Morgunblaðið - 06.05.2021, Síða 14

Morgunblaðið - 06.05.2021, Síða 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2021 Heimir Bergmann Löggiltur fasteigna- og skipasali og löggiltur leigumiðlari. Sími 630 9000 heimir@logheimili.is Inga María Ottósdóttir Löggiltur fasteignasali og Mbl viðskiptalögfræðingur Sími 620 4040 inga@logheimili.is Ásgeir þór Ásgeirsson Löggiltur fasteignasali og lögfræðingur Sími 772 0102 asgeir@logheimili.is Guðmundur Ólafs Kristjánsson Löggiltur fasteigna- og skipasali Sími 847 0306 gudmundur@logheimili.is Unnur Alexandra Nemi til löggildingar fasteignasala og viðskiptalögfræðingur Sími 788 8438 unnur@logheimili.is Sólrún Aspar Hefur lokið námi til fasteignasala. Sími 862 2531 solrun@logheimili.is Jónas H. Jónasson Nemi til löggildingar fasteignasala Sími 842 1520 jonas@logheimili.is Egill Ragnar Sigurðsson Viðskiptafræðingur Nemi til löggildingar fasteignasala Sími 835 0860 egill@logheimili.is Skipholti 50d, 105 Reykjavík Skólabraut 26, 300 Akranesi 530 9000 • www.logheimili.is Ertu í sölu- hugleiðingum? Getum bætt við eignum á söluskrá Fagmennska og traust í meira en áratug „Fyrir fjallageit og fjölmiðlamann er eldgos ævintýri. Ferðir mínar að eldgosinu eru orðnar þrjár og verða vonandi fleiri. Magnús Tumi jarðeðlisfræðingur sagði að þetta væri gos fyrir áhorfendur, sem er ágæt lýsing. Að komast að gosinu frá veginum austan við Grindavík er þægileg ganga og við megingíg eldgossins er gróin brekka sem nýst hefur sem stúkusæti,“ segir Sigmundur Ernir Rún- arsson, sjónvarpsmaður á Hringbraut. Sigmundi telst til að hann hafi um dagana fylgst með og séð um það bil 20 eldgos og sagt fréttir af mörgum þeirra. „Þegar ég var unglingur mátti heima á Akureyri stundum sjá rauðan bjarma frá Kröflugosum yfir brún Vaðlaheiðar. Ég man líka eftir því í Heklu- gosinu árið 1970 þegar askan barst norður yfir land. Eldgos er alltaf mikil upplifun. Eins finnst mér stórkostlegt nú að koma í Geld- ingadali og standa við brún glóandi hrauns. Að finna lyktina og hreyfingarnar og heyra skruðningana þegar hraunið rennur fram, þetta er og verður ógleymanlegt,“ segir Sig- mundur Ernir sem hefur í ferðum sínum að eldgosinu tekið myndir og viðtöl og sýnt á Hringbraut. Íslenskir jarðvísindamenn, svo sem Páll Einarsson og Þorvaldur Þórðarson, segi vel og skilmerkilega frá gosinu svo allir sem eru við sjónvarpið heima geti skilið hvað sé að gerast. „Heiman frá mér á Laufásvegi í Reykjavík sjáum við beint á strókinn sem staðið hefur upp frá eldgosinu í bjartviðrinu síðustu daga. Einstök sýn. Ætli svona bjóðist í nokkurri annarri höfuðborg í heimi; að hægt sé að horfa á eldgos úr miðborginni?“ Gosið sést frá Laufásvegi Sigmundur Brekkan er stúlkusæti. „Þar sem ég stóð í Geldingadölum andspænis eldgosinu og sá nýtt land spretta fram fannst mér nánast eins og ég væri stödd í framandi vísindaskáldsögu. Það er ótrúlegt að verða vitni að kraftinum í náttúrunni, heyra í gló- andi hrauninu þeytast upp og brothljóðið sem heyrist þegar hraunið sem er byrjað að storkna brýst fram. Ganga að gosinu hefur verið nokkurs konar pílagrímsför Íslendinga og það myndaðist ákveðin samkennd við að fylgjast saman með þessu stórkostlega sjónarspili,“ segir Nína Björk Jónsdóttir, deildarstjóri í utanríkisráðuneytinu. Nína segist aldrei hafa komist í sama ná- vígi við eldgos og nú bjóðist í Geldingadölum. „Mér finnst þetta ótrúleg upplifun, en jarð- fræðin hefur aldrei verið langt undan í minni tilveru,“ segir Nína. Tiltekur þar að afi henn- ar, Trausti Einarsson prófessor, hafi stundað jarðfræðirannsóknir og alltaf sagt henni mik- ið frá náttúrunni. „Þau amma ferðuðust mik- ið og ég man t.d. að í Kröflueldum opnaðist gígur undir fótum ömmu minnar sem var kallaður Nínugígur eftir henni, en hann lok- aðist aftur. Þá lék Heklugosið 1971 einnig mikilvægt hlutverk í tilhugalífi pabba og mömmu, en þau kynntust í skólaferð á gos- stöðvarnar,“ segir Nína og að lokum: „Kraftar náttúrunnar eru ótrúlegir og að fara að eldgosinu er nokkuð sem fólk ætti ekki að láta fram hjá sér fara. Sérstaklega er þetta áhrifaríkt fyrir krakkana og nú á þriðjudag fór ég með krökkunum mínum tveimur, Trausta Þór og Kristínu Hrafnhildi, sem eru að verða 13 og 10 ára, á svæðið. Von- andi mun þessi ferð lifa lengi í minni þeirra.“ Vísindaskáld- saga í verki Nína Björk Börnin skoða gosið. „Hvergi finnur maður betur fyrir smæð gagnvart náttúrunni en þegar komið er að eldgosinu, þar sem háar eldsúlur spýtast upp úr gígum og hraunið vellur fram. Maðurinn á engan mótleik gagnvart þessum kröftum,“ segir Sigrún Sigurðardóttir, skrifstofustjóri Rafiðnaðarsambands Íslands. Þau Stefán Ró- bert Gissurarson, eiginmaður hennar, gengu að gosinu að kvöldlagi fyrir skemmstu. Voru við eldstöðina í ljósaskiptunum en við þær að- stæður komu fram sérstakir litir sem Sigrún segir sér verða minnisstæða. „Lengi var fjarri mér að fara á þessar slóð- ir. Fannst þetta einum of og hugsaði til bróð- ur míns sem er í björgunarsveit og hefur ver- ið að aðstoða fólk sem hefur komið sér í vanda í príli upp um fjöll og firnindi. Ég lét þó tilleiðast að lokum. Ætla þó ekki nema þessa einu ferð, vil eiga í huga mér hve stórkostleg- ur þessi leiðangur var. Að sjá rauðar slett- urnar spýtast upp úr gígnum og hraunárnar vella fram var ótrúlegt,“ lýsir Sigrún. „Eftir að hafa staðnæmst lengi nærri gos- inu héldum við hjónin svo til baka. Þá var komið myrkur og við vorum lengi, svo oft staðnæmdust við til að horfa á þessar hamfar- ir og eldstólpana rísa hátt upp úr gígnum.“ Mikilvægt er að fólk meti styrk sinn og getu með gagnrýnum huga áður en lagt er upp í göngu að gosstöðvunum, sem getur ver- ið löng og ströng. Sigrún tekur undir þetta sjónarmið. „Já, maður hefur heyrt um fólk sem hefur örmagnast í þessum ferðum, feng- ið sykurfall og fleira slíkt. Þetta er ferð sem vissulega tekur í, en þau sem eru í formi og vel búin ættu að komast alveg leikandi.“ Eldstólparnir rísa hátt upp Sigrún Smæðin gagnvart náttúrunni. Gígar krauma í Geldingadölum Ertu búinn að fara að sjá eldgosið? Þessa spurningu ber oft á góma í daglegu tali um þessar mundir og víst hefur fólk, svo tugum þúsunda skiptir, brugðið undir sig betri fætinum síðustu vikurnar til þess að sjá beint í kviku náttúrunnar, þar sem gígar krauma í Geldingadölum. Flestum reynist gangan vel viðráðanleg og þeir sem fara lýsa eldumbrotunum sem ægifögru sjónarspili. Náttúran við Fagradalsfjall tekur stöðugum breytingum í þessari atburðarás. Slíkt er gaman að sjá eins og nokkrir viðmælendur Morgunblaðsins lýsa hér. „Ég er búinn að fara þrisvar að eldgosinu sem breytist stöðugt. Mér finnst áhugavert að sjá land í mótun, eins og þarna gefst einstakt tækifæri til. Því togar í mig að fara fleiri ferðir á þessar slóðir,“ segir Heiðrún Emilía Jónsdóttir lögmaður. „Gosið, sem hófst 19. mars síðastliðinn, hafði staðið í fjóra daga þegar ég fór fyrst á svæðið. Þá kraumaði í einum gíg, og þetta var allt afar krúttlegt að sjá. Síðan þá hefur mikið gerst, fleiri gígar og sprungur opnast. Hraunið nær yfir sífellt stærra svæði. Gosið er allt öðruvísi nú en var í byrjun. Ég hef bæði komið að eldstöðinni í dagsbirtu og einnig að kvöldi þegar birtu var farið að bregða. Að sjá eldgos í slíkum litbrigðum er afar tilkomumikið og eins líta yfir hraun- breiðuna þar sem glóðin leynist undir yfir- borðinu. Hrauntaumarnir mynda eins konar æðakerfi sem liggur í allskonar bugðum og beygjum og er mjög myndrænt.“ Heiðrún segir að ganga frá Suðurstrandar- vegi austan við Grindavík og þaðan upp um hraun og inn til landsins að eldgosinu ætti að vera flestum vel viðráðanleg. Gildi þá einu hvaða leið sé farin. Mikilvægt sé þó að fólk, sem er í þokkalegu formi, leggi ekki af stað nema vera þokkalega búið; bæði hvað varðar fatnað og skó. Þá sé mikilvægt að gefa sér góðan tíma, en ganga fram og til baka með einhverju stoppi við eldstöðina taki fjórar til fimm klukkustundir. „Ekkert er eins gott fyrir líkama og sál og góðar gönguferðir. Súrefnisbombur og úti- vera gera öllum gott, segi ég af eigin reynslu,“ segir Heiðrún Land í mótun og litir jarðar Heiðrún Breytingar eru stöðugar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.