Morgunblaðið - 06.05.2021, Side 26

Morgunblaðið - 06.05.2021, Side 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2021 Kringlunni KRINGLU KAST 5.-10. maí 15% afsláttur af völdum vörumerkjum í Casa Kringlunni Mannekla lögreglu og mjúk lög- gæsla í dreifbýli er heiti rannsóknar, sem þeir Guðmundur Oddsson, dós- ent við Háskólann á Akureyri, og Andrew Paul Hill, lektor við Háskól- ann á Akureyri, hafa unnið. Mark- mið rannsóknarinnar var að kort- leggja þróun mannafla íslensku lögreglunnar frá árinu 2007, skoða lögregluna í evrópskum samanburði og greina upplifun dreifbýlislög- reglumanna af helstu áskorunum þeirra og bjargráðum. Meðal annars var rætt við 23 lögreglumenn með starfsreynslu í dreifbýli. Í útdrætti kemur meðal annars fram að fólksfjölgun, fjölgun ferða- manna og fækkun lögreglumanna hafi aukið álag og komið niður á lög- gæslu, ekki síst í dreifbýli. Árið 2018 hafi Ísland verið meðal þeirra Evr- ópulanda sem hafi haft hvað fæsta lögreglumenn (185) á hverja 100.000 íbúa. Í samantekt og lokaorðum segir að niðurstöður viðtala hafi leitt í ljós að dreifbýlislögreglumenn upplifi manneklu, ofurálag, margþætt verk- efni, litla aðstoð og óskýr mörk vinnu og einkalífs sem sínar helstu áskoranir. Helstu bjargráð dreif- býlislögreglumanna séu að þróa með sér fjölþætta kunnáttu og hugvits- semi við að virkja félagsauð nær- samfélagsins. Mikilvægust sé góð samskiptahæfni sem grundvallist á samræðum, hæfileikanum að geta stillt til friðar og mjúkri löggæslu til að viðhalda trausti almennings og samstöðu. Með marga hatta Eftirfarandi er haft eftir einum viðmælanda í rannsókninni: „Nánd- in er svo mikil í dreifbýli. Ég upplifði mig ekki bara sem löggu heldur sem félagsráðgjafa, prest og sálfræðing. Ég var með svo marga hatta og ég fékk bara borgað fyrir að vera með einn hatt. Fólk var að koma heim til manns og hringja í einkasíma manns og það skipti ekki máli hvað klukkan var. Þetta var gert allan sólarhring- inn. Það var bara ekkert einkalíf. Lögreglumenn í Reykjavík eru ekki að lenda í þessu [...] Aðrir hafa lent í þessu líka, eins og til dæmis læknar og prestar. Ef þú fórst á lífið þá varstu kominn í sálfræðiviðtal og að svara spurningum.“ Mjúk löggæsla í dreifbýlinu - Óskýr mörk vinnu og einkalífs Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Undanfarið hafa birst fréttir af endurbótum og breytingum sem gerðar hafa verið á eldri atvinnu- og geymsluhúsum í Reykjavík. Nýlega var samþykkt að breyta Ægisgötu 7 í íbúðarhús og birtist frétt um það í Morgunblaðinu 25. mars síðastliðinn. Á síðasta fundi borgarráðs var svo samþykkt að auglýsa breytingu á Nýlendureit sem felur í sér að breyta öðru húsi sem stendur í grennd við Slippinn og Gömlu höfn- ina. Þetta er húsið Nýlendugata 14, en framhlið þess snýr að Mýrargötu. Margvísleg starfsemi hefur verið í þessu húsi í gegnum árin en þekkt- ast er það í dag fyrir veitingahúsið Forréttabarinn, sem rekið hefur verið þar sl. 10 ár. Myndlistarmenn eru með vinnustofur á efri hæðum. Tillagan að nýju deiliskipulagi Nýlendureits er unnin af THG arki- tektum. Helstu breytingarnar eru þær að þaki Nýlendugötu 14 verður snúið svo hæsti punktur þess verður við Mýrargötu en í dag rís það hæst Nýlendugötumegin. Þakbygging með svölum verður heimil á lágþaki núverandi húss. Franskar svalir verða leyfðar á norðurhlið hússins og venjulegar svalir sunnanmegin. Þá verður lyftu komið fyrir í húsinu. Húsið var byggt árið 1939 Húsið Nýlendugata 14 var reist árið 1939 sem geymsluhús. Guð- mundur H. Þorláksson bygginga- meistari teiknaði húsið og fyrsti eig- andi þess var Ingimar Þorsteinsson, að því er fram kemur í húskönnun Borgarsögusafns frá 2003. Húsið er í fúnkísstíl og hefur breyst mikið frá upphaflegri gerð. Það telst í dag vera 826 fermetrar. Fram kemur í húsakönnuninni að fyrsta hús á lóðinni var timbur- skúr, sem virtur var 1911, og Jón Laxdal kaupmaður reisti. Í virðing- unni árið 1915 er sagt að húsið hafi áður verið notað fyrir fiskgeymslu en nú sé verið að breyta því í gos- drykkjaverksmiðju. Árið 1923 var virt nýtt geymsluhús á lóðinni. Það var byggt úr bindingsverki. Árið 1939 er virt ný járnsmiðja úr stein- steypu á lóðinni. Árið 1944 fær Ingi- mar leyfi til að byggja þrílyfta járn- smíðavinnustofu úr steinsteypu á lóðinni en viðbyggingin er tvær hæð- ir með skáþaki og úr steinsteypu. Í virðingu er viðbyggingin sögð vera byrjun á framtíðarhúsnæði. Sama ár voru timburskúrarnir rifnir og er því elsta húsið á lóðinni járnsmiðjan frá 1939. Húseignin var virt á ný árið 1962 og hafði þá verið byggt ofan á hana úr steinsteypu og er húsið allt slétthúðað og málað utan. Í húsinu var þá járnsmiðja og prentsmiðja. Tveir nýir vinnusalir fyrir sælgæt- isgerð voru þá á þakhæðinni. Morgunblaðið/sisi Fyrir breytingu Nýlendugata 14. Forréttabarinn er á jarðhæð og ýmis starfsemi á efri hæðum. Forréttabarinn fær nýtt útlit - Breytingar verða gerðar á húsi við Nýlendugötu/Mýrargötu - Franskar svalir á norðurhliðinni Tölvumynd/THG arkitektar Eftir breytingu Húsið verður hið glæsilegasta með frönskum gluggum á framhlið og þaksvölum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.