Morgunblaðið - 06.05.2021, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 06.05.2021, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2021 STOÐ Bíldshöfða | STOÐ Hafnarfirði | stod.is CEP þrýstingssokkar blóðflæði í fótleggjum þannig haft góð áhrif nir auka og geta á líkamann. • Falla vel að fætinum • Auka stöðugleika • Auka blóðflæði • Örva liðskyn • Hraða endurheimt • Góð raka- og hitastjórnun • Margar gerðir og litir • Þýsk gæðavara EKKI BARA SOKKAR ÞRÝSTINGSSOKKAR Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Áætlað er að á vegum ofanflóða- sjóðs verði framkvæmt fyrir ríflega tvo milljarða króna í ár við varnir vegna snjó- og aurflóða. Varnirnar eru af ýmsum toga, en meðal annars verður unnið við mannvirkjagerð á Patreksfirði, í Neskaupstað, Siglu- firði, Flateyri, Seyðisfirði og Eski- firði. Á Fífladalasvæði í Hafnarfjalli fyrir ofan Siglufjörð verður haldið áfram og lokið uppsetningu upp- takastoðvirkja. Nýlega voru opnuð tilboð í framkvæmdahluta verksins og átti Köfunarþjónustan lægsta til- boð upp á tæplega 853 milljónir króna. Kostnaðaráætlun vegna verktakavinnunnar var upp á rúm- lega milljarð, en alls bárust fjögur tilboð í verkið. Miðað er við að fram- kvæmdirnar á Siglufirði standi í fjögur ár. Samkvæmt upplýsingum Haf- steins Pálssonar, verkfræðings í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, verða stærstu einstöku verkefni sjóðsins í ár á Patreksfirði og í Nes- kaupstað, þar sem á hvorum stað verður unnið fyrir yfir 400 milljónir króna. Á Patreksfirði verður unnið við varnargarða vestast í bænum og er um að ræða framhald á verkefnum síðustu ára. Í Neskaupstað er vinna í gangi við keilur og fleira undir Urðarbotni og Sniðgili, en varnargaður þar er að mestu kominn. Á Flateyri hefur uppsetning snjó- girðinga á litlum kafla á Eyrarfjalli verið boðin út og er um tilrauna- verkefni að ræða. Þá er verið að undirbúa frekari aðgerðir á Flat- eyri. Framkvæmdir og frumathugun Á næstunni verður gerð varnar- garðs við Ölduna og Bakkahverfi í norðanverðum Seyðisfirði boðin út og ættu framkvæmdir að geta hafist síðla sumars. Frumathugun á því hvað gert verður í framhaldi af aur- flóðunum í Seyðisfjarðarbæ í vetur ætti að liggja fyrir í sumarbyrjun. Þegar hún liggur fyrir verður tekin ákvörðun um hvað gert verður til að verjast aur- og snjóflóðum og síðan tekur við mat á umhverfisáhrifum, hönnun og fleiri þættir. Ofanflóða- sjóður hefur undanfarið komið að bráðavörnum í Seyðisfirði í kjölfar atburða vetrarins. Við Lambeyrará á Eskifirði verð- ur í ár unnið að krapaflóðavörnum og er það fjórði árfarvegurinn sem unnið er að í bænum. Hafsteinn segir að fjárveiting til ofanflóðasjóðs hafi verið hækkuð um 1.600 milljónir króna frá síðasta ári í tæpa 2,7 milljarða. Vegna seinkunar á nokkrum verkefnum í fyrra hafi fjármagn verið flutt á milli ára þannig að sjóðurinn hafi rúmlega þrjá milljarða til ráðstöfunar í ár. Hann reiknar með að kostnaður við framkvæmdir ársins verði 2,2- 2,4 milljarðar, en auk sjálfra fram- kvæmdanna fari fjármagn í ýmsan undirbúning svo sem hættumat, frumathuganir, mat á umhverfis- áhrifum, hönnun og rannsóknir. Í vikunni svaraði Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auð- lindaráðherra fyrirspurn frá Lilju Rafneyju Magnúsdóttur um aðgerð- ir í kjölfar snjóflóða. Í svarinu kem- ur meðal annars fram að ratsjá sem var á Skollahvilftargarðinum á Flat- eyri eyðilagðist í snjóflóðinu í janúar í fyrra og hefur hún verið endurnýj- uð. Í skriflegu svari ráðherra segir: „Í byrjun mars 2021 var á Flateyri sett upp í rannsóknarskyni nýjasta kynslóð snjóflóðaratsjár til þess að kanna hversu vel slíkt tæki getur nýst við snjóflóðavöktun á Flateyri og Hvilftarströnd. Þessi tegund ratsjáa getur séð mun stærra svæði en áður og greint flóð úr nokkrum snjóflóðafarvegum. Einnig getur ratsjáin greint staðsetningu og stærð snjóflóðanna. Ratsjáin gagnast hugsanlega í öryggisviðbúnaði vegna snjóflóða- hættu á Flateyrarvegi neðan Skollahvilftar og giljanna næst inn- an hennar og verður það kannað á næstunni í samvinnu við Vegagerð- ina. Ratsjár þessarar gerðar eru víða notaðar erlendis til þess að stjórna umferð um vegi sem liggja um snjóflóðahættusvæði.“ Í svarinu kemur einnig fram að prófun stendur yfir á tölvulíkani sem er ætlað að herma snjóflóð sem lenda á varnargörðum. Áform- að er að nýta líkanið við endurmat á hættu undir sex leiðigörðum á landinu síðar á þessu ári, þ.m.t. á Flateyri. Líkanið kann einnig að gagnast við mat á virkni keilna sem koma til greina til þess að hægja á snjóflóðum áður en þau lenda á leiðigörðunum á Flateyri. Aðvörunarljós sett upp Á síðasta ári var unnið að endur- uppbyggingu og styrkingu mæla- kerfis á Flateyri. Settir voru upp sjálfvirkir snjódýptarmælar á tveimur stöðum ofan Flateyrar síð- astliðið haust. Á Flateyri hefur ver- ið ráðinn snjóathugunarmaður í fast 25% starfshlutfall, en áður var þar snjóathugunarmaður á tíma- kaupi, og á Suðureyri hefur nú í fyrsta sinn verið ráðinn snjóathug- unarmaður. Ísafjarðarbær hefur sett upp að- vörunarljós í höfnunum á Flateyri og Suðureyri sem lögregla kveikir á þegar talin er hætta á flóðum eða flóðbylgjum. Snjóflóðavakt Veður- stofunnar metur aðstæður í sam- ráði við lögreglu og aðra aðila. Snjóflóðavaktfólki á Veðurstofunni hefur verið fjölgað úr sex í níu, að því er fram kemur í svarinu. Varnarvirki fyrir yfir tvo milljarða - Köfunarþjónustan bauð lægst í upptakastoðvirki ofan Siglufjarðar - Stærstu framkvæmdir ársins á Patreksfirði og í Neskaupstað - Tilraun með snjógirðingar ofan Flateyrar - Ný snjóflóðaratsjá Ljósmynd/Sigurður Hlöðversson Siglufjörður Vinnu við gerð snjóflóðavarna verður haldið áfram í sumar og bauð Köfunarþjónustan lægst í verkið. „Þessi hæð er ekki til í kerfinu og hef- ur aldrei verið,“ segir Ólafur Ingi Tómasson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og formaður skipulags- og bygging- arráðs bæjarins. Á síðasta fundi ráðs- ins var því hafnað að veita eigendum húsnæðis á Suðurhellu 10 frekari frest til að rýma húsnæðið. Um næstu mánaðamót rennur út 60 daga frestur sem eigendum var gefinn. Í húsnæðinu eru ósamþykktar leigu- íbúðir á millilofti sem er ekki að finna á teikningum. Gerðar hafa verið at- hugasemdir við búsetu í húsinu sem og atvinnustarfsemi. Segir Ólafur Ingi að hægt sé að breyta deiliskipu- lagi ef teikningum og öðrum gögnum verði skilað inn en sú breyting myndi aðeins fela í sér að atvinnustarfsemi yrði þar heimil, ekki búseta. Sam- kvæmt bréfi frá einum íbúa sem lagt var fyrir ráðið er nú búið í átta vinnu- stofum af 20, alls fjórtán manns. „Eigendur hafa fengið ítrekaðan frest frá áramótum en það þurfa allir eigendur að samþykkja. Við verðum að hlusta á athugasemdir frá slökkvi- liðinu og byggingarfulltrúa. Það er hins vegar fullur vilji hjá okkur til að leysa málin en til þess þurfa öll gögn, þar á meðal teikningar, að berast.“ hdm@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Suðurhella 10 Fjórtán búa í ólöglegum íbúðum þar. Um 20 eru fluttir. Þurfa að rýma húsið fyrir lok mánaðar - Eigendur Suðurhellu 10 fá ekki frest
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.