Morgunblaðið - 06.05.2021, Síða 20

Morgunblaðið - 06.05.2021, Síða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2021 Ómar Garðarsson Vestmannaeyjum Magnús Bragason sem stýrir Hótel Vestmannaeyjum með Öddu konu sinni er Eyjamaður eins og þeir ger- ast bestir. Foreldrarnir Eyjamenn í húð og hár, fædd og uppalin í Vest- mannaeyjum. Pabbinn úteyjakarl með stórum staf og hefur verið hluti af íþróttasögu Vestmannaeyja fram á þennan dag. Aðeins 77 ára og rær af fullum krafti á trillunni Þrasa. Magn- ús hefur eins og pabbinn verið mjög virkur í íþróttastarfi, átti þátt í að gera ÍBV að því stórveldi sem félagið er í handboltanum. Nú eru það úti- hlaup sem eiga hug hans allan og hann á hugmyndina að Vestmannaeyja- hlaupinu og The Puffin Run í Eyjum sem verður nú um helgina. Magnús er fæddur 1965 og hefur lent í ýmsu eins og sagt er. Man eftir gosinu 1973 þegar allt varð svart. Var í hópi um 900 barna frá Eyjum sem Rauði krossinn bauð til Noregs þar sem allt var grænt. Þá aðeins sjö ára gamall. En sæll og glaður með ferðina í góðra vina hópi sem lenti hjá góðu fólki. Fór fyrst í Hellisey með pabba sínum átta ára og byrjaði að síga í björg ellefu ára. Sama ár byrjaði hann að vinna og hefur ekki stoppað síðan. Alltaf með fleiri en eitt járn í eldinum. Konan er Adda Jóhanna Sigurðar- dóttir og saman eiga þau Braga, Daða og Friðrik og barnabörnin eru tvö. Í móðunni miðri kviknaði hlaupabakterían „Ég ólst upp við íþróttir og pabbi var harður Þórari. Var í öllum íþrótt- um sem krakki, góður í marki í hand- bolta en spilaði aldrei með meistara- flokki. Fyrirmyndin var Sigmar Þröstur Óskarsson, einn öflugasti markmaður sem Ísland hefur átt. Leit upp til hans. Rosalega duglegur og fer alla leið í því sem hann gerir,“ seg- ir Magnús um þetta goð æsku sinnar. „Leiðir okkar lágu svo saman þeg- ar ég var að byrja með hlaupin. Upp- hafið var að Adda og Guðmunda Bjarnadóttir byrjuðu að hlaupa 2005. Ég var þá ekkert að hreyfa mig, byrj- aður að fitna,“ segir Magnús sem fylgdi þeim á Reykjavíkurmaraþonið sama ár. „Ætlaði að fylgjast með en endaði á að skrá mig í tíu kílómetra hlaupið,“ segir Magnús sem kom í mark hálfmeðvitundarlaus en í móð- unni miðri kviknaði hlaupabakterían. Hreifst hann af stemningunni og fjörinu í kringum hlaupið og hvað um- gjörðin var flott. Byrjaði að hlaupa, fór hálft og heilt maraþon í Reykjavík með Öddu og hálft maraþon tvisvar í Svíþjóð. „Við tókum þátt í Gauta- borgarhlaupinu sem er stærsta hálf- maraþonkeppni í heimi, keppendur 54 þúsund. Umgjörðin enn þá flottari, tónleikar og fleiri viðburðir. Er ein allsherjarmenningarveisla.“ Þarna segir Magnús að hugmyndin að hlaupum í Vestmannaeyjum hafi kviknað. Hvattur af góðu fólki með mikla reynslu af hlaupum startaði hann Vestmannaeyjahlaupinu 2011. Hlaup sem allir geta tekið þátt í og voru þátttakendur 250. „Það hefur verið haldið árlega síðan fyrstu helgina í september. Kári Steinn Karlsson og Aldís kona hans hafa tekið þátt í öllum hlaupunum og strákarnir þeirra, Arnaldur og Ey- steinn, bæði í maganum á mömmu sinni og kerrum. Þau hafa stutt okkur mikið.“ Erfitt hlaup en skemmtilegt Meðganga The Puffin Run var lengri og aftur var það gott fólk sem hélt honum við efnið. Nefnir Magnús hlauparana Arnar Pétursson, Guð- mund Kristinsson og Evu Skaarpas. Fyrsta hlaupið var vorið 2018. Lá mikil vinna að baki þar sem margir komu að verki með Magnúsi. Fékk hann nokkra vini sína í braut- arvörslu og raðaði ljósmyndurum á leiðina til að skrásetja hlaupið. „Við fengum 80 þátttakendur, 40 Eyja- menn og 40 öfluga hlaupara ofan af landi. Meðal annars Guðna Pál, landsliðsmann í utanvegahlaupum, sem kom fyrstur í mark. Við fengum álit þeirra á hlaupinu, hvað mætti laga og gera betur.“ Stórkostleg en erfið hlaupaleið Með þetta í farteskinu var lagt upp í hlaupið 2019 þar sem 150 mættu. „Við bjuggum okkur vel undir árið 2020 og höfðum markaðssett hlaupið erlendis sem skilaði sér. Þá kom kóf- ið og við urðum að endurgreiða öllum útlendingunum sem ætluðu að koma. Héldum að ekkert yrði af hlaupinu en svo rofaði til og með stuttum fyrir- vara skráðu sig hundruð manna og á endanum hlupu 330 manns. Fólkið þráði að gera eitthvað í miðju Covid- ástandinu.“Allt unnið í sátt við sótt- varnir og ekkert alvarlegt kom upp á. „Spænsk ferðaskrifstofa fylgdist með hlaupinu og ætlaði að koma með tugi hlaupara í ár en ekkert verður af því út af ástandinu. Því miður.“ Þegar rætt var við Magnús í síð- ustu viku stefndi í að The Puffin Run verði 8. maí og eru 1.000 manns skráðir. Allt eftir settum sóttvarna- reglum. „Átta eru ræstir í einu með ákveðnu millibili og tekur rúman hálftíma að ræsa hópinn. Þeir fljót- ustu fara fyrst þannig að það teygist strax á hópnum. Ekkert samkvæmi á eftir og fólki ýtt af svæðinu um leið og komið er í mark.“ Hlaupið hefst á Skansinum þar sem sagan er við hvert fótmál. Farið er rangsælis, eftir Strandveginum, upp með Spröngunni sem margir þekkja, með Hamarinum, í sandinum í Klaufinni sem er erfitt og upp Stór- höfða sem tekur í. Farinn hringur um Höfðann sem er gífurlega falleg leið, útsýni suður á Eyjarnar, út Kinn, með fram Sæfellinu, út fyrir austur- enda flugbrautarinnar, út á Hauga og síðustu fimm kílómetrana ferðu um gossvæði sem er svo vinsælt núna. Hlaupum hring inni í gígnum, niður í Gjábakkafjöru og lokum hringnum á Skansinum. “ Konan sagði strax já Þegar Magnús tók við rekstri Hjól- barðastofunnar af pabba sínum, Braga Steingríms, fylgdi með mesti og harðasti kjaftaklúbbur bæjarins. Fjölbreyttur hópur sem í eru Guðs- menn, menn glöggir á lagakróka, lag- anna verðir, sjómenn, iðnaðarmenn og fleiri stéttir en konur sjást ekki. „Ég sakna þeirra stundum,“ segir Magnús sem í dag á og rekur Hótel Vestmannaeyjar með konu sinni. Hvernig datt ykkur í hug að fara að reka hótel? „Þetta er alveg sönn saga,“ segir Magnús og horfir í augu blaðmanns. „Árið 2011, sennilega í september og við búin að ganga í gegnum erfiðleik- ana sem fyrirtækjaeigendur og þjóðin öll gekk í gegnum eftir hrunið 2008. Lán þrefölduðust og reksturinn ekki að gefa mér mikið. Var á leiðinni heim eftir að hafa borgað Viktori rakara fyrir klippingu. Geng Vestmanna- brautina fram hjá Hótel Þórshamri og lít upp. Þá allt í einu stendur eig- andinn, Gísli Valur Einarsson, fyrir framan mig og segir: Viltu ekki bara kaupa hótelið? Þetta er dagsatt,“ seg- ir Magnús og leggur þunga í orð sín. Magnús spurði Gísla Val af hverju ég? „Hann sýndi mér hótelið og yfir kaffibolla kveikir hann neistann. Þeg- ar ég kem heim í Helli, spyr ég Öddu: „Eigum við að kaupa hótelið, selja Hjólbarðastofuna og þú hættir að kenna? Og svarið var óvænt: „Ég er til,“ segir Magnús sem tók við lykl- unum og var mættur til vinnu á Hótel Vestmannaeyjum fyrsta janúar 2012. Herbergin 21 en áður en árið var liðið var byrjað á viðbyggingu upp á fjórar hæðir og skuldirnar komnar í hálfan milljarð. Á móti kemur að vel tókst til og herbergin orðin 43 og rúm fyrir 100 manns. Samstaða borgar sig Reksturinn hefur gengið upp og ofan, hærri álögur, óhagstætt gengi og vandræði í Landeyjahöfn gerði þeim erfitt fyrir. Um leið voru þau að læra. Kófið 2020 sló þau rækilega ut- an undir. Náðu þó tveimur góðum mánuðum, júní og júlí í fyrra. „Við í ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum snerum bökum saman og hjálp- uðumst í gegnum þetta með mjög myndarlegri aðkomu bæjarins. Náð- um að gera Vestmannaeyjar heitan stað fyrir Íslendinga en svo kom önn- ur bylgjan áður en ágúst gekk í garð. Það var áfall.“ Magnús er þó bjartsýnn á framtíð- ina, nýr Herjólfur reynist vel, Land- eyjahöfn virkar og sumarið vel bókað. Magnús glímir við heilsubrest. Hann greindist með parkinson 2014. Þrátt fyrir að hafa fengið þennan óboðna gest í líf sitt ætlar Magnús sér að ráða för. Hleypur, passar upp á mataræðið og trúir að í framtíðinni komi lækna- vísindin honum til aðstoðar. Hlauparar Kári Steinn og Aldís, Eva Skarpaas og Þórir með börnum. Þau hafa jafnan mætt í hlaupin í Vestmannaeyjum. Æskuvinir Magnús og bernskuvinurinn Óskar Ólafsson. Þeir f́óru saman sjö ára til Noregs eftir Vestmannaeyjagosið 1973. Eftir hlaup Magnús og Adda, Guðmunda Bjarnadóttir og Bjarni Geir Viðarsson sonur hennar eftir hlaup í Gautaborg. Alltaf með mörg járn í eldinum - Magnús Bragason hótelstjóri í Vestmannaeyjum er með ólæknandi dellu fyrir hlaupum - Stendur fyrir The Puffin Run í Eyjum um helgina og á von á þúsund hlaupurum sem hlaupa m.a. í eldgíg Á gamlársdag Fjölskyldan eftir Gamlárshlaup til styrktar Krabbameinsfélaginu sem er árlegur viðburður í Vest- mannaeyjum. Frá vinstri eru Magnús, Daði, Bragi, Friðrik og Adda og í kerrunni er Margrét Perla Bragadóttir. Hringhella 4, atvinnuhúsnæði lögg. fasteignasali Fjarðargötu 17, Hafnarfirði Opið virka daga kl 9-17 Sími 520 2900 Netfang: as@as.is Heimasíða: www.as.is ÁS - í hjarta Hafnarfjarðar í yfir 30 ár Gott 710,8 fm atvinnuhúsnæði á sérlega góðri afgirtri og malbikaðri lóð að hluta. Gott útipláss og hægt að auka byggingarmagnið á lóðinni. 12.992,4 fm iðnaðarlóð á góðum stað í Hafnarfirði Tvö 136,4 og tvö 165 fm verkstæði - Lofthæð frá 5,4 - 7,2 m - Hæð á innkeyrlsuhurð er 4,5 m - Hægt að keyra í gegnum bilið - Starfsmanna/skrifstofuhúsnæði 108 fm

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.