Morgunblaðið - 06.05.2021, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2021
LANDSBANKINN. IS
Komum
hlutunum
á hreyfingu
Við bjóðum hagstæðar leiðir
til að fjármagna ný og notuð
atvinnutæki og bíla sem henta
rekstrinum þínum.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Á
rlegri fjáröflun mennt-
unarsjóðs Mæðrastyrks-
nefndar Reykjavíkur var
hleypt af stokkunum í
gær við athöfn á Bessastöðum.
Eliza Reid forsetafrú, sem er vel-
unnari sjóðsins, tók þá við Mæðra-
blóminu. Líkt og undanfarin ár er
blómið góða í formi leyniskilaboða-
kertis.
Tryggja öruggari framtíð
Allur ágóði af sölu rennur
óskertur til menntunarsjóðsins
sem styrkir tekjulágar konur til
náms í því augnamiði að auka
möguleika þeirra á að finna störf
sem geta tryggt þeim og fjöl-
skyldum þeirra öruggari framtíð.
Á síðasta ári veitti sjóðurinn 73
konum styrk til náms en frá upp-
hafi stofnunar hans árið 2012 hefur
sjóðurinn veitt rúmlega 300 styrki.
Þær Eliza Reid og Vigdís
Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti
Íslands, hafa verið sérstakir vel-
unnarar sjóðsins undanfarin ár.
Þær hafa tekið dyggan þátt í að
vekja athygli á sjóðnum og hlut-
verki hans. Líkt og áður bætist
nýr velunnari í hópinn í ár, en það
er að þessu sinni Katrín Tanja
Davíðsdóttir, tvöfaldur heims-
meistari í crossfit.
Lýsir upp daginn
Velunnarar sjóðsins velja hver
sín skilaboð í kertin tileinkuð kon-
um og mæðrum og hefur Katrín
Tanja valið: Þú ert ljós í mínu lífi,
þú lýsir upp daginn. Uppspretta
textans er ljóð sem amma Katrínar
Tönju samdi og gaf henni rétt fyr-
ir andlát sitt 2016. Ljóðið segir
Katrín Tanja að hafi verið sér leið-
arljós og áminning um þann ein-
staka eiginleika ömmu sinnar að
lýsa upp tilveruna og að „… geta
látið öllum líða eins og þeir séu
mikilvægir“, segir Katrín Tanja.
Sjálf kveðst hún vera heppin hve
margar konur hafi verið sér ljós í
gegnum lífið.
Kertin eru í postulínsskálum
og þegar kveikt er á þeim og vaxið
bráðnar koma smátt og smátt í
ljós skilaboð á botni skálarinnar.
Þórunn Árnadóttir er hönnuður
kertisins og gefur hún vinnu sína
nú fjórða árið í röð. Alls geta
kaupendur valið um fimm mismun-
andi texta. Kertin eru kjörin tæki-
færisgjöf, sérstaklega á mæðra-
daginn, og bjóða upp á óvenjulega
og skemmtilega upplifun.
„Mæðrablómið er magnað.
Salan hefur jafnan verið góð og
ágóðinn hjálpar okkur að koma
góðu til leiðar,“ segir Guðríður
Sigurðardóttir, sem verið hefur
formaður menntunarsjóðs Mæðra-
styrksnefndar frá 2013. Á þeim
tíma nutu 13 konur stuðnings
sjóðsins til menntunar, en nú í vet-
ur voru þær 73 talsins. Gangurinn
er þá sá að fyrir konur sem eru
undir settum tekjuviðmiðum eru
greidd námsgjöld, upp að 100 þús-
und krónum, auk aðstoðar við
kaup á námsgögnum.
Menntun er besta
leiðin til valdeflingar
„Menntun skapar fólki tæki-
færi til framtíðar og er besta leiðin
til valdeflingar. Þessi stuðningur
sem við bjóðum hefur oft leitt af
sér kraftaverk. Eitt er fjárhags-
legur stuðningur, en svo er þetta
líka mikil hvatning svo fólk fer að
trúa á eigin getu og hæfileika,“
segir Guðríður. Einnig stendur
konunum til boða aðstoð við gerð
ferilskrár og leiðsögn út á vinnu-
markaðinn. Slíkt hefur gefið góða
raun og greitt leiðina.
Kertin verða til sölu í versl-
unum Pennans Eymundssonar á
höfuðborgarsvæðinu og á Akur-
eyri, í Epal í Skeifunni og Kringl-
unni, Snúrunni, Ís-blómi, Netto.is
og hjá Heimkaup.is, í tvær vikur,
frá 1. til 15. maí næstkomandi.
Hægt er að styrkja sjóðinn með
frjálsum framlögum í banka: 515-
14-407333, kennitala: 660612-1140.
Nánari upplýsingar má finna á
heimasíðu Mæðrastyrksnefndar,
www.maedur.is, eða á facebook-
síðu menntunarsjóðsins.
Mæðrablómið kemur góðu til leiðar
Stuðningur! Mæðra-
blómið er leyniskilaboða-
kerti. Ungar konur studd-
ar til mennta og mögu-
leika. Hvatning og hæfi-
leikar. Sala er hafin.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Mennt Frá afhendingu fyrsta Mæðrablómsins á Bessastöðum í gærmorgun. Frá vinstri: Eliza Reid forsetafrú,
Oddfríður Steinunn Helgadóttir og Hannah Lára Davíðsdóttir, móðir og systir Katrínar Tönju crossfitkonu, og
lengst til hægri er Guðrún Inga Ingólfsdóttir hagfræðingur, sem situr í stjórn menntunarsjóðsins.
Mæðrablómið Falleg skilaboð og
gott málefni sem margir styrkja.