Morgunblaðið - 06.05.2021, Side 46
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2021
Allir M E Ð M B L . I S O G H A G K A U Pgrilla
Frábært úrval af kjöti á grillið
Kíktu við!
Er ekki
kjörið að
grilla?
Sími 557 8866 | www.kjotsmidjan.is | Fossháls 27, 110 Reykjavík
Opnunartími
8:00-16:30
Mestu skiptir að grillið sé vel heitt
áður en það er notað. Ef hitinn er
ekki nægur er hætt við að það sem
verið er að grilla hreinlega sjóði og
nái ekki þeirri áferð og bragði sem
sóst er eftir. Ef til stendur að
grilla við 180°C er gott að ná hit-
anum fyrst í 250°C, því við það að
opna grillið tapast hiti auk þess
sem hráefnið er alltaf mun kaldara
en grillflöturinn.
Mikilvægt er að nota kjarnhita-
mæli til að ná sem bestri nið-
urstöðu, stingið í þykkasta hluta
kjötsins án þess að snerti bein.
Grillið á alltaf að vera hreint, lag
af ösku og fitu gefur grillmatnum
vont bragð og því skipta hreint
grill og grind öllu máli og minnka
líkur á íkveikju. Einfalt ráð áður
en kjötið er grillað er að ná því
fyrst upp í stofuhita. Þá styttist
eldunartíminn og verður jafnari.
Til að kjötið brúnist sem best er
gott að salta það með flögusalti 5–
10 mín. fyrir eldun. Þetta er gert
til þess að þurrka yfirborð kjötbit-
ans og með því móti brúnast það
betur og hraðar (Maillard
reaction).
Til að fá eftirsótt reykjarbragð
á rafmagns- eða gasgrilli er hægt
að setja álpappír með ögn af við-
arkurli sem komið er fyrir yfir
hitagjafanum, til dæmis aftast á
grillfletinum. Forðist að nota mik-
ið af olíu á kjötið því það getur orð-
ið til þess að hún leki niður á kolin
eða brennarana og kveiki eld.
Ef stærri stykki með langan
eldunartíma eru elduð á grilli skal
raða kolunum þannig að „köld“
hlið sé öðrum megin á grillinu,
beinn hiti á stærri kjötstykki leiðir
til bruna. Bitann er gott að setja í
álbakka til að safna safanum sem
lekur af því. Forðist að vefja kjöti í
álpappír ef til stendur að grilla
það, því þá kemst raki ekki frá yf-
irborðinu og lítil sem engin grillun
á sér stað.
Í flestum tilvikum festist kjöt
ekki við grindina ef hún er nógu
heit. Ástæðulaust er að vera
hræddur við háan hita, sér-
staklega þegar byrjað er að grilla,
því hann hjálpar til við að fá rétta
áferð á kjötið og það festist síður.
Öfug grillun eða „reverse sear“ er
aðferð sem verður æ vinsælli hér á
landi. Þá er kjötið sett á kaldari
stað grillsins og notast við lágan
hita á bilinu 70°-120°C uns það
hefur náð réttu kjarnhitastigi. Þá
er kjötið tekið af grillinu og það
hitað upp í 250°-300°C og kjötið
brúnað vel á öllum hliðum. Salta
þarf kjötið aftur eftir að það kem-
ur af grillinu. Forðist að krydda
kjöt með pipar áður en það er
brúnað því pipar brennur við lág-
an hita og veldur brunabragði.
Best er að krydda með pipar eftir
að grillun hefur átt sér stað. Mjög
mikilvægt er að hvíla kjöt eftir að
það kemur af grillinu til að lág-
marka vökvatap.
Heimild: Íslenskt lambakjöt
Grillráð vikunnar
Þóra Kolbrá Sigurðardóttir
thora@mbl.is
Grilllæri frá Hagkaup sem búið er að
marinera með íslenskum kryddjurtum.
Bökunarkartöflur
Ferskur maís
Plómur
Hunang
Piparostasósa
BBQ-sósa: Famous Dave Texas Dip
Dressing:
Sýrður rjómi
Fersk steinselja
Hitið grillið upp í miðlungshita og
setjið lærið á það. Æskilegt er að
kjötið sé við stofuhita þegar það fer á
grillið.
Snúið lærinu reglulega (á 15-20
mínútna fresti) uns kjarnhitinn er
kominn upp í 65 gráður. Penslið
reglulega með BBQ-sósu.
Á sama tíma skal byrja að grilla
kartöflurnar en gott er að forbaka
þær í ofni þar sem þær þurfa töluvert
langan tíma til að verða gegneldaðar.
Hreinsið maísinn og sjóðið í nokkr-
ar mínútur til að hann þurfi styttri
tíma á grillinu. Setjið því næst á grill-
ið.
Hreinsið stilkinn og skafið innan
úr sveppunum. Skerið ostinn í sneið-
ar og raðið inn í sveppinn.
Skerið plómurnar í tvennt. Fjar-
lægið steininn og hellið hunangi yfir.
Hitið sósuna upp í potti.
Setjið maísinn, sveppina og plóm-
urnar á grillið og grillið uns tilbúið.
Takið af grillinu, gott er að láta
kjötið hvíla um stund áður en það er
borið fram en hér er öllum matnum
raðað á eitt fat og borið fram þannig.
Afar einföld en algjörlega frábær
máltíð.
Grillað lambalæri eins og það gerist best
Grillað lambalæri er hin fullkomna grillmáltíð því vel eldað lambakjöt er eins og við vitum – algjört sælgæti. Að grilla lambalæri er
fremur einfalt, þá ekki síst ef heimilið býr svo vel að eiga kjarnhitamæli. Meðlætið er eins einfalt og hugsast getur. Grillkartöflurnar
leika þar stórt hlutverk og ekkert verið að flækja einfaldan hlut. Með kartöflunum er svo löguð einföld sósa úr sýrðum rjóma og
steinselju. Grillaður maís og síðan plómur sem búið er að skera í helminga og setja hunang yfir. Punkturinn yfir i-ið eru síðan
portobello-sveppirnir sem búið er að fylla með frönskum camembert-osti.
Einfalt Að grilla lambalæri í álpappír tekur um 50-60 mínútur. Best er að byrja á mjög háum hita fyrstu mínúturnar en lækka svo og leyfa því að liggja á jöfnum
miðlungshita næstu 40-50 mínúturnar en þá tekur þú álpappírinn og grillar kjötið á háum, beinum hita síðustu mínúturnar til að fá grill bragðið utan á kjötið.