Morgunblaðið - 06.05.2021, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.05.2021, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2021 SKODA SUPERB S/D – RN. 330240 Nýskráður 10/2012, ekinn 95 þ.km., dísel, grár, beinskiptur, hiti í sætum, nálægðarskynjarar, hraðastillir, bluetooth, GPS, USB tengi. Verð 1.790.000 kr. TOYOTA RAV4 HYBRID VX – RN. 331302 Nýskráður 1/2020, ekinn 14 þ.km. bensín/rafmagn, svartur, sjálfskipting, bakkmyndavél, blindsvæðis- vörn, hiti í framrúðu, hiti í stýri, bluetooth, GPS. Verð 7.490.000 kr. VW GOLF GTE PLUG IN HYBRID COMFORT RN. 331250. Nýskráður 3/2020, ekinn 11 þ.km., bensín/rafmagn, hvítur, sjálfskipting, hraðastillir, 360° nálgunarvarar, akreinavari, bluetooth, HDMI. Verð 4.890.000 kr. MERCEDES-BENZ C300 DE AMG PLUG IN HYBRID RN. 153592. Nýskráður 11/2019, ekinn 27 þ.km., dísel/rafmagn, svartur, sjálfskipting, 9 gíra, GPS, bluetooth, bakkmyndavél, litað gler, túrbína. Verð 7.490.000 kr. OKKUR VANTAR ALLAR GERÐIR BÍLA Á SKRÁ! Sími 567 4949 | Bíldshöfða 5, 110 Rvk. | bilahollin.is Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Brýn þörf er á að bæta búnað slökkviliða til að takast á við gróð- urelda. Að sama skapi þyrfti að efla fræðslu og endurmenntun slökkvi- liðsmanna svo þeir séu sem best undir það búnir að takast á við stóra gróðurelda. Þetta er mat Bjarna K. Þorsteinssonar, slökkvi- liðsstjóra í Borgarbyggð, í kjölfar mikils gróðurelds sem kom upp í Heiðmörk á þriðjudag. Talið er að eldurinn hafi farið yfir 56 hektara svæði. „Það hefur engin þróun orðið frá árinu 2006 í kjölfar eldanna á Mýr- um, hvorki í tækjabúnaði né í fræðslu. Það hefur verið lítill áhugi hjá hinu opinbera á að skoða þessi mál,“ segir hann. Greint var frá því í fréttum að við slökkvistarf í Heiðmörk flaug þyrla Landhelgisgæslunnar 17 ferðir og sótti vatn úr nærliggjandi vötnum til að dreifa yfir eldinn. Allt þar til búnaður þyrlunnar bilaði. Er þar um að ræða svokallaða slökkvifötu. „Þessi búnaður er orðinn 15 ára gamall og tímabært að endurnýja hann. Þá þyrfti að skoða þessi mál í aðeins víðara samhengi og eiga alla vega tvær slökkvifötur ef önnur bil- ar eins og þarna gerðist,“ segir Bjarni. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, tekur und- ir þetta og segir að slökkviliðs- stjórar hafi lengi reynt að vekja at- hygli á þessari stöðu mála. „Ef það væru til fleiri fötur væri hægt að kalla til fleiri aðila með þyrlur þeg- ar mikið liggur við. Það vantar hins vegar að einhver opinber aðili haldi utan um búnað sem þarf til slíkra starfa. Það er ekkert eitt sveitar- félag sem getur átt nokkra svona poka og haldið úti þyrlu.“ Róttækra aðgerða þörf Þeir segja báðir að mikil hætta sé á gróðureldum næstu daga enda sjái ekki fyrir endann á miklum þurrkum. Mikilvægt sé að fólk fari varlega. „Annars er þetta orðið þannig í dag, alla vega hér á Vest- urlandi og reyndar víðar, að veður- far hefur breyst og skepnubeit er lítil. Fyrir vikið er meiri sina og þar með meiri hætta á eldum. Ég tel að tímabært sé að taka gróðurelda inn í lög um almannavarnir,“ segir Bjarni og vísar til hættu í þröngum sumarhúsahverfum á borð við Skorradal, Bláskógabyggð, Húsafell og víðar. „Það verður að gera eitt- hvað róttækt. Hið opinbera hvetur til skógræktar en það þarf líka að huga að umferðarleiðum fyrir slökkvilið og leiðum fyrir fólk til að komast í burtu ef eldur kemur upp, auk vatnsöflunar.“ V ífilsstaðahlíð U rriðavatnshraun Selgjá Hjallar Smyrlabúðarhraun Búrfell Búrfellsgjá Kolhóll Hnífhóll Lö ng ub re kk ur Heykriki Tungur Vatnsendaborg Garðaflatir REYKJAVÍK KÓPAVOGUR GARÐABÆR HAFNARFJÖRÐUR H E I Ð M Ö R K STÆKKAÐ SVÆÐI 500 m Áætlað umfang brunasvæðisins H EIÐ M ER K U R V EG U R STR ÍPSV EGUR Loftmynd: map.is Engin þróun á fimmtán árum - Slökkviliðsmenn þurfa betri búnað til að berjast við gróðurelda - Slökkvifata bilaði við slökkvistarf í Heiðmörk - Slökkviliðsstjóri vill breyta lögum um almannavarnir og telur að róttækra aðgerða sé þörf Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Gróðureldur Hér sést hversu umfangsmikil eyðing var af völdum gróðureldsins í Heiðmörk í fyrradag. Á grodureldar.is má finna ýmsan fróðleik. Morgunblaðið/Árni Sæberg Slökkvistarf Þyrla fyllir á slökkvi- fötuna við slökkvistarf í Heiðmörk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.