónot.
Anna Birta Lionaraki segir
framliðið fólk hafa birst sér
frá unglingsaldri en eiginleik-
ann kallar hún hyperskynjun.
Hún miðlar nú skynjun sinni
til annarra og heldur opinn
miðilsfund í Hannesarholti
undir lok mánaðar.
Ég er ein af mörgum með hyperskynjun, mín von er að með árunum verði f leiri rannsóknir á fólki með svona eiginleika hér
á landi, því margir eru næmir á
Íslandi og við erum öll svo tengd,“
segir Anna Birta. Hún vill meina
að hyperskynjun sé í genunum og
hljóti því að vera einhvers konar
stökkbreyting.
Anna Birta er fædd á Íslandi en
alin upp að mestu í Grikklandi.
Hún er skráð sem Tryggvadóttir
en hefur valið sér að nota eftirnafn
stjúpföður síns, hið gríska eftir-
nafn Lionaraki. Tengsl Önnu Birtu
við Grikkland eru sterk og í snotru
húsi í Ölfusi þar sem hún býr ásamt
átta ára dóttur sinni hljóma oftar en
ekki grískar útvarpsrásir.
„Blóðfaðir minn lést áður en ég
fæddist. Mamma var í framhaldi
kölluð á fund læknamiðils í sveit-
inni vegna skyndilegs fráfallsins,
Einars á Einarsstöðum, sem þá til-
kynnti henni að hún væri barns-
hafandi og hughreysti hana.“ Það
reyndist rétt og Anna Birta kom
inn í líf móður sinnar níu mánuð-
um eftir andlát föður síns. „Þetta er
sem sagt mín dramatíska innkoma
í þetta líf,“ segir Anna Birta einlæg.
Rætur í Grikklandi
Þegar Anna Birta svo var komin í
heiminn hélt móðir hennar í hótel-
stjórnunarnám til Bretlands þar
sem hún kynntist grískum manni,
Antonis Lionaraki, sem gekk Önnu
Birtu í föðurstað.
„Þau gifta sig í Bretlandi og við
flytjum í framhaldi til Grikklands
þar sem ég er alin upp frá þriggja
til átta ára aldurs. Í Grikklandi á ég
stóra fjölskyldu og fer þangað oft á
ári.“
Þegar móðir hennar og stjúpfaðir
skildu fluttu mæðgurnar til Íslands
og svo aftur til Bretlands þegar
Anna Birta var 12 ára. Mennta-
skólanum lauk hún svo á Ísafirði og
þaðan lá leiðin svo aftur til Grikk-
lands.
Ofurnæmni í menntaskóla
Það var á menntaskólaárunum sem
ofurnæmni, eða hyperskynjun eins
og hún kallar það, Önnu Birtu fór að
láta á sér kræla. „Ég trúi því svo inni-
lega að þetta tengist hormónum að
einhverju leyti, það er eitthvað sem
mig langar að finna út úr áður en
ég dey. Ég held að ég hafi alltaf haft
þessa eiginleika en þetta verður
fyrir ferðarmikið á unglingsár-
unum,“ segir hún.
„Ég sá mann sem var ekki úr þess-
um heimi og eins og algengt er hjá
fólki sem sér, þá var fyrsta tilfinn-
ingin mín ónot.“
Anna Birta bendir á að enginn
sjái eins. „Mín skynjun er eins konar
þrívídd, vinstra megin á hlið, þar
kemur einhvers konar opnun þar
sem ég sé fólk eða heyri en helsta
upplifun mín er að sjá í munninum
myndbönd og skynja eins og ég sjái
í gegnum lykt. Þarna í þessu tilviki
var hann pínu hálfgegnsær og mér
fannst þetta mjög óspennandi á
allan hátt og hafði engan húmor
fyrir þessu,“ segir hún í léttum tón.
Aðspurð hvort hún hafi verið
hrædd svarar Anna Birta játandi og
bætir við: „Svo var ég bara unglingur
og að spá í allt öðrum hlutum.“
Maðurinn birtist Önnu aðallega
í einu rými á heimili hennar og
síðar kom í ljós að einmitt í þessu
rými hafði maður svipt sig lífi. „Ef
hjúpurinn okkar er ekki tilbúinn
eða stilltur á þann hátt að geta
niðurhalað þessum upplýsingum
þá náttúrlega verður maður bara
skelfingu lostinn.“
Eftir menntaskóla fór Anna Birta
Allt í lagi ef fólk skilur þetta ekki
Það tók Önnu
Birtu tíma að
taka skyggni-
gáfu sína í sátt
en það tókst
henni með hjálp
annars miðils,
Bíbíar Ólafs-
dóttur.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
til Grikklands, nánar tiltekið til
Aþenu, að læra leiklist. „Ég var lán-
söm að fá aðalhlutverk í leikhúsi
ári fyrir útskrift. Svo ég upplifði
drauminn minn um að verða leik-
kona,“ segir hún.
Lokaðist fyrir skynjunina
Þegar Anna Birta verður ófrísk að
dóttur sinni lokast skyndilega fyrir
hyperskynjunina. „Það stórkostlega
gerist þá að það er eins og skrúfað
sé fyrir alla skynjun,“ segir hún
og kannast við svipaðar sögur frá
öðrum konum, að skynjunin hafi
eflst eða minnkað, jafnvel horfið á
meðgöngu.
„Ég var ofboðslega sæl með þetta
og fæddi árið 2013 inn í þennan
heim mína dásamlegu dóttur,
sem er mér allt. Tíu dögum eftir
fæðinguna heyri ég hljóð eins og í
hurð skella en fann að það var ekki
úr þessum heimi og þá vissi ég að
þetta væri komið aftur,“ lýsir Anna
Birta og segist hafa fundið ískulda
hríslast um sig. „Í framhaldi kom
skynjunin margföld til baka. Þess
vegna hef ég oft velt því fyrir mér
hvort þetta sé ekki að einhverju
leyti hormónatengt.“
Anna Birta segist hafa orðið fyrir
upplifun f ljótlega eftir barnsburð
sem ergði hana. „Ég leitaði þá til
Bíbíar Ólafsdóttur miðils í von um
að hún gæti lokað fyrir þetta. Hún
sagði bara: Ég skil þig – en það er
ekki hægt. Svo bætti hún við: Enda
ertu arftakinn minn,“ segir Anna
Birta. „Hún sagðist þó geta kennt
mér betur að stilla þetta af.“ Anna
Birta sótti svo fundi hjá Bíbí og
f leirum í Sálarrannsóknafélaginu
um tíma.
Óhefðbundnar upplýsingar
„Þegar leið á veturinn sá ég betur að
hlutirnir sem mér voru sýndir gerð-
Björk
Eiðsdóttir
bjork
@frettabladid.is
ust. Í kjölfar leiðbeininga Bíbíar fór
ég að æfa þennan vöðva og byrjaði
að taka þetta í sátt.“
Í kjölfar þess fóru Önnu Birtu að
berast fyrirspurnir um lestur.
„Ég ákvað því að gera minn fyrsta
lestur og hef nú starfað við þetta í
átta ár.“ Aðspurð segist Anna Birta
kalla sig miðil enda sé það hreint
orð og nái ágætlega utan um starf
hennar. „Maður fær einfaldlega
óhefðbundnar upplýsingar á óhefð-
bundinn máta, sem maður reynir að
miðla til fólks þegar það kemur til
manns.“
Anna Birta segist vera ein af
mörgum með hyperskynjun en
hennar von sé að með árunum verði
gerðar fleiri rannsóknir á fólki með
þennan eiginleika.
„Ef hægt væri að kortleggja á
líkamlegan máta hvað veldur
þessu næmi, þá hver veit, yrði
þetta kannski viðurkennt? Heil-
20 Helgin 9. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ