Morgunblaðið - 06.05.2021, Síða 44
44
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2021
Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is
Gelísprautun
• Gefur náttúrulega fyllingu
• Grynnkar línur og hrukkur
• Sléttir húðina
Gelísprautun
er náttúruleg
andlitslyfting án
skurðaðgerðar
sem framkvæmd
er með náttúrulegu
fjölsykrunum frá
Neauvia Organic.
Tímapantanir í síma 533 1320
Búumyfir 20 ára reynslu í húðmeðferðum -Þitt útlit.Okkar þekking.
Öðru hvoru er
þetta 45 ára gamla
mál, Geirfinnsmálið, í
umræðunni. Ég
minnist þeirra tíma
þegar Geirfinnur
hvarf og allra mála-
ferlanna í kjölfarið.
Þrátt fyrir nokkrar
efasemdir mínar, þá
man ég það svo að ég
hafi – eins og flestir
– trúað því að dómsniðurstaðan
væri sannleikanum samkvæm.
Samt sýndist mér sumt í frétta-
flutningi af hvarfi Geirfinns vera
ótrúverðugt, m.a. hef ég alla tíð
talið að svokallaður „Leirfinnur“
sé óviðkomandi hvarfi Geirfinns.
Yfirheyrslutækni
Nú legg ég það til að hæfir og
lærðir rannsakendur verði fengn-
ir til að skoða á ný einn þátt
þessa máls. Ég gef mér það að
allar yfirheyrslur vegna þessa
máls séu geymdar á segulbands-
spólum. Hér á ég ekki við yf-
irheyrslur, á þess tíma ætluðum
sakborningum, heldur yfir-
heyrslur á allt öðru fólki, sem
gæti hugsanlega leitt til þess að
færa okkur nær því, hvaða maður
eða menn það voru sem ollu
hvarfi Geirfinns. Er það ekki lík-
legt, að Geirfinnur hafi eitthvað
þekkt og haft kynni af þeim sem
ollu hvarfi hans? Er ekki líklegt
að hann hafi – eins og kannski
fyrir tilviljun – minnst á og nafn-
greint þann mann, eða menn?
Með þetta í huga gef ég mér að
rannsóknarmenn hljóti að hafa yf-
irheyrt eftirtalið fólk: Fjölskyldu
Geirfinns, tengdafólk hans og alla
hans nánustu ættingja. Enn frem-
ur alla hans vini og kunningja,
vinnufélaga og allt það fólk sem
hann hafði þá umgengist síðustu
árin. Hljóta ekki rannsakendur að
hafa yfirheyrt allt þetta fólk aft-
ur, einhverjum dögum síðar og í
þriðja skiptið að mánuði liðnum,
alltaf með nákvæmlega sömu
spurningunum? Nú þekki ég ekki
hvaða vinnutilhögun lærðir rann-
sakendur viðhafa, en það er vitað
að menn þurfa að
hafa gott minni til að
geta endurtekið síðar
eitthvað sem ekki er
fyllilega satt. Oft má
líka heyra á radd-
hreim manna þegar
eitthvað er ekki full-
sagt eða eitthvað er
sagt ósatt.
Með ofangreindum
orðum er ég ekki að
ætla vinum Geirfinns
neitt óheiðarlegt, en
ég tel hins vegar að
lykillinn að þessu
máli kunni að liggja í öllu því sem
hann kann að hafa sagt í þeirra
áheyrn og eins hvort menn hafi
greint persónuleikabreytingar í
fari hans áður en hann hvarf.
Spurningar
Geirfinnsmálið er svo marg-
slungið að þar hafa kviknað
margar spurningar sem ekki hafa
fengist svör við. Sumar þeirra
kunna að þykja fjarstæðu-
kenndar, en þar skyldi ekkert úti-
loka fyrir fram. Hér koma fáeinar
þeirra:
1. Kemur til greina að Geirfinn-
ur hafi sjálfur ákveðið hvarf sitt
og undirbúið það á þann veg, að
hvarfið upplýstist ekki, m.a. með
villandi orðum við aðra? Ólíklegt
er að honum hafi tekist að komast
af landi brott og dyljast þar án
þess að af honum fréttist. Hafi
hann framið sjálfsmorð, þá ættu
einhverjir að hafa orðið varir við
persónuleikabreytingar eða und-
arleg orð af hans vörum síðustu
vikur og mánuði fyrir hvarf hans.
Hafi hann framið sjálfsmorð, þá
er nær útilokað að hann hafi átt
sér vitorðsmann.
2. Mér vitanlega hefur her-
stöðin á Keflavíkurflugvelli aldrei
verið bendluð við hvarf Geirfinns.
Sumir Keflvíkingar þekktu per-
sónulega bæði erlenda og íslenska
starfsmenn þar. Rannsakendur
hljóta að hafa kannað það til hlít-
ar, hvort Geirfinnur hafði tengsl
og sambönd við fólk þar.
3. Við yfirheyrslur hljóta rann-
sakendur að hafa gert ráð fyrir
því að einhverjir svarendur gæfu
vísvitandi röng svör til að villa
um og leiða rannsóknina á villi-
götur. Með aðferðum sem ég
nefndi áðan, þá eiga rannsókn-
armenn að átta sig á slíku.
4. Gert er ráð fyrir að Geirfinn-
ur hafi horfið af mannavöldum.
Þá vakna tvær spurningar. A)
Ætlaði sá eða þeir sem Geirfinn
hittu einungis að eiga við hann
einhver samskipti, en rás atburða
hafi leitt til manndráps? Eða B)
Var það ásetningur að myrða
hann? (Sú tilgáta hefur líka komið
fram að hann hafi slasast – látist
við einhver „störf“, án þess að
hann eða aðrir hafi ætlast til að
svo færi – en er það ekki heldur
ólíklegt?)
Hafi það hins vegar verið
ásetningur að myrða Geirfinn, þá
hafa minnst tveir menn staðið að
verki. Hafi slíkt verið ásetningur,
þá er líklegt að önnur hvor af
tveimur ástæðum liggi þar að
baki; annað er eitthvað persónu-
legt og þá mjög djúpstætt og hitt
er viðkomandi fjármálalegum og
viðskiptalegum samskiptum.
(Hann kynni líka að hafa verið
látinn hverfa, af því að hann vissi
of mikið um eitthvað, sem alls
ekki mátti vitnast). Í áður nefnd-
um yfirheyrslum kynni að leynast
lykillinn að því að nálgast þetta.
Enginn vafi er á að rannsak-
endur hljóta að hafa skoðað í
þaula allar peningafærslur sem
höfðu farið í gegnum hendur
Geirfinns. Á þeim árum voru
handskrifaðar bankaávísanir mik-
ið notaðar og ég ætla að hægt
hafi verið að rekja allan feril
þeirra. Nánasta fólk Geirfinns
hlýtur að hafa vitað hvort hann
notaði peningaseðla mikið í við-
skiptum.
Meira verður fjallað um mál
þetta síðar.
Geirfinnsmálið
Eftir Gunnar
Guðmundsson
frá Heiðarbrún
» Geirfinnsmálið er
svo margslungið að
þar hafa kviknað marg-
ar spurningar sem ekki
hafa fengist svör við.
Gunnar
Guðmundsson
Höfundur er fræðimaður og m.a.
höfundur bókarinnar „Leitin að
Njáluhöfundi“.
Tannsteinn er tann-
sýkla, sem við köllum
oft skán, sem kalkar
vegna steinefna í
munnvatninu. Það
tekur tannstein um
það bil 48 klukku-
stundir að myndast,
ef tannsýklan fær að
liggja óáreitt á tönn-
unum. Þegar tann-
steinn hefur myndast
finnur fólk stundum
aukinn hrjúfleika
tannar með tungu en
í ójöfnurnar setjast
bakteríur og litur úr
fæðu og getur tann-
steinn oft orðið ansi
dökkur.
Hvar er algengast
að tannsteinn
myndist?
Þar sem útfærslu-
gangar munnvatnsins
eru, þar myndast tannsteinninn
vanalega fyrst. Þetta er aftan við
neðri góms framtennur og utan við
efri góms jaxla (við kinnina). Svæð-
in alveg upp við tannholdið eru
einnig algengir staðir tannsteins
sem og á milli tanna, sem leiða oft
til tannholdsbólgu og blæðingar við
burstun/tannþráðsnotkun.
Undir tannholdsbrún myndast
einnig tannsteinn, þó mismikið
milli fólks en erfðir og meðal ann-
ars reykingar eiga þarna stóran
þátt. Tannsteinn undir tannholdi er
töluvert meira áhyggjuefni því
þarna fá bakteríurnar frið til þess
að mynda ákveðinn vítahring sem
getur leitt til tannholdssjúkdóma.
Hvernig er best að koma
í veg fyrir tannstein?
Munnhirðan á gríðarstóran þátt
í því hvort tannsteinn myndast eða
ekki. Oftast er mælt með svokall-
aðri Bass-tækni við burstun, en þá
höllum við tannburstanum 45 gráð-
ur upp að tönn/tannholdi, hreyfum
burstann í litla hringi á hverri
tönn, svo burstahárin fari helst að-
eins undir tannholdið. Mikilvægt er
að nota mjúkan bursta og lítinn
þrýsting svo við eigum ekki á
hættu að skaða tannholdið.
Mikilvægt er að nota tannþráð-
inn daglega, á milli allra tanna og
beita honum þannig að hann
„faðmi“ hvora tönn fyrir sig, sirka
1-2 mm undir tannholdið. Ef blæð-
ing verður við notkun tannþráðs er
það vísbending um bólgur, en fólk
skal ekki hræðast þetta heldur
halda samviskusamlega áfram
notkun, þar sem blæðing stöðvast
oftast á 1-2 vikum. (Undantekning
á þessu eru óléttar konur en hjá
þeim er tannholdið mjög viðkvæmt
og blætt getur við minnsta áreiti.
Við mælum þó áfram með tann-
þræði á meðgöngu en gott er að
fara varlegar með tannþráðinn ef
blæðir mikið).
Ef myndast hafa bil undir
snertipunkti milli tanna, þ.e. upp
við tannholdið, er mikilvægt að
hefja notkun millitannabursta, sem
koma þá oft í staðinn fyrir tann-
þráðinn. Á þá skal setja tannkrem
og bursta hliðarfleti tannanna með
þeim daglega. Gott getur verið að
fá aðstoð við val á stærð/sverleika
hjá tannlækni og jafnvel hvernig
best er að beita þeim.
Mikilvægt er að
halda sykurneyslu í al-
gjöru lágmarki til þess
að halda heilsu tann-
holds góðri. Meiri syk-
ur þýðir meiri tann-
sýkla og þar með
meiri tannsteinn, en
einnig getur syk-
urneysla ýtt undir
bólgumyndanir. Enn-
fremur er mikilvægt
að næra sig rétt og
vel til þess að fá öll
næringarefni, vítamín
og steinefni sem lík-
aminn þarfnast til við-
gerða og uppbygg-
ingar, hvort sem er í
munnholinu eða öðr-
um hlutum líkamans.
Hver er besta
meðferðin?
Besta meðferðin er
einstaklingsbundin en
meta þarf hvort tann-
steinn er undir eða yf-
ir tannholdsbrún,
hvort tannholdsbólgur séu til stað-
ar og hvort komnir séu pokar nið-
ur með tönnum og þar með tann-
holdssjúkdómur myndaður.
Mikilvægt er að fara til tann-
læknis að minnsta kosti einu sinni
á ári í skoðun og tannhreinsun og
ef þörf er á frekari djúphreinsun
er oft sett upp plan með ein-
staklingnum. Mögulega þarf að
byrja á að hreinsa vel upp úr pok-
um og svo tekur við viðhalds-
meðferð sem getur verið tíðari
heimsóknir til tannlæknis í ein-
hvern tíma og kennsla í bættri
munnhirðu.
Tannsteinn er skafinn af tönn
með þar til gerðum áhöldum og er
ekki mælst til þess að fólk reyni
að hreinsa hann sjálft heima. Ekki
er sársaukafullt að hreinsa tann-
stein nema hann liggi undir tann-
holdi. Þá má grípa til þess að
deyfa og djúphreinsa án þess að
fólk finni til.
Tannsteinn og börn
Nokkuð algengt er að börn
myndi tannstein eins og við full-
orðna fólkið, jafnvel þau allra
yngstu. Myndun tannsteins hjá
börnum er hins vegar ekki
áhyggjuefni heldur þvert á móti
merki um sterkt og öflugt munn-
vatn sem hjálpar til við end-
urkölkun tannanna og viðhald
sýrujafnvægis í munni.
Ekki er jafn mikilvægt að
hreinsa tannstein hjá ungum börn-
um eins og hjá fullorðnum og er
því oft beðið þar til barnið hefur
náð aldri og þroska til þess að
setjast í tannlæknastól og láta
framkvæma hreinsun. Það getur
verið ansi breytilegt milli barna
hve ung þau eru tilbúin í þetta og
ekkert áhyggjuefni á meðan beðið
er.
Ég hvet alla til þess að fara til
tannlæknis að minnsta kosti einu
sinni á ári og sinna daglegri munn-
hirðu af ástríðu. Við fáum því mið-
ur ekki nema tvö tannsett og dýr-
keypt getur verið að tapa einni
tönn eða fleirum, sérstaklega ef
hægt er að komast hjá því. Mun-
um einnig að kenna börnunum
okkar mikilvægi góðrar munnhirðu
svo þau fari inn í lífið með heilar
og heilbrigðar tennur.
Tannsteinn
Eftir Írisi
Þórsdóttur
Íris Þórsdóttir
ȃg hvet alla
til þess að
fara til tann-
læknis að
minnsta kosti
einu sinni á ári
og sinna dag-
legri munnhirðu
af ástríðu.
Höfundur er tannlæknir.
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
ÞARFTU
AÐ LÁTA
GERA VIÐ?