Fréttablaðið - 09.10.2021, Qupperneq 64
Að meðal-
tali drekk-
ur nýfætt
barn ellefu
sinnum á
sólarhring.
Það er frá
sex upp í
25 sinnum.
Júlíanna
Magnúsdóttir
Rúmur fimmtungur barna
sem fæðist á Íslandi er ein
göngu á brjósti til sex mánaða
aldurs. En það er ekki sjálf
gefið að geta gefið brjóst og
það er ekki sjálfgefið að það
sé án vandræða. Brjóstagjafa
ráðgafar kalla eftir skýrari
stefnu og markmiðum.
Þær Hu ld a Sig u rl í na Þórðardóttir, Júlíanna Magnúsdóttir, Ingibjörg Eiríksdóttir og Hildur Ármannsdóttir eru allar
brjóstagjafaráðgjafar og sitja í stjórn
Félags brjóstagjafaráðgjafa.
Þær segja að það sé ljóst að ef við
halda eigi háu hlutfalli kvenna sem
gefa brjóst, þurfi skýra stefnu og
aukinn stuðning frá yfirvöldum.
Nýverið var reglugerð breytt sem
gerir konum kleift að fá aðstoð
brjóstagjafaráðgjafa sér að kostn
aðarlausu þar til barnið er sex
mánaða. Áður voru það þrjár vikur
og vitjanir aðeins tvær.
„Við getum sett okkur mark
mið um hlutfall kvenna sem eru
eingöngu með börn á brjósti til
sex mánaða og markmið um hlut
fall kvenna sem eru með börnin
á brjósti til eins árs aldurs. Það er
mælt með tveimur árum og það
væri frábært að stefna að því.“
Þær segja að það myndi hjálpa
mikið ef það væri fjármagn eyrna
merkt brjóstagjöf, brjóstagjafaráð
gjöfum á heilsugæslum og öðrum
heilbrigðisstofnunum.
Brjóstagjafaþekking í barnæsku
Hulda Sigurlína bendir á að brjósta
gjafaþekking sé í barnæsku.
„Líffærafræðin var uppgötvuð
2007.“
„Þetta er ung fræðigrein. Fyrsta
brjóstagjafaprófið á alheimsvísu var
tekið árið 1985. Það hefur fjölgað í
stéttinni, en ekkert mjög hratt,“ segir
Ingibjörg og að það séu fleiri stéttir
en ljósmæður sem hafa bætt þessari
þekkingu við sig. Eins og læknar,
talmeinafræðingar, hjúkrunarfræð
ingar og næringarfræðingar.
„Það er aðeins nýlega búið að
greina hvernig tungan hreyfist
þegar barnið er á brjósti. Þegar það
er eðlilegt sog og hvernig hún hreyf
ist öðruvísi á pela og hvernig hún
hreyfist þegar það er tunguhaft til
staðar eða einhvers konar sogvilla,“
segir Júlíanna.
Þó að umræða hafi verið frekar
takmörkuð í gegnum árin um
brjóstagjöf og þau vandamál sem
henni geta fylgt eru þær sammála
um að það séu einhverjar breytingar
í loftinu hvað það varðar.
Ingibjörg er sú reynslumesta af
þeim og hefur verið með brjósta
gjafanámskeið f y rir verðandi
mæður frá því árið 2014.
„Þá voru stundum tvær konur á
námskeiði, kannski fjórar. En núna
mæta mjög margar. Það hefur orðið
vitundarvakning hjá mæðrum. Ég
held að ef að konur fara á námskeið,
og vita nokkurn veginn við hverju
þær eiga að búast, þá eru þær til
búnar að takast á við það sem koma
skal þegar þær eru komnar í aðstæð
urnar, og að leysa ýmis grunn
vandamál,“ segir Ingibjörg.
„Já, þá eru þær líka duglegri að
kalla eftir aðstoð. Það er algengur
misskilningur að þetta eigi að vera
sárt. En það er oft sagt við konur
og þær samþykkja það því þær eru
búnar að fara í gegnum svo mikinn
sársauka. En það er ekkert eðlilegt
við það,“ segir Hulda Sigurlína.
Gleyma að hugsa um
„Það er oft talað um að brjóstagjöf
sé svo náttúruleg. En náttúrulegt
er ekki endilega það sama og auð
velt. Konur eru oft svo fókuseraðar
á meðgönguna og fæðinguna að það
gleymist oft að tala um það hvað
gerist á eftir,“ segir Júlíanna.
Það á ekki að vera vont að gefa brjóst
Það geta ýmis vandamál komið upp við brjóstagjöf sem er yfirleitt hægt að leysa með aðstoð. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Júlíanna segir að konur eigi að
hugsa um sitt barn og sín brjóst.
Ingibjörg hefur verið með brjósta-
gjafarnámskeið fyrir verðandi
mæður frá því árið 2014.
„Það er vinna að koma barni á brjóst
og koma brjóstagjöfinni í gang,“
segir Hildur.
Hulda Sigurlína segir að brjósta-
gjafafræði sé í raun í barnæsku,
það sé svo ung fræðigrein.
„Það kemst lítið annað að. En svo
er barnið fætt og þá kemur svo oft
skellurinn og þær vita ekkert hvern
ig neitt á að vera,“ segir Hildur.
Konurnar eru eins ólíkar og þær
eru margar. Þær eru allar hjúkr
unarfræðingar og allar nema Júlí
anna ljósmæður. Þær hafa sinnt
fjölbreyttri þjónustu á vettvangi
spítalans, heilsugæslunnar og sjálf
stætt starfandi. Þær segja allar að
þær hafi ákveðið að verða brjósta
gjafaráðgjafar því að þær fundu það
í starfi að þær vantaði einhverja
þekkingu til að raunverulega geta
hjálpað mæðrum með brjósta
gjöfina.
Þær fagna nýlegri breytingu varð
andi vitjanir og segja að aukin og
bætt þjónusta geti breytt miklu fyrir
konur og áframhaldandi brjóstagjöf
þeirra. Til að fá aðstoð brjóstagjafa
ráðgjafa þarf tilvísun heilbrigðis
starfsmanns.
„Við vitum alveg að vandamálin
geta byrjað fyrstu tvær vikurnar, en
fólk er í hálfgerðri móðu og hefur
kannski ekki rænu á því að kvarta
eða leita sér aðstoðar,“ segir Júlí
anna og Hildur bætir við: „Eða eru
búin að uppgötva á þeim tíma að
það sé vandamál.“
Lítið vitað um þjónustuþörf
Spurðar hversu hátt hlutfall kvenna
sem fæðir á Íslandi leiti til þeirra
segja þær að fjöldinn sé á reiki.
Fjöldinn sem nýti þjónustuna
innan þessara tveggja vikna sem
var skilgreindur í rammasamningi
sé skráður, en að þær konur sem
nýti þjónustuna eftir það séu ekki
skráðar neins staðar, auk þess sem
það sé hátt hlutfall sem hafi leitað
sér aðstoðar en ekki fengið hana.
Þær segja að öfugt við mörg lönd,
eins og Bretland og Bandaríkin,
þurfi ekki að selja konum á Íslandi
hugmyndina um brjóstagjöf.
„Þess vegna getur þetta komið
svo aftan að fólki, ef það er eitthvert
vandamál. En við þurfum betur að
styðja við konur,“ segir Hulda Sigur
lína.
„Það er vinna að koma barni á
brjóst og koma brjóstagjöfinni
í gang. Það geta verið alls konar
hindranir og áskoranir á leiðinni,
sem er langoftast auðvelt að leysa,“
segir Hildur.
Allir með skoðun
Þær segja margar ástæður fyrir því að
brjóstagjöf þyki sjálfsögð á Íslandi en
það tengist að miklu leyti menningu
hér sem þekkir og samþykkir hana.
En þrátt fyrir víðtækt samþykki
hafa margir skoðanir á brjóstagjöf
og hvernig henni er háttað.
„Ég hef talað við konur, mjólkandi
mæður, sem sögðust verða fyrir
aðkasti ef þær eru ekki með barnið
eingöngu á brjósti til sex mánaða
aldurs en líka ef þær eru með það á
brjósti eftir sex mánuði. Samfélagið
er alltaf með skoðun á þessu,“ segir
Hulda Sigurlína.
„Alþjóðaheilbrigðismálastofn
unin mælir með þessu til tveggja
ára aldurs, en það er samt einhver
skömm sem fylgir því að gera það,“
segir Júlíanna.
„Já, en það er líka þannig að ef það
gengur ekki, þá myndu konur aldr
ei segja heldur frá því,“ segir Hulda
Sigurlína.
„En ég segi við konurnar sem
ég hitti að þótt þær fari á kaffihús
og sjái konu sem skelli barninu á
brjóstið, og það gangi vel, þá hafi
þær ekki hugmynd um hvað gekk
á á undan til að komast á þennan
stað. Það er alltaf talað um hvað
brjóstagjöf er æðisleg en ef konur
þurfa að hætta, þá hjálpum við líka
við það,“ segir Júlíanna og segir því
líka fylgja mikla skömm.
Spurðar hver helstu vandamálin
eru, segja þær þau geta verið margs
konar. Það getur verið of lítil mjólk,
of mikil mjólk, stálmi eða eitthvað
líkamlegt, sársauki í geirvörtum eða
brjóstum eða það getur verið um að
ræða brjóstabólgur sem mikilvægt
er að meðhöndla af fagaðilum og
sem fyrst.
„En hjá meirihlutanum, sem þarf
aðstoð, þá er vandamálið ekki hjá
þeim. Þá er eitthvað að hjá barninu.
Það tekur brjóstið of grunnt, er með
sogvandamál eða getur ekki hallað
höfðinu aftur. Tunguhaftið getur
valdið vandamálum eða varahaft.
Svo getur fæðingin haft áhrif. Ef hún
er erfið og hröð, þá er það þekkt að
börnin eru stíf,“ segir Júlíanna.
„En það má koma fram að það á
ekki að vera vont að gefa brjóst. Það
er stundum sagt við konur, en það
er ekki rétt,“ segir Hulda Sigurlína.
Þín brjóst og þitt barn
Oft er sagt við konur að börn eigi
að drekka á þriggja klukkustunda
fresti, sérstaklega strax eftir fæð
ingu. Þær segja það ekki endilega
það mikilvægasta, heldur þurfi
að þekkja barnið og hvernig það
hegðar sér.
„Að meðaltali drekkur nýfætt
barn ellefu sinnum á sólarhring.
Það er frá sex upp í 25 sinnum. Mið
gildið er ellefu þannig að það er
hægt að vera alls staðar í kringum
það og það er allt eðlileg brjósta
gjöf,“ segir Júlíanna.
„Konur geta þannig upplifað að
það gangi illa því barnið fer fimm
tán sinnum á brjóst, en það getur
verið eðlilegt fyrir barnið þeirra,“
segir Hildur.
„Því segi ég við konur að það sé
mikilvægast að þekkja sín brjóst
og sitt barn. Ekki miða við vinkonu
sína sem er með allt önnur brjóst og
allt annað barn. Hún gæti verið að
gefa átta sinnum en bilið er miklu
breiðara en bara það,“ segir Júlí
anna.
Því svo veit maður ekki hversu
mikil mjólk er að koma í hverri gjöf.
„Mörgum konum finnst það mjög
erfitt. Og það er kannski gallinn við
þennan heim, hann er svo excel
drifinn,“ segir Hulda Sigurlína og
hlær.
Þær taka undir það og segja að
þeirra vinna sé oft að kenna fólki
að þekkja barnið sitt og fylgjast með
því. Að láta frá sér vigtina, öppin og
klukkuna.
„Þetta getur hjálpað og verið frá
bært upp að einhverju marki, en
þetta getur líka verið streituvald
andi. Það er best að miða við þitt
barn og þín brjóst,“ segir Júlíanna.
Þær segja að á döfinni hjá þeim
núna sé að vinna að því, í samvinnu
við heilbrigðisyfirvöld vonandi,
að það verði sett skýr og markviss
stefna um brjóstagjöf. Að mark
miðin séu skýr og sýnileg.
„Brjóstagjöf er undirstaða góðrar
heilsu allra landsmanna. Ekki bara
lítilla barna. Því þar er grunnurinn
lagður að heilsu barnanna og til
framtíðar, alla ævi,“ segir Ingibjörg
að lokum. ■
Nánar á frettabladid.is
Lovísa
Arnardóttir
lovisaa
@frettabladid.is
28 Helgin 9. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ