Morgunblaðið - 06.05.2021, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.05.2021, Blaðsíða 22
BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Kynnt hefur verið í borgarkerfinu greinargerð starfshópsins „Brúum bilið á meðan við brúum bilið“ þar sem lagðar eru til mögulegar stað- setningar fyrir nýtt leikskóla- húsnæði á fimm stöðum í Reykjavík: Vogabyggð 5, Nauthólsvegi 81, Bar- ónsstíg 34, Eggertsgötu 35 og Haga- torgi. Síðasta staðsetningin er athyglis- verð, en á torginu, gegnt Hótel Sögu, er nú aðeins að finna listaverkið Ís- landsmerki eftir Sigurjón Ólafsson, annað ekki. Um verður að ræða færanlegar einingar sem verða víkjandi fyrir annarri starfsemi/framtíðarupp- byggingu á lóðunum sem um ræðir. Mögulegur fjöldi leikskólaplássa verður um það bil 60-100 á hverjum stað. Vandað skal til útlits húsnæðis- ins og verður yfirborð lóðar útfært sem aðlaðandi útisvæði fyrir börn. Á Barónsstíg 34 (Vörðuskóli) er lagt til að koma fyrir u.þ.b. 600 m² einingahúsnæði á lóðinni sem nýta á sem leikskóla fyrir u.þ.b. 60 börn. Ekki er ætlunin að leikskólinn verði á lóðinni til frambúðar heldur myndi hann víkja þegar kemur að því að byggja við Vörðuskóla (eða fyrr). Í dag er bílastæði á byggingarreitnum sem um ræðir. Útivistarsvæði Öskjuhlíðar nýtt Á Nauthólsvegi 81 (skólalóð) er lagt til að koma fyrir u.þ.b. 900 m² einingahúsnæði sem nýta á sem leik- skóla fyrir u.þ.b. 100 börn. Fyrirhug- aður grunnskóli á lóðinni verður ekki byggður næstu misserin. Við frágang lóðar skal leitast við að halda í nátt- úrulegan gróður og tengt verði eins og kostur er sjónrænt við ásýnd og umhverfi útivistarsvæðis Öskjuhlíð- ar. Gert er ráð fyrir að útivistarsvæði Öskjuhlíðar nýtist skólabörnum ásamt skólalóð. Í Vogabyggð 5 (skólalóð) er lagt til að koma fyrir u.þ.b. 900 m² eininga- húsnæði sem nýta á sem leikskóla fyrir u.þ.b. 100 börn. Vogabyggð 5 á í framtíðinni að þjóna sem skóla-, frí- stunda og útivistarsvæði. Í deili- skipulagi er heimild fyrir allt að 5.000 m² grunn- og leikskólabyggingu á tveimur til þremur hæðum á lóðinni. Ekki stendur til að hefja fram- kvæmdir við skólann næstu misserin. Á Eggertsgötu 35 er lagt til að koma fyrir u.þ.b. 900 m² eininga- húsnæði á lóðinni sem nýta á sem leikskóla fyrir u.þ.b. 100 börn. Á lóð- inni verður í framtíðinni reist allt að 8.575 m² bygging, sem nýtast á há- skólasamfélaginu. Loks er lagt til að stofna nýja lóð á Hagatorgi og reisa á henni u.þ.b. 600 m² einingahúsnæði sem nýta á sem leikskóla fyrir u.þ.b. 60 börn. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir Haga- torg. Til að byggja húsnæði á svæð- inu þyrfti því að sækja um stofnun nýrrar lóðar og sækja síðan um byggingarleyfi sem yrði grenndar- kynnt. Tekið er fram að skoða þurfi um- ferð og aðkomu foreldra og leikskóla- barna að torginu og leysa með við- unandi hætti. Bera skal úrlausnina undir samgöngustjóra. Enn fremur þurfi að sýna útfærslu á bílastæðum og frágangi á yfirborði torgsins. Talsvert er um lagnir undir Haga- torgi og hafa þarf samráð við Veitur vegna kvaða þegar/ef stofnuð er ný lóð og farið í framkvæmdir. „Eftir yfirferð á skipulagslegum forsendum á framangreindum fimm stöðum teljast tillögur að leikskóla- húsnæði vera í samræmi við gildandi skipulag,“ segir í niðurstöðu verkefn- isstjóra skipulagsfulltrúa Reykjavík- ur. Mikilvægt sé að alls staðar verði nýtt leikskólahúsnæði útfært þannig að það falli vel að því sem fyrir er og verði til prýði fyrir umhverfið. Leikskóli verði á Hagatorgi - Kynnt hafa verið í borgarkerfinu áform um fimm nýja leikskóla sem reistir verða til bráðabirgða Morgunblaðið/RAX Hagatorgið í dag Þar er nú að finna listaverkið Íslandsmerki eftir Sigurjón Ólafsson myndhöggvara, annað ekki. Í baksýn má sjá Neskirkju og Melaskóla. 22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2021 Í nóvember 2018 samþykkti borgarráð tillögur stýrihópsins „Brúum bilið“ sem fólu í sér áætlun um uppbyggingu 700-750 leikskólarýma á næstu fimm árin svo bjóða mætti öllum börnum 12 mánaða og eldri leikskólavist í Reykjavík fyrir lok árs 2023. Tillögur hópsins voru í sjö liðum. Jafnframt var samþykkt tillaga um stofnun stýrihóps sem hefði eftirlit með innleiðingu tillagnanna og þeim framkvæmdum sem þær kveða á um. Kostnaðarmat stýrihópsins leiddi í ljós að fyrrnefnd uppbygging leik- skólahúsnæðis kalli á 5,2 milljarða fjárfestingu á næstu fimm árum, 2018- 2023, og var gert ráð fyrir þeirri fjárhæð í fjárfestingaráætlun Reykjavíkur- borgar fyrir tímabilið 2019-2023. Samkvæmt kostnaðarmati stýrihópsins var gert ráð fyrir að árlegur viðbótarrekstrarkostnaður vegna fjölgunar leikskólarýma um 700-750 yrði alls 1,3-1,4 milljarðar króna á næstu fimm árum. Fyrrnefndar tölur þarf að uppreikna miðað við þróun vísitalna síð- ustu þrjú árin auk þess sem taka þarf með í reikninginn kostnað við stytt- ingu vinnuvikunnar, sem nýlega var samið um. Ný rými verði 700-750 alls TILLÖGUR STÝRIHÓPSINS „BRÚUM BILIГ Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur óskað eftir tilboðum í gerð landfyllingar í Bryggjuhverfi vestur. Þetta verður fyrsti áfangi af þremur en alls eru áformaðar landfyllingar þrettán hektarar að stærð. Seinni tvær land- fyllingarnar eiga eftir að fara í um- hverfismat þar sem m.a. verða könn- uð áhrif þeirra á laxagengd í Elliðaárnar. Verkið sem nú er boðið út felst í gerð landfyllinga, farghauga og varnargarðs fyrir vesturhluta Bryggjuhverfis, ásamt tilfærslu á farghaugum innan svæðisins. Einnig skal fjarlægja núverandi hafnar- bakka Ártúnshöfðahafnar, þar sem dæluskip Björgunar hafa haft við- legu undanfarna áratugi. Helstu magntölur eru: Móttaka efnis í varnargarð 20.000 fermetrar, efni í landfyllingu: 150.000 m3 og efni í farghauga: 170.000 m3. Tilboð verða opnuð 25. maí næstkomandi. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Ártúnshöfðahöfn Reykjavík verður einni höfn færri þegar hún hverfur. Bjóða út landfyllingu Bryggjuhverfis Your Shoes strigaskór SMÁRALIND www.skornir.is Skórnir eru framleiddir í Portúgal úr hágæ leðri sem og náttúrulegum efnum. Skórnir falla vel að fætinum, eru tímalausir og einstaklega þægilegir. Netverslun skornir.is Sumartilboð Tilboðsverð 7.497 Verð áður 14.995 ða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.