Morgunblaðið - 06.05.2021, Blaðsíða 36
151
293
119
83
48 35
28 15
15
Frá júní 2020 til 10. apríl 2021
Skipting eftir landshlutum, m.kr.
Suðurland Norðurl.
eystra
Vesturland Suðurnes Austurland Norðurl.
vestra
Vestfirðir Fyrirtæki á
landsvísu
Höfuð-
borgarsv.
Veitingar
Gisting
Samgöngur
Afþreying
37%
26%
12%
25%
Alls
787
m.kr.
Notkun ferðagjafar stjórnvalda Heimild: Stjórnarráðið
Þann 10. apríl sl. höfðu
139 þúsund nýtt sér ferða-gjöfina fyrir alls um
787 milljónirkróna
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
N
ýja ferðagjöfin sem
stjórnvöld ætla að færa
landsmönnum 18 ára og
eldri í sumar verður
væntanlega lögfest innan tíðar en
frumvarp ferðamálaráðherra um
endurnýjun á ferðagjöf stjórnvalda
hefur verið lagt fram á Alþingi. Líkt
og í fyrra verður fjárhæðin 5.000 kr.
fyrir hvern einstakling og er lagt til
að hægt verði að nýta nýju ferðagjöf-
ina á tímabilinu frá 1. júní til 31.
ágúst næstkomandi. Ferðagjafirnar
sem gefnar voru út á seinasta ári
falla niður við endurnýjun Ferðagjaf-
ar 2021 en enn er hægt að nota ónýtt-
ar ferðagjafir sem gefnar voru út í
fyrra allt til 31. maí næstkomandi
þegar allar ónýttar ferðagjafir falla
niður.
Ferðagjafirnar eru liður í að styðja
við bakið á ferðaþjónustunni í far-
aldrinum og hvetja landsmenn til að
ferðast innanlands. Margir hafa not-
fært sér gjafirnar allt fá því í fyrra-
sumar, en sá hópur er engu að síður
nokkru stærri sem hefur ýmist ekki
nálgast ferðagjöfina sína eða ekki
notað hana enn sem komið er, jafnvel
þótt þeir hafi sótt hana á island.is.
60 þúsund með gjöfina ónotaða
Í greinargerð frumvarpsins má sjá
tölur um notkunina frá því í júní á
seinasta ári. Alls fengu þá um 280
þúsund einstaklingar ferðagjöfina út-
gefna. Frá gildistöku gjafarinnar í
júní í fyrra og til 10. apríl sl. hafa alls
um 199 þúsund manns sótt gjöfina
eða um 71%. Af þeim hafa svo um 139
þúsund einstaklingar þegar nýtt sér
gjöfina eða tæpur helmingur (49,6%)
allra þeirra sem áttu rétt á gjöfinni.
Ríflega 80 þúsund manns hafa því
ekki haft tök á eða ekki haft fyrir því
að sækja sér ferðagjöfina. Af þeim
sem það hafa gert eru um 60 þúsund
einstaklingar enn með ferðagjöfina
ónotaða í smáforriti í símanum sín-
um.
700 milljónir ónotaðar
Alls voru 1,5 milljarðar settir í
ferðagjöfina þegar hún var lögfest í
fyrrasumar. 10. apríl sl. voru lands-
menn búnir að taka út um 787 millj-
ónir kr. af ferðagjöfunum og eru því
enn um 700 milljónir lausar til ráð-
stöfunar allt til næstu mánaðamóta,
þar sem færri hafa nýtt sér hana en
upphaflega var gert ráð fyrir. Viðbú-
ið er að umræðan þessa dagana í
kringum endurnýjun ferðagjaf-
arinnar muni ýta við einhverjum að
nýta gjöfina áður en hún rennur út
fyrir lok maí en í frumvarpinu er
áætlað að um 30–50 milljónir kr.
verði nýttar það sem eftir er af gild-
istíma gjafarinnar. Því gætu 650
milljónir verið lausar til ráðstöfunar
þegar gildistími ferðagjafarinnar
rennur út þann 31. maí og færast
þá yfir á næsta tímabil til að standa
undir notkun nýju ferðagjafarinnar í
sumar. Er í frumvarpinu lagt upp
með að veita 750 milljónir til viðbótar
vegna nýju ferðagjafarinnar þannig
að samanlagður kostnaður við end-
urnýjunar hennar nemi um 1,4 millj-
örðum kr., þ.e.a.s. ef gjafirnar verða
nýttar til fulls í sumar. Þó er á það
bent að telja megi hverfandi líkur á
því að endurnýjuð ferðagjöf verði
nýtt til fulls á þriggja mánaða gild-
istíma hennar.
Frá upphafi hafa 812 fyrirtæki í
ferðaþjónustu um allt land skráð sig
til þátttöku og tekið á móti ferðagjöf-
inni. Sjá má af upplýsingum sem fjár-
mála- og efnahagsráðuneytið upp-
færir reglulega að um 37%
ferðagjafa hafa verið notaðar til að
greiða fyrir veitingar, 25% hafa farið
í afþreyingu af ýmsu tagi, 26% í gist-
ingu og 12% í samgöngur.
Rúmur helmingur
ekki nýtt ferðagjöfina
36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Fréttir fráBret-landi
bera með sér að
tilveran er
smám saman að
færast í betra horf. Þar
ræður mestu að aðgerðir
Breta við bólusetningar
heppnuðust miklu betur
þar en á meginlandi Evr-
ópu þar sem hvert klúðrið
tók við af öðru. Ekkert
gaf Brexit flottari ein-
kunn en þetta þótt marg-
ar aðrar væru góðar.
Valdamenn á svæðinu,
sem sátu uppi með
Svarta-Pétur, brugðust
við með því að hrökkva í
baklás eða fádæma fýlu
nema að hvort tveggja
væri.
Þeir tóku að urra út úr
sér hótunum eða þá að
gefa frá sér yfirlýsingar
sem áður en langur tími
leið hjá höfðu stangast
illa hver á annarrar horn.
Forseti Frakklands hóf
hatursherferð gegn bólu-
efninu AstraZeneca sem
Bretar og Svíar fram-
leiddu og voru talsmenn
smáríkja í ESB (og óbil-
andi áhangendur þeirra!)
fljótir að hlýða kalli.
Þetta bóluefni mætti alls
ekki gefa fólki í Evrópu ef
það væri orðið 65 ára eða
eldra. Ekki voru liðnar
nema þrjár vikur eða svo,
þá bárust yfirlýsingar í
óðagoti um að eingöngu
mætti gefa þetta bóluefni
fólki sem VÆRI ORÐIÐ
65 ára eða eldra! Því
næst, fáum vikum síðar,
var tilkynnt að kvenfólki
mætti alls ekki gefa efnið
nema þær væru 49 ára
eða eldri. Öll vísindin sem
brúkuð voru í upphlaupin
voru óþægilega vanbúin
og vandræðaleg.
Því er þó ekki að neita
að opinberlega hefur ver-
ið um það rætt að traust-
leiki allra þessara bólu-
efna gæti ekki fengið
lokavottorð um áreið-
anleika fyrr en á árinu
2023.
En heimurinn, og er þá
átt við ráðandi öfl hans,
hefur komið sér saman
um að þar sem neyðar-
ástand ríki sem verði
óbærilegra með hverri
viku sem líður, þá væri
óhjákvæmilegt
að samþykkja
að kostir og
gallar bóluefna
væru orðnir
nægilega þekkt-
ir til að verjandi væri að
ráðleggja fólki, og reynd-
ar knýja það til, ef ekki
vill betur, að þiggja bólu-
efnin nú þegar. Ýmsir eru
þó að vonum þeirrar skoð-
unar að réttlætanlegt
væri að þvinga ekki börn
eða yngra fólk, sem fram-
tíð mannkyns veltur á, til
að bólusetjast hafi for-
eldrar og það sjálft efa-
semdir um réttmæti þess.
Í því sambandi má horfa
til þess að smithætta fari
hratt minnkandi þegar
aðrir hópar væru vel
bólusettir. Sá hópur hafi
einnig sýnt að hann kemst
nær alfarið vel frá því,
þótt hann smitist, sem sé
fremur sjaldgæft og heil-
brigðiskerfi landanna
komin í góða stöðu til að
veita þeim sem þó veikt-
ust meira en algengast er,
ríkulega hjálp sem ætti að
duga.
Seinustu fréttir frá
Bretlandi sýna að nú er
svo komið að mun fleiri
látast úr flensu eða
lungnabólgu en vegna
kórónuveirunnar. Þetta
eru grípandi merki um að
þar eru slík mál að kom-
ast í hefðbundinn farveg.
Hitt er annað mál, að
hér og víðar um allan
heim er það talinn sjálf-
sagður hlutur að til vest-
urheims berist flensa
hvert einasta haust frá
Kína sem felli fjölda
manns, og þá auðvitað
helst þá sem hafa minnst-
an viðnámsþrótt. Hvað er
svona sjálfsagt við það?
Er ekki kominn tími til
að krefjast skýringa á
þessum árvissu veirum
þótt þær séu ekki krýnd-
ar?
Farfuglarnir eru góðir
gestir og við tökum þeim
fagnandi. En það er ekki
sjálfsagður hlutur að
flensa fari að hugsa til
okkar og annarra í þess-
um heimshluta um sama
leyti og íslensku fuglarnir
eru nýfarnir til vetursetu.
Getum við ekki orðið sam-
mála um það?
Er sjálfsagt að
árviss flensa berist
til vesturheims
frá Kína?}
Nú vakna spurningar
F
rá síðustu áramótum hafa okkur
ítrekað borist fréttir af klúðri heil-
brigðisyfirvalda við flutning skim-
unar á leghálskrabbameini frá
Krabbameinsfélaginu til heilsu-
gæslustöðva, Landspítala og danskrar rann-
sóknarstofu í Hvidovre. Starfsfólk allra þessara
staða er vel hæft til sinna starfa en það breytir
því ekki að ákvarðanataka heilbrigðisyfirvalda
um flutning sýnanna úr landi og framkvæmdin í
kjölfarið virðist vera svo illa unnin og ómarkviss
að eftir standa þúsundir kvenna í óvissu um
heilsufar sitt. Þessar konur hafa bent á vandann
en ekki náð að opna augu heilbrigðisyfirvalda.
Fjöldi heilbrigðisstarfsmanna hefur einnig látið í
sér heyra undanfarna mánuði en ekkert er held-
ur á þá hlustað heldur haldið áfram með ferlið
eins og ekkert sé.
Á Alþingi hefur þetta dæmalausa ástand verið rætt
margsinnis, hvort tveggja í þingsal sem og í velferðarnefnd
Alþingis. Þá hefur Alþingi, að frumkvæði allra þingmanna
stjórnarandstöðu, samþykkt skýrslubeiðni til heilbrigðisyf-
irvalda um það hvernig staðið var að undirbúningi og fram-
kvæmd þessarar ákvörðunar.
Eftir því sem málið er rætt frekar hér á Alþingi kemur æ
betur í ljós hversu illa ígrunduð sú ákvörðun var að flytja öll
leghálssýni úr landi. Svör virðast berast seint og illa frá
hinni dönsku rannsóknarstofu til Íslands. Einnig hefur
komið fram að færa þarf sýnin yfir á danskar kennitölur áð-
ur en þau eru send úr landi og þegar svörin berast til baka
þarf að færa sýnin til baka yfir á íslenskar
kennitölur viðkomandi kvenna. Þannig þarf að
tvíbreyta grunnupplýsingum á þessum krabba-
meinssýnum og eykur það eitt og sér mjög á
flækjustig og hættu á mistökum á að rangar
upplýsingar berist umræddum konum. Loks
hefur verið á það bent að þegar niðurstöður
rannsókna kvenna, sem leitað hafa til kven-
sjúkdómalækna utan heilsugæslu, berast til
baka til Íslands þá sé oft ansi djúpt á svörum til
þeirra kvenna og ekki síður þeirra lækna sem
þær þjónusta. Þeir læknar, sem vegna sjúkra-
sögu kvennanna þurfa að fá frekari upplýsingar
um einstaka sýni, geta ekki eins og áður átt
samtal við rannsóknaraðila, því lítil tenging er
við rannsóknarstofuna ytra. Það getur skipt
máli, að sögn sérfræðinga, hvort umrædd kona
hafi einhverja sögu um frumubreytingar þegar
teknar eru ákvarðanir um meðferð eða ekki. Þetta samtal
hefur nú, vegna ákvarðana heilbrigðisyfirvalda, verið rofið
og heilsuöryggi kvenna minnkar.
Eftir að hafa heyrt álit fjölda sérfræðinga í málaflokkn-
um held ég að ráð sé að færa þessar rannsóknir aftur til Ís-
lands. Hér er þekking og tækjabúnaður til að annast þetta
og þeim mun meiri tími sem líður í þeirri óvissu sem nú ríkir
þeim mun meiri hætta er á að óafturkræft tjón eigi sér stað.
Enginn vill bera ábyrgð á slíku.
helguvolu@gmail.com
Helga Vala
Helgadóttir
Pistill
Heilsuöryggi kvenna
Höfundur er þingman Samfylkingarinnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Landsmenn hafa notað ferða-
gjöfina hjá ferðaþjónustu-
fyrirtækjum víðsvegar um land-
ið. Í greinargerð frumvarpsins
kemur fram að 293 milljónir kr.
hafa verið nýttar hjá ferða-
þjónustufyrirtækjum á höfuð-
borgarsvæðinu. 119 milljónir
hafa verið nýttar hjá fyrir-
tækjum á Suðurlandi. 83 millj-
ónir hafa verið nýttar á Norður-
landi eystra, 48 milljónir á
Vesturlandi, 35 milljónir á Suð-
urnesjum, 28 milljónir á Austur-
landi, 15 milljónir á Norðurlandi
vestra og 15 milljónir á Vest-
fjörðum. Þá hefur 151 milljón
verið notuð hjá fyrirtækjum
sem starfa á landsvísu.
Nýta á ferð
um landið
SVÆÐISBUNDIN SKIPTING
Á ferð Með ferðagjöfinni er fólk
hvatt til að ferðast um landið.