Morgunblaðið - 06.05.2021, Side 22

Morgunblaðið - 06.05.2021, Side 22
BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Kynnt hefur verið í borgarkerfinu greinargerð starfshópsins „Brúum bilið á meðan við brúum bilið“ þar sem lagðar eru til mögulegar stað- setningar fyrir nýtt leikskóla- húsnæði á fimm stöðum í Reykjavík: Vogabyggð 5, Nauthólsvegi 81, Bar- ónsstíg 34, Eggertsgötu 35 og Haga- torgi. Síðasta staðsetningin er athyglis- verð, en á torginu, gegnt Hótel Sögu, er nú aðeins að finna listaverkið Ís- landsmerki eftir Sigurjón Ólafsson, annað ekki. Um verður að ræða færanlegar einingar sem verða víkjandi fyrir annarri starfsemi/framtíðarupp- byggingu á lóðunum sem um ræðir. Mögulegur fjöldi leikskólaplássa verður um það bil 60-100 á hverjum stað. Vandað skal til útlits húsnæðis- ins og verður yfirborð lóðar útfært sem aðlaðandi útisvæði fyrir börn. Á Barónsstíg 34 (Vörðuskóli) er lagt til að koma fyrir u.þ.b. 600 m² einingahúsnæði á lóðinni sem nýta á sem leikskóla fyrir u.þ.b. 60 börn. Ekki er ætlunin að leikskólinn verði á lóðinni til frambúðar heldur myndi hann víkja þegar kemur að því að byggja við Vörðuskóla (eða fyrr). Í dag er bílastæði á byggingarreitnum sem um ræðir. Útivistarsvæði Öskjuhlíðar nýtt Á Nauthólsvegi 81 (skólalóð) er lagt til að koma fyrir u.þ.b. 900 m² einingahúsnæði sem nýta á sem leik- skóla fyrir u.þ.b. 100 börn. Fyrirhug- aður grunnskóli á lóðinni verður ekki byggður næstu misserin. Við frágang lóðar skal leitast við að halda í nátt- úrulegan gróður og tengt verði eins og kostur er sjónrænt við ásýnd og umhverfi útivistarsvæðis Öskjuhlíð- ar. Gert er ráð fyrir að útivistarsvæði Öskjuhlíðar nýtist skólabörnum ásamt skólalóð. Í Vogabyggð 5 (skólalóð) er lagt til að koma fyrir u.þ.b. 900 m² eininga- húsnæði sem nýta á sem leikskóla fyrir u.þ.b. 100 börn. Vogabyggð 5 á í framtíðinni að þjóna sem skóla-, frí- stunda og útivistarsvæði. Í deili- skipulagi er heimild fyrir allt að 5.000 m² grunn- og leikskólabyggingu á tveimur til þremur hæðum á lóðinni. Ekki stendur til að hefja fram- kvæmdir við skólann næstu misserin. Á Eggertsgötu 35 er lagt til að koma fyrir u.þ.b. 900 m² eininga- húsnæði á lóðinni sem nýta á sem leikskóla fyrir u.þ.b. 100 börn. Á lóð- inni verður í framtíðinni reist allt að 8.575 m² bygging, sem nýtast á há- skólasamfélaginu. Loks er lagt til að stofna nýja lóð á Hagatorgi og reisa á henni u.þ.b. 600 m² einingahúsnæði sem nýta á sem leikskóla fyrir u.þ.b. 60 börn. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir Haga- torg. Til að byggja húsnæði á svæð- inu þyrfti því að sækja um stofnun nýrrar lóðar og sækja síðan um byggingarleyfi sem yrði grenndar- kynnt. Tekið er fram að skoða þurfi um- ferð og aðkomu foreldra og leikskóla- barna að torginu og leysa með við- unandi hætti. Bera skal úrlausnina undir samgöngustjóra. Enn fremur þurfi að sýna útfærslu á bílastæðum og frágangi á yfirborði torgsins. Talsvert er um lagnir undir Haga- torgi og hafa þarf samráð við Veitur vegna kvaða þegar/ef stofnuð er ný lóð og farið í framkvæmdir. „Eftir yfirferð á skipulagslegum forsendum á framangreindum fimm stöðum teljast tillögur að leikskóla- húsnæði vera í samræmi við gildandi skipulag,“ segir í niðurstöðu verkefn- isstjóra skipulagsfulltrúa Reykjavík- ur. Mikilvægt sé að alls staðar verði nýtt leikskólahúsnæði útfært þannig að það falli vel að því sem fyrir er og verði til prýði fyrir umhverfið. Leikskóli verði á Hagatorgi - Kynnt hafa verið í borgarkerfinu áform um fimm nýja leikskóla sem reistir verða til bráðabirgða Morgunblaðið/RAX Hagatorgið í dag Þar er nú að finna listaverkið Íslandsmerki eftir Sigurjón Ólafsson myndhöggvara, annað ekki. Í baksýn má sjá Neskirkju og Melaskóla. 22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2021 Í nóvember 2018 samþykkti borgarráð tillögur stýrihópsins „Brúum bilið“ sem fólu í sér áætlun um uppbyggingu 700-750 leikskólarýma á næstu fimm árin svo bjóða mætti öllum börnum 12 mánaða og eldri leikskólavist í Reykjavík fyrir lok árs 2023. Tillögur hópsins voru í sjö liðum. Jafnframt var samþykkt tillaga um stofnun stýrihóps sem hefði eftirlit með innleiðingu tillagnanna og þeim framkvæmdum sem þær kveða á um. Kostnaðarmat stýrihópsins leiddi í ljós að fyrrnefnd uppbygging leik- skólahúsnæðis kalli á 5,2 milljarða fjárfestingu á næstu fimm árum, 2018- 2023, og var gert ráð fyrir þeirri fjárhæð í fjárfestingaráætlun Reykjavíkur- borgar fyrir tímabilið 2019-2023. Samkvæmt kostnaðarmati stýrihópsins var gert ráð fyrir að árlegur viðbótarrekstrarkostnaður vegna fjölgunar leikskólarýma um 700-750 yrði alls 1,3-1,4 milljarðar króna á næstu fimm árum. Fyrrnefndar tölur þarf að uppreikna miðað við þróun vísitalna síð- ustu þrjú árin auk þess sem taka þarf með í reikninginn kostnað við stytt- ingu vinnuvikunnar, sem nýlega var samið um. Ný rými verði 700-750 alls TILLÖGUR STÝRIHÓPSINS „BRÚUM BILIГ Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur óskað eftir tilboðum í gerð landfyllingar í Bryggjuhverfi vestur. Þetta verður fyrsti áfangi af þremur en alls eru áformaðar landfyllingar þrettán hektarar að stærð. Seinni tvær land- fyllingarnar eiga eftir að fara í um- hverfismat þar sem m.a. verða könn- uð áhrif þeirra á laxagengd í Elliðaárnar. Verkið sem nú er boðið út felst í gerð landfyllinga, farghauga og varnargarðs fyrir vesturhluta Bryggjuhverfis, ásamt tilfærslu á farghaugum innan svæðisins. Einnig skal fjarlægja núverandi hafnar- bakka Ártúnshöfðahafnar, þar sem dæluskip Björgunar hafa haft við- legu undanfarna áratugi. Helstu magntölur eru: Móttaka efnis í varnargarð 20.000 fermetrar, efni í landfyllingu: 150.000 m3 og efni í farghauga: 170.000 m3. Tilboð verða opnuð 25. maí næstkomandi. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Ártúnshöfðahöfn Reykjavík verður einni höfn færri þegar hún hverfur. Bjóða út landfyllingu Bryggjuhverfis Your Shoes strigaskór SMÁRALIND www.skornir.is Skórnir eru framleiddir í Portúgal úr hágæ leðri sem og náttúrulegum efnum. Skórnir falla vel að fætinum, eru tímalausir og einstaklega þægilegir. Netverslun skornir.is Sumartilboð Tilboðsverð 7.497 Verð áður 14.995 ða

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.