Morgunblaðið - 06.05.2021, Qupperneq 50
✝
Ingibjörg Þór-
ey Sveinbjörns-
dóttir fæddist í
Stykkishólmi 28.
janúar 1951. Hún
lést 30. mars 2021 á
heimili sínu í
Reykjavík.
Foreldrar henn-
ar voru bæði frá
Grundarfirði,
Magnþóra Kristín
Þórðardóttir, f. 4.4.
1932, d. 2.6. 2010, og Sveinbjörn
Árnason, f. 20.8. 1926, d. 22.6.
2020. Ingibjörg var elst sex
systkina.
rún Inga, f. 1957, maki Ingolf J.
Petersen, f. 1940, börn þeirra
eru: a) Berglind, maki Guð-
mundur Örn Guðmundsson,
börn: Elvar Örn, Embla Rún og
Eva Karen. b) Ingolf Davíð, maki
Anna Dewhurst. 4) Díana Særún,
f. 1961, maki Jón Þór Trausta-
son, f. 1960, d. 2013, börn þeirra
eru a) Linda Björk, dóttir: Ellen
Katrín. b) Aron Örn, maki Sól-
veig Eva Pétursdóttir, barn: Jón
Þór. c) Egill þór, maki Inga
María Árnadóttir, barn: Aron
Trausti. 5) Kolbrún Linda, f.
1964, maki Stefán Halldórsson, f.
1962, synir þeirra eru Ívar Mika-
el og Samúel.
Sambýlismaður Ingibjargar
var Guðmundur Bjarni Jóhanns-
son, f. 1956.
Ingibjörg Þórey var jarð-
sungin frá Neskirkju 20. apríl
2021.
Systkini hennar
eru 1) Árni, f. 1953,
maki Marianne
Lindkvist Svein-
björnsson, sonur
þeirra Jonathan
Sveinbjörn er lát-
inn. 2) Sveindís
María, f. 1954, maki
Óskar Sigurbjörns-
son, f. 1954, börn
þeirra eru: a) Vikt-
or Björn, maki
Vaka Hildur Valgarðsdóttir,
börn: Viktoría Tea og Alexander
Adríel. b) Tinna María, börn:
Mikael Úlfur og Krummi. 3) Sig-
Okkur finnst það ákaflega
óraunverulegt og sárt að Ingi-
björg Þórey, elsku systir okk-
ar, sé látin. Hún varð bráð-
kvödd, enginn fyrirvari;
vaknaði bara ekki einn morg-
uninn.
Hún var nýorðin sjötug.
Nú fáum við ekki fleiri sím-
hringingar frá henni á kvöldin
þar sem hún var að biðja okk-
ur um greiða eða vildi bara
spjalla.
Lífið fór ekki alltaf mjúkum
höndum um Ingibjörgu. Hún
varð fyrir erfiðum áföllum
sem settu mark sitt á hana.
Orkumikill krakki var hún,
ákveðin og dálítið hvatvís.
Hún var hörkudugleg til
vinnu, vann m.a. við fiskverk-
un og saumaskap. Nokkur
sumur fór hún í sveit til Her-
dísar ömmu og Árna afa vest-
ur í Hellnafell við Grundar-
fjörð.
Ingibjörg var ávallt kát,
brosmild og létt í skapi og var
fljót að koma auga á hið
spaugilega í tilverunni. Hún var
hrókur alls fagnaðar í fjöl-
skylduboðum, naut sín mjög vel
á ferðalögum okkar saman og
þegar Árni bróðir kom frá Sví-
þjóð með gítarinn og við sátum
og sungum dátt. Þá var oft
glatt á hjalla og Ingibjörg söng
þar manna hæst. Systkinabörn-
unum fannst mjög gaman að
hlusta á frænku sína segja sög-
ur og hlógu með henni dátt.
Hún hlustaði mikið á tónlist og
hafði mikið yndi af bókalestri.
Þrátt fyrir erfiða lífsleið gaf
Ingibjörg ótalmargt af sér með
geislandi persónuleika sínum;
fallega glettna brosinu og ein-
lægninni sem skein úr augun-
um. Nú fer þessi fjársjóður í
banka minninganna.
Við systkinin kveðjum nú
yndislega systur okkar með
trega og sorg í hjarta en
einnig með virðingu og kæru
þakklæti fyrir samveruna.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Sveindís María.
Ingibjörg Þórey
Sveinbjörnsdóttir
50 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2021
✝
Bertha I. Jo-
hansen fædd-
ist á Reyðarfirði
2. maí 1934, dóttir
hjónanna Johan
Thulin Johansen,
f. 7.6. 1907, d.
1975, og Svövu
Þorgerðar Þór-
hallsdóttur, f.
29.6. 1912, d.
2003. Systkini
hennar eru Rolf, f.
1933, d. 2007,
Kitty, f. 1936,
Hulda Gerður, f.
1938, stúlka, f.
1938, d. 1938, Þór-
hallur Dan, f.
1943, d. 2013, og
Thulin, f. 1946.
Bertha lést 28.
október 2020.
Útför hennar
fór fram í kyrrþey
4. nóvember 2020.
Þegar við minnumst elsku-
legrar systur okkar, Berthu
Ingibjargar, sem hefði orðið 72
ára 2. maí 2021, rifjast upp
margar góðar og skemmtilegar
minningar sem við áttum á upp-
vaxtarárum okkar á Reyðar-
firði. Á heimili foreldra okkar
var gott að alast upp þar sem
ást og kærleikur var í öndvegi.
Við vorum fljótt látin vinna og
hjálpa til við húsverkin enda
fjölskyldan stór og oft mjög
gestkvæmt. Bertha var næst-
elst af okkur systkinum og kom
það mest í hennar hlut að gæta
yngri barna á heimilinu. Eftir
hefðbundna skólagöngu á Reyð-
arfirði fór hún í Héraðsskólann
á Eiðum og lauk þaðan lands-
prófi. Síðan lá leið hennar í
Samvinnuskólann í Reykjavík
þaðan sem hún útskrifaðist
1951. Þetta sama ár var hún
valin ein íslenskra ungmenna til
að fara í norræna skógrækt-
arferð til Norður-Noregs á veg-
um Skógræktarfélags Íslands.
Þetta var að vonum mikið æv-
intýri fyrir svo unga stúlku
enda minntist hún oft á þessa
ferð með mikilli gleði og
ánægju. Um eins árs skeið
dvaldi Bertha í New York og
lagði stund á bókmenntir. Frá
árinu 1953 til 1964 starfaði hún
sem flugfreyja hjá Flugfélagi
Íslands hf., bæði innan lands og
utan. Hún nefndi oft hversu erf-
iðar þessar ferðir voru, langir
og strangir vinnudagar við erf-
iðar aðstæður og oft við frum-
stæð skilyrði. Sérstaklega
Grænlandsflugið. Þetta gekk þó
alltaf upp að lokum og með
góðu og skemmtilegu sam-
starfsfólki. Eftir að fluginu lauk
starfaði hún sem gjaldkeri á
Hótel Sögu og síðar á Hótel
Loftleiðum sem aðalgjaldkeri.
Þar lauk hún sínum starfsferli.
Bertha ferðaðist mikið til út-
landa með vinkonum sínum,
sérstaklega eftir að hún hætti
að vinna. Hún drakk í sig
menningu og siði þeirra landa
sem hún heimsótti enda var hún
góð tungumálakona. Bertha var
ein af stofnendum Félags fyrr-
verandi flugfreyja, Svalanna, og
studdi það félag alla tíð.
Bertha var ógift og barnlaus.
Hún tók saman við fyrrverandi
samstarfsmann sinn, Hörð Sig-
urjónsson flugstjóra, f. 1921, d.
2003, eftir að hann varð ekkju-
maður. Þau voru bæði mjög
tónelsk og var mikið spilað á
flygilinn á Háaleitisbrautinni
forðum. Góðar minningar það-
an. Bertha var fjölhæf kona,
spilaði fallega á píanó þótt hún
kynni engar nótur og söng eins
og engill.
Bertha var glæsileg kona
með mikla útgeislun sem gaman
var að tala við. Hún var vel að
sér í allri þjóðfélagsumræðu og
fylgdist vel með því sem var að
gerast á innlendum og erlend-
um vettvangi alveg til síðasta
dags. Sérstakt dálæti hafði hún
á bresku konungsfjölskyldunni
og fylgdist vel með því fólki, las
t.d. Hello-blaðið af mikilli inn-
lifun.
Síðustu ár hennar voru henni
erfið. Hún gekk í gegnum mikil
veikindi sem leiddu hana til
enda þessa lífs, en þrátt fyrir
þær þjáningar sem hún þurfti
að þola var hún alltaf jákvæð í
hugsun. Hún vildi lítið gera úr
sínum veikindum og því síður
vildi hún tala um þau. Þegar
hún var spurð hvernig henni liði
þá var svarið oftast, verra getur
það verið en þetta kemur allt
með hækkandi sól og brosi.
Við systkinin þökkum Berthu
fyrir allar fallegu og góðu
stundirnar sem við áttum með
henni og geymir hver um sig
þær fallegu minningar og
myndir sem við eigum af henni í
huga okkar.
Síðustu árin bjó Bertha á
Dalbraut 14 þar sem hún undi
hag sínum vel.
Blessuð sé minning hennar.
Kitty, Hulda og Thulin
Johansen.
Bertha I. Johansen
✝
Þorleifur Guð-
mundur
Jóhannesson var
fæddur í Reykjavík
7. júní 1937. Hann
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu í Nes-
kaupstað 18. apríl
2021.
Foreldrar hans
voru Jóhannes
Jónsson frá Litlu-
Þverá í Fljótum, f.
14.6 1911, d. 23.8. 1991, og Sig-
urbjörg Þorleifsdóttir frá Hofi í
Norðfirði, f. 17.12. 1912, d. 20.7.
2003. Þorleifur var næstelstur
sjö barna þeirra. Sigmar, f. 27.8.
1935, d. 25.4. 2015, Þorleifur sem
hér er kvaddur, 7.6. 1937, Jón
Þórir, f. 12.12. 1940, Sigrún Hild-
ur, f. 18.12. 1941, Anna Björk, f.
11.11. 1947, Jóhanna Kolbrún, f.
7.6. 1949, d. 15.10. 2018, Óli Sæv-
ar, f. 6.12. 1951, d. 20.9. 2019.
Árið 1966 kvæntist Þorleifur
Þrúði Jónsdóttur frá Reykjavík,
f. 9.10. 1947.
Börn þeirra eru: 1) Una Berg-
lind, f. 8.1. 1966. Hún giftist Víði
Gunnarssyni, f. 29.11. 1962. Þau
slitu samvistir. Börn þeirra eru:
(1a) Lilja Rut, f. 8.2 1985, maki
Einar Eysteinsson, f. 4.8. 1988.
Börn þeirra eru Freyja Mjöll, f.
2.9. 2013, Baldur Logi, f. 12.8.
2016. (1b) Berglind Helga, f. 27.9.
1989, maki Andri Valsson, f. 11.5.
1984. (1c) Bergþór, f. 5.9. 1993,
maki Aníta Brá Leifsdóttir, f.
20.9. 1994.
2) Arnar Þór, f. 3.4. 1967, maki
Hjálmfríður Þöll Friðriksdóttir,
f. 17.1. 1969, börn hennar eru
Emil Aðalsteinsson, f. 23.2. 1998,
Elísa Aðalsteinsdóttir, f. 23.1.
2002.
Þau eru búsett í Danmörku.
Börn Arnars eru:
(2a) Sveinn Valur, f.
4.11. 1988.
Móðir Sveins
Vals, Inga Rún
Harðardóttir, f. 2.2.
1969. (2b) Ellen, f.
2.6. 1997, barn
hennar Adrian
Miguel Ugembe, f.
20.4. 2018. (2c)
Andrea Lind, f.
11.9. 1998. (2d) El-
ísa Margrét, f. 3.7. 2001, móðir
þeirra er Anna Kristín Axels-
dóttir Sandholt, f. 2.10. 1976. (2e)
Elma Rún, f. 30.12. 2009, móðir
hennar er Heiða Björg Árnadótt-
ir f. 3.6. 1982.
Þorleifur ólst upp með for-
eldrum sínum og systkinum í
Reykjavík. Smálönd nefndist
hverfi í útjaðri borgarinnar þar
sem þau bjuggu um árabil þar til
þau fluttu í Melbrekku sem stóð
við Bleikargróf 7, þar var sann-
kallað hjarta fjölskyldunnar og
samkomustaður ættingja og
vina.
Móðurfjölskylda Þorleifs bjó
að Hofi í Norðfirði þar sem hann
hann dvaldi flest sumur frá unga
aldri. Þorleifur fer til sjós nítján
ára gamall og vann sem háseti á
netabátum, síðutogurum og öðr-
um gerðum skipa frá hinum
ýmsu útgerðum.
Fram að þrítugu stundaði
hann sjóinn á vetrum, en kaus að
vera í landi á sumrin.
Síðar á lífsleiðinni tók hann þá
ákvörðun að flytja austur á land.
Hann bjó á Eiðum um árabil.
Þegar heilsunni fór að hraka
flutti hann til Egilsstaða og bjó
hann þar síðustu árin.
Útför fór fram frá Graf-
arvogskirkju 28. apríl 2021.
Elsku pabbi.
Við minnumst þín með hlýju
og væntumþykju og söknum
þess að hafa þig hjá okkur.
Við söknum samtalanna sem
oft gátu orðið löng og innihald
þeirra var oft allt annað en mað-
ur bjóst við, því þú hafðir frá svo
mörgu að segja hvort sem það
var hvernig þú ætlaðir að mat-
reiða kvöldmatinn í þetta skiptið
eða hugmyndir um samgöngu-
bætur og verndun sjávar sem
voru þér ofarlega í huga, eins og
öll umhverfisspjöll sem höfðu
hættuleg áhrif á allt dýralíf sem
þér var svo umhugað um.
Þér var annt um fólkið þitt og
hvernig okkur öllum vegnaði,
því þér var mjög í mun að við
hefðum það sem best og þú
spurðir gjarnan „hvernig líður
þér?“
Elskulegi faðir okkar.
Við þökkum þér samfylgdina,
hún var fróðleg og skemmtileg.
Vonandi líður þér vel.
Þú samdir þetta vísukorn
handa mér dóttur þinni á erf-
iðum tíma í mínu lífi.
Syngdu þig frá öllum áhyggjum
og þá verður allt mikið betra.
Að vori spretta nýsprungin fræ
og þá verður allt mikið betra.
Ég elska þig,
þinn pabbi.
Allt sem þú kenndir mér í líf-
inu hefur ávallt reynst mér best.
Kveðja frá syni þínum og dótt-
ur,
Arnar Þór og Una Berglind.
Þorleifur
Jóhannesson
Innst í Önundarfirði
gnæfir fjallið Hestur
Móðir, ég heyri þitt fót-
mál þegar ég hugsa til
þín vestur
Þar hófst þín saga við sléttur tún og
engi
Þar lékstu heyrnarlaus á þína
himnastrengi.
Við bæinn Hest þú bjóst til tákn og
myndir
og myndaðir fyrstu orðin mállaus við
æskulindir
Við árnar Hest og Korpu liggja þínar
rætur,
þar sem fjallið fagra Hestur hefur á þér
gætur.
Ég sé hvar hestvagn stendur við
hafnarmynni
og föður horfa á eftir mállausri dóttur
sinni.
Og systkini hennar sem náðu að dafna
og lifa
hrópa við lofum þér Hervör að skrifa.
Með vélbáti á suðurleið þú fórst með
móður þinni
ferð sem leið þér seint úr minni
Við borgarljósin tóku tárin af söknuði
að streyma
en það var móðurástin sem fékk þig til
að gleyma.
Hervör
Guðjónsdóttir
✝
Sigurbjörg Her-
vör Guðjóns-
dóttir fæddist 27.
janúar 1931. Hún
lést 2. apríl 2021.
Hervör var jarð-
sungin 30. apríl
2021.
Þú lagðir þig fram við
að skilja varalestur
en óttaðist mest að
móðir þín væri á förum
vestur.
Hún svæfði þig, en þú
vaknaðir og sást hana í
gegnum glugga
en sárast var að sjá
hana líta við og hverfa
eins og skugga.
Svo fréttir þú suður að
systir þín væri dáin
og áfram hjó hann í hópinn, maðurinn
með ljáinn
Og fingurtákn við auga þér fylgir sem
minnisvarði
er minning um systkini þín sem hvíla í
Holtskirkjugarði.
Ég kvaddi þig á Hrafnistu, veika á
dánarbeði.
Þar mættir þú himnaföður með þínu
jafnaðargeði
Þú hafðir gæsku og töfra sem ég í
mínu hjarta geymi
Fingur þínir og fögur tákn er eitthvað
sem ég aldrei gleymi.
Nú leitar minn hugur vestur, yfir sléttur
tún og engi.
Móðir, ég sé þig þar við bæinn Hest,
leika á himnastrengi
Þar sem nú er auðn og gamlar
húsatóftir
Hvílir þín minning Sigurbjörg Hervör
Guðjónsdóttir.
Þinn sonur,
Guðjón Gísli.
Okkur, sem
heppin erum,
hlotnast sá heiður
að fá að hitta fólk á
lífsleiðinni sem skilur eftir sig
einstaka gleði og jákvæðni,
lætur heiminn líta betur út en
hann oft gerir. Sigga var slíkur
engill. Einstaklega hjartahlý,
gjafmild og hreinlega góð í
gegn, gaf svo mörgum í kring-
um sig von og trú á að það
Sigríður Valsdóttir
✝
Sigríður Vals-
dóttir fæddist
10. nóvember 1955.
Hún lést 19. apríl
2021.
Útför Sigríðar
fór fram 30. apríl
2021.
væri ekkert sem
ekki væri hægt
að yfirstíga. Ég
er afskaplega
þakklát fyrir
þessi kynni mín
af henni. Elsku
Guðmundur og
stórfjölskylda,
mínar innilegustu
samúðarkveðjur,
það er sárt að
sleppa, en þið
vonandi finnið einhverja
huggun í að vita að hún skilur
eftir sig von og jákvæðni frá
ótöldum einstaklingum sem
hún gaf af sér til í gegnum ár-
in.
Erna Huld Arnard.
Lilliendahl
Harpa Heimisdóttir
s. 842 0204
Brynja Gunnarsdóttir
s. 821 2045
Kirkjulundur 19 | 210 Garðabær
s. 842 0204 | www.harpautfor.is