Morgunblaðið - 06.05.2021, Side 48
48 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2021
✝
Matthildur
Ingvarsdóttir
fæddist á Landspít-
alanum í Reykjavík
27. mars 1948. Hún
lést á heimili sínu
Lóulandi 9 26. apríl
2021.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Ingvar Júlíusson, f.
5.12. 1912, d 11.3.
1992, og Halldóra
Jóna Valdimarsdóttir, f. 2.7.
1913, d. 4.12. 1995. Matthildur
ólst upp á Bjargi í Garði og var
næstyngst systkinanna, en þau
eru: Guðbjörn, f. 1935, Haf-
steinn, f. 1936, Agnes, f. 1938,
d. 1999, Sigurður, f. 1941,
Kristjana, f. 1943, Helgi, f.
1946, d. 1946, og Ingvar Jón, f.
1952. Einnig ólst upp á Bjargi
Einar Jón, sonur Matthildar, f.
1967.
Fyrri maður Matthildar var
Páll Lárusson (Bobby), f. 1949,
þau skildu. Sonur þeirra er Ein-
ar Jón, f. 14.10. 1967, maki
Hildur Hauksdóttir, börn þeirra
eru Una Margrét, f. 1998, og
Eyþór Ingi, f. 2003.
Matthildur giftist eftirlifandi
eiginmanni sínum Magnúsi Þór
Magnússyni, f. 15.1. 1947, hinn
15.5. 1975. Foreldrar Magnúsar
voru Jónína Þórðardóttir, f.
13.8. 1902, d. 2.1. 1992, og
Kristinn Magnús Kristjánsson,
f. 7.8. 1904, d. 25.11. 1962.
Börn Matthildar og Magn-
úsar eru: 1) Elmar Þór, f. 13.3.
1973, maki Helga Andersen,
gekk í Gerðaskóla. Versl-
unarprófi lauk hún frá Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja árið
1977.
Matta fór snemma að vinna
og fór í vist á Raufarhöfn, vann
á Arnarholti, og var vinnukona
hjá Birgi Jóhanns tannlækni og
frú. Megnið af starfsævinni
starfaði hún við verslunarstörf,
lengst af eða um 20 ár í hús-
gagnaversluninni Duus. Á
Hornafirði rak hún pylsuvagn
en eftir að hún flutti aftur í
Garðinn vann hún sem mót-
tökuritari, bæði á Heilsugæslu-
stöðinni í Garði og á HSS. Matta
og Maggi ráku veitingastaðinn
Flösina á Garðskaga í fimm ár.
Hennar vinnuferli lauk svo við
störf á Hótel Aurora.
Matta starfaði fyrir knatt-
spyrnufélagið Víði og Kven-
félagið Gefn, þar sem hún staf-
aði í ýmsum nefndum, í um 40
ár allt frá því hún flutti í Garð-
inn árið 1979. Hún var einn af
máttarstólpum Víðis og kom
þar að öllum árshátíðum, setti
upp og samdi leikþætti auk þess
að semja mikið af vísum. Hún
var einn af stofnendum Kvenna-
klúbbs Víðis sem var stuðnings-
net leikmanna Víðis. Matta var
sæmd silfurmerki Víðis á 60 ára
afmæli félagsins.
Matta var virk á prjónakvöld-
um og í félagsstarfi eldri borg-
ara í Auðarstofu.
Útför Matthildar fer fram frá
Útskálakirkju í dag, 6. maí
2021, klukkan 13 að viðstöddum
nánustu aðstandendum.
Streymt verður frá útförinni á
slóðinni:
https://www.facebook.com/
groups/matthilduringvarsdottir
Streymishlekk má einnig
finna á:
https://www.mbl.is/andlat
börn þeirra eru
Alex Breki, f. 2002,
Aron Máni, f. 2004,
og Kolbrún Líf, f.
2006. 2) Harpa
Lind, f. 7.12. 1979,
börn hennar Krist-
ófer Máni, andvana
fæddur 2004, og
Matthildur Erna, f.
2005. Stjúpbörn
Hörpu Lindar eru
Aron Björn, f.
1995, Jóhann Helgi, f. 1997,
Halldór Heiðar, f. 2001, og
Katrín Rós, f 2004. 3) Sigmar
Víðir, f. 4.9. 1982.
Uppeldisdóttir Matthildar og
Magnúsar er Ingibjörg Ólafs-
dóttir, f. 13.8. 1960, maki
Sveinn H. Zophoníasson. Börn
þeirra eru: a) Eva María, f.
1986, maki Björn Magnús og
börn þeirra Eyþór Ingi, Sveinn
Kristinn, Hólmfríður Addý og
Ragnhildur Emma. b) Heiða, f.
1987, maki Ævar Örn. Synir
þeirra eru Tristan Andri og
Jökull Heiðar. c) Fannar Þór, f.
1989, maki Ragna Dís. Dætur
þeirra eru Regína María og
Ingibjörg Erla. d) Andri Freyr,
f. 1994, maki Guðrún Arndís.
Sonur þeirra Ásgeir Karl.
Matta og Maggi hófu búskap
á Brekkubraut 9 í Keflavík
1971. Þau fluttu í Garðinn um
1979, síðan á Hornafjörð í tvö
ár og aftur í Garðinn 1997 á
Sunnubraut 1, en síðustu fjögur
ár bjuggu þau í Lóulandi 9 í
Garði.
Matta ólst upp á Bjargi og
Mánudagurinn 26. apríl sl. var
í raun bjartur og fagur þrátt fyr-
ir að sorgin hafi yfirtekið allt
þann dag er móðir mín kvaddi
þetta jarðneska líf. Já í raun átti
maður ekki von á að mamma
mundi kveðja svona snemma þótt
vitað væri hvert stefndi. Við
systkinin höfðum setið og spjall-
að við mömmu kvöldið fyrir and-
látið, slegið á létta strengi og
hlegið, við áttum von á að sam-
tölin yrðu fleiri, en þau verða að
vera án mömmu þar til við kom-
um öll saman í annarri vídd.
Mamma hafði fengið sinn
skerf af veikindum en hún var
einungis 37 ára þegar hún
greindist fyrst með krabbamein
og átti það eftir að taka sig upp
nokkrum sinnum á æviskeiðinu.
Hún hafði verið laus við þennan
óvin í langan tíma og því var það
mikið áfall er veikindi gerðu vart
við sig í fyrra. Það stóð ekki til að
gefast upp núna frekar en áður.
Þrátt fyrir mikinn vilja og bestu
fáanleg lyf þá varð því miður ekki
komist hjá því að játa sig sigraða.
Fréttirnar tóku mjög á okkur öll
enda ekki vaninn hjá mömmu að
gefast upp. Mamma tók niður-
stöðunni af miklu æðruleysi og
eins og hún orðaði það sjálf við
mig, þá fékk hún annað tækifæri
þegar hún var 37 ára og hún
hafði nýtt það vel.
Mamma var einstök kona,
dugleg og ósérhlífin hvort heldur
var í vinnu eða við félagsstörfin
sem voru hennar líf og yndi. Víð-
isfélagið fékk svo sannarlega að
njóta hennar krafta, sama hvort
það var fjáröflun eða að setja upp
leikþætti fyrir árshátíðir, þar var
hún á heimavelli og í essinu sínu.
Ég held að svarið „nei“ hafi
sjaldan verið notað. Jafnvel þeg-
ar hún var orðin 70 ára þá kom
hún og vann á barnum á 700
manna þorrablóti sem haldið er
árlega í Garðinum og ástæðan
var, að það var svo gaman að
geta lagt félaginu lið og vinna
með unga fólkinu, já þetta þótti
henni gaman.
Kvenfélagið var svo hinn póst-
urinn í félagslífinu, sama upp-
skrift, gaman saman og leggja
sig fram fyrir samfélagið sitt.
Það eru ófáar veislurnar sem
þær hafa komið að konurnar og
erfidrykkjurnar eru óteljandi.
Sjálf sagðist hún ekkert ætla að
kveðja fyrr en hægt yrði að halda
almennilega veislu, en Covid
stoppar það í bili. Já jafnvel
mamma sem var mjög ákveðin
kona, og er þá vægt til orða tekið,
stjórnar ekki þessum ströngu
samkomuskilyrðum.
Sjálfur er ég ekki alinn upp
hjá mömmu, en móðuramma og
–afi ólu mig upp. Eftir að pabbi
og mamma skildu, þá var ég eins
árs, bjuggum við mamma hjá
ömmu og afa á Bjargi. Mamma
fór svo að búa í Keflavík og mál
þróuðust þannig að ég fékkst
ekki til að flytja. Mamma sagði
mér þegar ég var orðinn fullorð-
inn að þetta hefðu verið erfiðir
tímar fyrir sig, en mér leið vel og
hún setti sig í annað sætið fyrir
mig. Alltaf voru tengsl okkar
mömmu góð og alltaf var Maggi
mér góður, ég var alltaf þeirra
sonur.
Nú þegar komið er að kveðju-
stund er gott að horfa til baka og
láta hugann reika til þeirrar ferð-
ar sem við höfum átt, hún var
sátt við drenginn sinn og hans
ferðalag, barnabörnin sem hún
eignaðist og stolt var hún af öllu
sínu fólki.
Elsku mamma, ég þakka ferð-
ina okkar saman, bestu þakkir
fyrir allt.
Þinn sonur,
Einar Jón.
Elsku Matta amma var ein-
stök og best allra. Hún var ekki
bara amma mín heldur amma
allra sem ég þekkti líka. Mínar
uppáhaldsminningar frá yngri
árum voru þegar ég kom í heim-
sókn upp á Flös með vinkonum
mínum og við fengum að vera
með þér á veitingastaðnum. Góð-
semin og hjálpsemin einkenndi
þig allt þitt líf og ég trúi því að
það hafi algerlega skinið í gegn á
Flösinni.
Síðustu jól voru sérstök fyrir
okkur tvær. Við gátum setið tím-
unum saman að drekka kaffi og
tala um allt og ekkert. Ég man að
ég hugsaði oft hversu mikið ég
kunni að meta okkar vinskap og
hversu nánar við vorum alltaf.
Það var sama þótt síðustu ár
kæmi ég einungis heim nokkrum
sinnum á ári, það var alltaf eins
og við sæjum hvor aðra á hverj-
um degi. Ég mun alltaf muna eft-
ir síðustu jólum og varðveita þær
minningar sem við bjuggum til.
Matta amma var einstök og
best allra. Hennar verður sárt
saknað en minnst sem konu sem
gladdi hjarta allra, barðist fyrir
því sem hún trúði á og var mesti
dugnaðarforkur sem fyrirfinnst
og sá alltaf það góða í öllum. Þeg-
ar ég verð stór langar mig að
verða eins og amma.
Þín
Una Margrét.
Elsku amma.
Það hafa verið forréttindi að
eiga þig að allt mitt líf. Þú sagðir
það sem þú hugsaðir og meinaðir
það sem þú sagðir, ekkert kjaft-
æði. Hreinni og beinni mann-
eskju hef ég ekki fyrirhitt. Alltaf
varstu svo góð, svo ljúf og svo
fyndin. Þú hafðir þennan hlátur
sem fékk mig alltaf til að brosa.
Ég er þakklát fyrir að við náðum
að ferðast saman hér um árið og
þær minningar sem ég eignaðist
þar, þær mun ég bera í hjarta
mér alla tíð. Elsku amma, góða
ferð í sumarlandið og við hitt-
umst aftur þegar minn tími kem-
ur. Takk fyrir allt. Ég elska þig
alltaf!
Ég sendi mínar dýpstu sam-
úðarkveðjur til fjölskyldunnar.
Minningin um góða konu lifir í
hjörtum okkar.
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt, hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
(Vatnsenda-Rósa)
Eva María og fjölskylda.
Ég var ekki gömul þegar ég
hitti þig fyrst, en þú áttir áttir í
mér hvert bein strax þá. Alltaf
gat ég reiknað með stuðningi
ykkar Magga Þórs í öllu sem ég
gerði, en líka bent á ef ég ætlaði
að gera einhverja vitleysu.
Þegar við Denni fluttum norð-
ur spurðir þú hvort ég væri ekki í
lagi að flytja í þessa snjóakistu,
ég róaði þig, sagðist bara ætla að
vera í 2 ár, en þau eru nú orðin
36. þetta þýddi margar ferðir
ykkar Magga Þórs norður með
fullt skott af tertum og mat, því
það voru allskonar veislur sem
þurfti að sjá um. Við Denni eig-
um ykkur Magga Þór svo mikið
að þakka í gegnum öll árin, takk
fyrir allan stuðninginn við mig
þegar ég þurfti, sem barn, ung-
lingur, ung kona og til dagsins í
dag, takk fyrir að gefa mér aðra
fjölskyldu sem mér þykir afar
vænt um og hafa tekið mér sem
dóttur ykkar, takk fyrir allar
gleðistundirnar og stuðninginn
þegar eitthvað bjátaði á, takk
fyrir allar skemmtilegu ferðirn-
ar, bæði innanlands og utan-
lands. Takk fyrir að vera alltaf til
staðar fyrir manninn minn, börn-
in mín og barnabörn.
Elsku Maggi Þór, Einar Jón,
Elmar Þór, Harpa Lind, Sigmar
Víðir og fjölskyldur, hugur okkar
er hjá ykkur.
Að eiga vin er vandmeðfarið,
að eiga vin er dýrmæt gjöf.
Vin, sem hlustar, huggar, styður,
hughreystir og gefur von.
Vin sem biður bænir þínar,
brosandi þér gefur ráð.
Eflir þig í hversdagsleika
til að drýgja nýja dáð.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Imma og fjölskylda.
Ingibjörg María Ólafsdóttir.
Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð
hjartans þakkir fyrir liðna tíð
lifðu sæl á ljóssins friðarströnd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsd. frá Brautarholti)
Í dag þegar ég kveð elsku
Möttu okkar leitar hugurinn 60
ár til baka þegar ég kom í fyrsta
sinn að Bjargi. Þá mætti mér
andlit í eldhúsglugganum, ung-
lingsstelpu sem náttúrlega var
forvitin að sjá þessa stelpu sem
Siggi bróðir var að koma með
heim. Þetta var Matta. Okkur
varð fljótt vel til vina sem haldist
hefur öll þessi ár. Það má með
sanni segja að Matta var litrík
kona. Það var aldrei nein logn-
molla í kringum hana sama hvert
var litið. Hún var dugnaðarfork-
ur til allra verka, þrátt fyrir að
heilsan hafi ekki alltaf verið góð.
Matta greindist fyrst með alvar-
legt krabbamein fyrir rúmlega
35 árum, en hún hélt ótrauð
áfram þangað til fyrir rúmu ári
að allt blossaði upp aftur og nú
varð ekki við neitt ráðið. Þetta
hefur verið erfitt ár í alla staði,
ekki hvað síst vegna aðstæðna í
þjóðfélaginu. En hún kaus að
vera heima og fékk að deyja
heima eins og hún vildi.
Bjargfjölskyldan hefur alla tíð
verið samheldin og má segja að
Matta hafi verið límið í fjölskyld-
unni.
Alltaf var gott að leita til henn-
ar og það var aldrei neitt mál hjá
henni, hún var boðin og búin að
hjálpa öllum þegar þess þurfti.
Að lokum langar mig að þakka
Möttu mágkonu minni samfylgd-
ina og þakka minningar sem
munu lifa áfram um ókomna tíð.
Elsku Maggi Þór og fjölskyld-
an öll, Guð gefi ykkur styrk á erf-
iðum tímum.
Farðu í guðs friði.
Þín mágkona,
Kristín Erla Guðmunds-
dóttir (Didda).
Okkur systrum langar til að
minnast elskulegu Möttu föður-
systur okkar og yndislegrar vin-
konu, með nokkrum orðum.
Matta var ótrúleg kona, það
eru eiginlega ekki til nógu mörg
lýsingarorð sem lýsa henni nógu
vel. Hún var dugleg, jákvæð,
hress, brosmild, hreinskilin,
stjórnsöm, þrjósk, beinskeytt og
allt þar á milli.
Það var gott að koma til
Möttu. Við systur höfum alltaf
getað leitað til hennar ef eitthvað
bjátaði á hjá okkur. Hún hafði
alltaf tíma til að hlusta og veita
góð ráð. Þau hjónin Matta og
Maggi pössuðu okkur þegar við
vorum litlar og hafa alla tíð verið
stór partur af okkar lífi.
Matta var þannig manneskja
að hún vildi allt fyrir alla gera,
alltaf tilbúin að hjálpa til alveg
sama hvernig stóð á hjá henni
sjálfri. Lífið var ekki alltaf auð-
velt hjá henni en hún greindist
fyrst með krabbamein fyrir um
35 árum síðan. Seinna tók það sig
upp í beini og nú síðast í lunganu.
Hún var ótrúleg baráttukona og
barðist fram á síðustu stundu.
Hún valdi það sjálf að fara ekki á
sjúkrahús, hún ætlaði að fá að
deyja á Lóulandinu og þannig fór
það. Hún talaði opinskátt um
dauðann með mikilli yfirvegun og
æðruleysi og var sjálf búin að
skipuleggja jarðaförina sína.
Okkur er alveg fyrirmunað að
skilja hvernig henni tókst að tak-
ast á við veikindi sín með slíku
æðruleysi vitandi hvað framund-
an var.
Mikið er sárt að kveðja elsku
Möttu okkar. Það var skrítið að
sjá hana ekki lengur í stólnum
sínum í Lóulandinu, en þar hafði
hún haldið til meira og minna s.l.
ár vegna veikinda sinna
Matta var í okkar augum hin
sanna íslenska kona:
Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að sér.
Hún heitast þig elskaði’ og fyrirgaf þér.
Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og
hlíf.
Hún er íslenska konan, sem ól þig og
þér helgaði sitt líf.
Með landnemum sigldi’hún um
svarrandi haf.
Hún sefaði harma. Hún vakti’er hún
svaf.
Hún þerraði tárin. Hún þerraði blóð.
Hún var íslenska konan, sem allt á að
þakka vor þjóð.
Hún þraukaði hallæri, hungur og fár.
Hún hjúkraði’og stritaði gleðisnauð ár.
Hún enn í dag fórna sér endalaust má.
Hún er íslenska konan, sem gefur þér
allt sem hún á.
Ó, hún er brúður sem skín!
Hún er barnsmóðir þín
eins og björt sólarsýn!
Ó! Hún er ást, hrein og tær!
Hún er alvaldi kær
eins og Guðsmóðir skær!
Og loks þegar móðirin lögð er í mold
þá lýtur þú höfði og tár falla’á fold.
Þú veist, hver var skjól þitt, þinn
skjöldur og hlíf.
Það var íslenska konan sem ól þig og
gaf þér sitt líf.
En sólin, hún sígur, og sólin, hún rís,
og sjá: Þér við hlið er þín hamingjudís,
sem ávallt er skjól þitt, þinn skjöldur
og hlíf:
Það er íslenska konan, tákn trúar og
vonar,
sem ann þér og þér helgar sitt líf.
(Ómar Ragnarsson)
Elsku Matta.
Hafðu þakkir fyrir allt og allt.
Við systur þökkum góð ár með
þér og þínum.
Elsku Maggi Þór og fjölskyld-
ur, Guð gefi ykkur styrk til að
takast á við þessa miklu sorg og
tímann sem framundan er.
Jóna Sigurðardóttir og
Guðlaug Sigurðardóttir
(Jóna og Gullý).
Þegar einhver fellur frá
fyllist hjartað tómi
en margur síðan mikið á
í minninganna hljómi.
Á meðan hjörtun mild og góð
minning örmum vefur
þá fær að hljóma lífsins ljóð
og lag sem tilgang hefur.
Ef minning geymir ást og yl
hún yfir sorgum gnæfir
því alltaf verða tónar til
sem tíminn ekki svæfir.
(Kristján Hreinsson)
Látin er kær vinkona, Matta á
Bjargi. Matta hefur verið mér af-
ar kær allt mitt líf, í leik og ráð-
leggingum.
Við skautuðum á síkinu,
renndum okkur á skíðasleðum,
sippuðum um allan Garð, svo fínu
hvítu sportsokkarnir urðu allir í
slettum. Við gerðum líka smá
prakkarastrik stundum, en
gleymdum þeim mjög fljótt, fór-
um þann sama dag að sníkja
servéttur og vorum þá teknar og
skammaðar. En Matta var fljót
að svara fyrir okkur.
Hún var ráðgjafi minn er ég
eignaðist frumburðinn, hafði hún
eignast sinn fjórum árum áður.
Gat ég endalaust hlustað á henn-
ar góðu ráð og frásagnir.
Minning þín sem stjarna skær
skín í huga mér svo kær.
Ég sendi út í húmið hljótt
hundrað kossa – góða nótt.
(Íris Dungal)
Blessuð sé minning þín, elsku
vinkona.
Guðveig Sigurðardóttir
(Veiga í Brautarholti).
Vorið var rétt að vakna í Garð-
inum þegar Matta kvaddi á heim-
ili sínu í Lóulandi. Vildi vera í
faðmi fjölskyldu sinnar. Stjórn-
söm og hiklaus sem fyrr. Hún
náði að finna að sumarið var á
næsta leiti. Við ræddum það.
Hún var sátt eins og hægt er,
þakklát fyrir árin sem hún átti.
Við þekktum ekki annað en væri
gott að vera barn í Garðinum.
Ævintýri og frelsi í leik og svo
fljótlega einnig í starfi. Tún og
fjara, síkin með fugli og stundum
rennislétt fyrir sleða og skauta.
Fiskvinnsla í húsum og á fisk-
Matthildur
Ingvarsdóttir
Sálm. 14.2
biblian.is
Drottinn horfir á
mennina af himnum
ofan til þess að sjá
hvort nokkur sé
hygginn, nokkur
sem leiti Guðs.