Morgunblaðið - 06.05.2021, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 06.05.2021, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2021 Gæði í verði & verki Fáðu tilboð sérsniðið að þínum þörfum Auðbrekka 8 s: 589 5000 hreint@hreint.is Helga Vala Helgadóttir, þingmað-ur Samfylkingarinnar, gagn- rýndi ríkisstjórnina á þingi í fyrradag og sagði hana hafa „sofnað á verð- inum þegar kemur að því að tryggja öryggi borgaranna og berjast gegn skipulögðum glæp- um“. Þetta er athygl- isverð gagnrýni úr þessari átt og verður fróðlegt að sjá til hvaða ráða hún vill grípa og hvaða að- gerðir hún mun styðja til að bregðast við vandanum. - - - Birgir Ármanns-son, þingflokks- formaður Sjálfstæð- isflokksins, svaraði Helgu Völu, tók undir að vandinn sé vaxandi og helsta ógnin sem við blas- ir, en mótmælti því að ríkisstjórnin hefði setið aðgerðalaus. - - - Birgir sagði að farið hefði verið í„sérstakt átak við að auka sam- vinnu lögregluembætta og annarra yfirvalda sem fást við rannsóknir á þessum málum“ og auknu fjármagni hefði verið varið í rannsóknir á þessu sviði. Þá hefðu „verið gerðar ýmsar breytingar á löggjöf, sérstaklega í því skyni að auðvelda lögregluyfirvöldum að sinna rannsóknum og eftirfylgni á þessu sviði. Hér hafa verið lagabreyt- ingar sem hafa falið í sér breytingar sem varða peningaþvætti, vinnslu per- sónuupplýsinga í löggæsluskyni, framsal sakamanna. Við hér í þinginu erum með breytingu á lögreglulögum sem meðal annars á að svara þörf að þessu leyti.“ - - - Brýnt er að þingið taki á þessumvanda af festu og styðji lögregl- una í baráttunni við skipulagða glæpastarfsemi. Vonandi benda þessi orðaskipti til þess að meiri breidd verði en áður í stuðningi við nauðsyn- legar aðgerðir. Helga Vala Helgadóttir Verður samstaða um aðgerðir? STAKSTEINAR Birgir Ármannsson Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Umferðin á Hringveginum jókst mik- ið í seinasta mánuði samanborið við aprílmánuð í fyrra eða um rúm 37%. Mest jókst umferðin um Norðurland eða um 74,5% en minnst um höfuð- borgarsvæðið eða um 26,1%. Þetta kemur fram í umfjöllun á vef Vega- gerðarinnar um umferðina í apríl. Þar má sjá að aukning varð á öllum 16 talningarstöðum á Hringveginum í seinasta mánuði en þó hvergi meira en við Gljúfurá, sunnan Blönduóss, en þar jókst umferðin um 100,4% miðað við sama tíma á seinasta ári og minnst jókst umferðin við Úlfarsfell eða um 22,0%. Hefur umferðin aukist um 13,6% frá áramótum en bent er á að þrátt fyrir þessa miklu aukningu sé umferð- in á Hringveginum tæplega 6% undir því sem hún var árið 2019. Miðað við fjóra fyrstu mánuði ársins er talið að umferðin gæti aukist um 7% á Hring- veginum yfir allt þetta ár. „Gangi sú spá eftir og umferðin borin saman við árið 2019 væri hún 7% minni. Svo enn eru ekki teikn á lofti um að umferðin nái fyrri ,,styrk“ nú í ár, sem aftur leiðir hugann að tengslum hennar við hagvöxtinn og þá má draga þá ályktun að umsvif þjóðfélagsins muni ekki aukast það mikið í ár að þau verði jafn- mikil og þau voru árið 2019,“ segir þar enn fremur. Stóraukin umferð á Hringveginum - Yfir 100% aukning sunnan Blönduóss - 13,6% vöxtur umferðar frá áramótum Morgunblaðið/RAX Vetrarumferð Frá áramótum hefur umferðin aukist um 13,6 prósent. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Norska fyrirtækið Orkla ASA, sem er umsvifamikið á neytendavöru- markaði á Norðurlöndum, Eystra- saltsríkjunum og á völdum mörk- uðum í Mið-Evrópu og á Indlandi, hefur keypt allt hlutafé í Nóa-Síríusi. Félagið hafði keypt sig inn í sælgæt- isframleiðandann í árslok 2019 og eignaðist þá 20% hlut í félaginu. Líkt og Morgunblaðið greindi frá á sínum tíma gerðu kaupin þá ráð fyrir þeim möguleika að Nói-Síríus kæmist allur í eigu Orkla árið 2021. Hefur það nú gengið eftir. Með kaupunum hverfur fjölskylda Hallgríms Benediktssonar stórkaup- manns frá félaginu en hún hefur átt fyrirtækið frá árinu 1924 þegar fyrir- tæki hans, H. Benediktsson hf., keypti það. Þá hafði það verið starf- andi í fjögur ár. Kaupin eru háð samþykki Sam- keppniseftirlitsins en það var fyrir- tækjaráðgjöf Deloitte sem sá um ferlið fyrir hönd seljenda. Kaupverð fyrirtækisins er ekki gefið upp. Hinn 1. ágúst næstkomandi mun Finnur Geirsson, barnabarn Hallgríms, láta af starfi forstjóra félagsins en hann hefur gegnt því í 31 ár. Við af honum mun taka Lasse Ruud-Hansen, en hann hefur til þessa gegnt ábyrgð- arstörfum á vettvangi Orkla. Segir Finnur í tilkynningu frá fé- laginu að hann sé stoltur af þeim árangri sem náðst hafi í uppbyggingu Nóa-Síríusar og að kaup Orkla séu staðfesting á því. Hann segir fyrir- tækið í góðum höndum nýs eiganda. Hjá Nóa-Síríusi eru 120 starfs- menn og var velta félagsins í fyrra 3,6 milljarðar króna. Hjá Orkla starfa 21 þúsund manns og nam velta ársins í fyrra jafnvirði 710 milljarða króna. 97 ára fjölskyldu- saga á enda runnin - Orkla ASA hefur keypt allt hlutafé í Nóa-Síríusi hf. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sælgæti Finnur Geirsson hefur stýrt Nóa-Síríusi í 31 ár.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.