Morgunblaðið - 06.05.2021, Side 51
MINNINGAR 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2021
✝
Silke Waelti
fæddist í Biel í
Sviss 6. mars árið
1972. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi 17. apríl 2021.
Foreldrar henn-
ar eru Inge Waelti,
f. 1949, og Jean
Waelti, f. 1948, d.
2003, en þau eign-
uðust ekki fleiri
börn.
Eiginmaður
Silke er Garðar
Jónsson, f. 28. júlí
1969. Börn þeirra
eru: 1) Benjamín
Tumi Bergsveins-
son, f. 12. apríl
2002 (faðir Berg-
sveinn Ólafsson),
og 2) Móey Garð-
arsdóttir, f. 13. maí
2014.
Útför Silke fór
fram í kyrrþey 27. apríl 2021.
Við kynntumst þar sem við
mættum með dætur okkar í að-
lögun á leikskólanum Brákar-
borg. Ég tók strax eftir mæðg-
unum með fallegu djúpu augun
sem spjölluðu saman á þýsku.
Dætrunum varð fljótt vel til vina
og hið sama átti við um okkur
Silke.
Silke kenndi þýsku við MS og
var mjög fær tungumálakona,
eins og heyra mátti á íslenskunni
hennar. Hún var hæglát í fasi en
ákveðin, með ríka réttlætiskennd
og skarpgreind. Hún lagði
áherslu á kjarnann en ekki hism-
ið, gæði umfram glys. Vinir henn-
ar og fjölskylda fengu að njóta
skemmtilegrar kímnigáfu, góð-
mennsku og hugulsemi en Silke
var mikil fjölskyldukona og góð
mamma.
Þegar ljóst var að krabbinn
væri að ná yfirhöndinni tókst hún
á við það af miklu æðruleysi,
kaus að horfa raunsætt á stöðuna
og var oft ekkert að skafa ofan af
hlutunum, hristi höfuðið yfir
uppástungum um að eyða ein-
hverju í sjálfa sig eða tilraunum
vina eða ættingja til að gefa
henni eitthvað!
Á sama tíma vildi hún reyna að
njóta hverrar stundar. Lífið er
bara núna og jafnvel þegar hún
var orðin mjög veik fann hún
orkuna til að skapa góðar minn-
ingar með fjölskyldunni.
Silke elskaði útiveru, fór oft út
að ganga og var dugleg að eiga
frumkvæðið að skemmtilegri úti-
vist. Við fórum í ófá ævintýrin
með Móeyju, Sóleyju og Krist-
jáni og stundum fleiri vinum af
leikskólanum: Í göngu- og róló-
ferðir, rölt í Húsdýragarðinum,
busl í Nauthólsvík eða á fjöl-
skyldukaffihús ef veðrið var
mjög slæmt. Þessar stundir eru
ómetanlegar. Síðar tóku við
heimsóknir og samverustundir í
sumarbústöðum. Síðasta sumar
tjölduðum við krílin við bústað
Silke og Garðars og nutum fal-
lega íslenska sumarsins saman.
Þau voru góð hjón heim að
sækja, svo ástfangin, náin og
samrýnd og með hlýja og rólega
nærveru.
Það er erfitt að sjá lífið
umbreytast og missa stjórn.
Kennslan sem gaf henni svo mik-
ið var fyrst til að fara og þótti
henni sárt þegar hún áttaði sig á
að hún myndi ekki geta kennt
aftur.
En allra sárust var þó tilhugs-
unin um að fara frá fjölskyldunni
sinni, Garðari, Tuma og Móeyju.
Allt, allt of snemma. Við ræddum
um dauðann og var það hennar
heitasta von að eftir andlátið
fengi hún að fylgjast áfram með
börnunum sínum, fylgjast með
Móeyju þroskast og sjá Tuma
verða að manni. Og ég er viss um
að hún gerir það.
Elsku Garðar, elsku Tumi,
elsku Móey.
Mínar einlægu samúðarkveðj-
ur,
Bryndís.
Það var gæfa fyrir MS þegar
ég fékk Silke til starfa sem
þýskukennara. Það var komið að
kynslóðaskiptum í þýskudeild-
inni og í skólanum var hafin
vinna við breytingaferli sem ekki
var vitað hvert leiddi. Draumur-
inn var að ná í þýskukennara sem
hefði sterkan faglegan bakgrunn.
Kennara sem væri annt um vel-
ferð nemenda sinna og hefði getu
til þess að vinna að breytingum.
Við vildum kennara sem væri
staðfastur, hugmyndaríkur og
laginn við að sætta ólík sjónar-
mið. Allt þetta fengum við í Silke
og svo miklu meira. Silke var
ekki mikið fyrir að berast á. Hún
var hlédræg, hæglát og ekkert
fyrir að trana sér fram. Þeir sem
þekktu hana ekki vel gátu vel
haldið að þessi hægláta kona
gæti átt erfitt með að tjónka við
ofurhressa menntaskólanemend-
ur en þannig var það alls ekki. Ég
minnist þess ekki að agavanda-
mál hafi verið uppi á borðum hjá
Silke. Hún naut mikillar virðing-
ar nemenda og samstarfsfólks og
hún bjó yfir þeim göldrum sem
aðeins framúrskarandi kennarar
ráða við. Kennara eins og Silke
er ekki að finna á hverju strái.
Það var mikið áfall þegar Silke
greindist með krabbamein.
Þannig er það alltaf og ekki verð-
ur auðveldara að takast á við
veikindin þegar fjölskyldan er
dreifð og börn og maki eru til
staðar. Í veikindum Silke áttum
við stundum djúpar og góðar
samræður um þessa erfiðu stöðu.
Silke sýndi mikið æðruleysi
gagnvart eigin veikindum en
hafði áhyggjur af börnunum og
fjölskyldunni. Móðureðlið var
sterkt.
Silke var baráttukona og það
sýndi hún svo sannarlega í veik-
indum sínum. Hún gafst ekki upp
og nýtti þau tækifæri sem gáfust
til þess að njóta og lifa lífinu með
fjölskyldunni. Allt til hins síðasta
vildi hún leggja sitt af mörkum til
skólans og þegar orkan var ekki
lengur nægjanleg til að takast á
við kennsluna tóku önnur störf
við. Silke sagði að það hjálpaði
sér að dreifa huganum að vera að
vinna, sem var örugglega rétt, en
ég veit að umhyggja fyrir nem-
endum og starfinu átti einnig þar
sinn þátt.
Ég kveð Silke, vin minn, með
djúpri sorg. Ég þakka fyrir vin-
áttuna, samstarfið, öll samtölin
og það traust sem hún sýndi mér.
Ég sendi Garðari, Benjamín
Tuma og Móeyju mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Silke verð-
ur sárt saknað.
Már Vilhjálmsson.
Samstarfskona mín til margra
ára, Silke Waelti, er látin. Við
spyrjum hrygg: Hafa örlaga-
nornir rúnir rist eða ræður til-
viljun ein þegar kona í blóma lífs-
ins er kölluð burt frá barnungri
dóttur, ungum syni og eigin-
manni sem hún kynntist fyrir að-
eins níu árum og fann lífsham-
ingjuna með? Frammi fyrir
meginspurningum mannlífsins
og torræðum gátum tilverunnar
stöndum við jafnan ráðþrota, en
hvílíkt ómælisdjúp óréttlætis!
Welch unermessliches Unrecht!
Við Silke töluðum alltaf þýsku
saman. Við kynntumst veturinn
2003-2004 þegar hún sótti nám-
skeið mitt í þýskri málfræði við
Háskóla Íslands til að afla sér
kennsluréttinda. Því námi lauk
hún með láði, enda stálgreind og
þýska með svissnesku ívafi móð-
urmál hennar. Íslenskukunnátta
hennar var þá þegar til fyrir-
myndar. Örfáum árum síðar urð-
um við vinnufélagar við þýsku-
deild Menntaskólans við Sund og
fljótlega vinir. Á samstarf okkar
féll aldrei skuggi. Hlið við hlið
undirbjuggum við dagleg störf,
notkun nýrra kennslubóka og
fyrstu námsferð þýskunema
skólans til Berlínar. Silke var
besti starfsfélagi sem hægt var
að hugsa sér. Hún auðgaði
kennsluefni okkar að fjölbreytni
og fyllingu og hafði svo notalega
nærveru. Hún var áhugasöm,
hugmyndarík og heiðarleg, dug-
leg og vandvirk – og úrræðagóð
ef vandamál komu upp. Kennslan
lék í höndum hennar og af nem-
endum sínum var hún metin að
verðleikum. Hún gat töfrað fram
á fáeinum mínútum verkefni sem
hrifu nemendur með sér. Sam-
þætting myndmáls og talmáls
var henni sérlega hugleikin. Mér
kenndi hún að viðtengingarhátt-
ur, þolmynd og þungar þýðingar
eru ekki endilega máttarstólpar
málakennslu.
Við Silke hættum bæði störf-
um við MS árið 2018, ég af fúsum
og frjálsum vilja, kominn nálægt
formlegum starfslokum, hún enn
á besta aldri, en tilneydd af
ólæknandi meini. Við vorum í
reglulegu sambandi allt þar til
yfir lauk. Ég dáðist að baráttu-
þreki hennar og æðruleysi.
Ég sit aftur við gömlu tölvuna
mína í MS og skrifa þessi örfáu
minningarorð. Stóllinn við hliðina
á mér er auður. Það er skarð fyr-
ir skildi í þýskudeild og kennara-
hópi skólans. Alpafjallastúlkan
Silke er fallin frá, dýravinurinn
og grænkerinn sem unni öllu lífi,
fíngerða stúlkan með fallega
brosið sem var svo sterk.
Ég kveð Silke með mikilli
hlýju og miklum söknuði. Hafi
hún þökk fyrir allt. Fólkinu
hennar votta ég dýpstu samúð.
Guðmundur Viðar Karlsson.
Leiðir okkar Silke lágu fyrst
saman árið 2003 þegar strákarnir
okkar, Tumi og Logi, byrjuðu í
leikskólanum Mýri í Litla-
Skerjafirðinum, þá ársgamlir.
Það vakti fljótt athygli mína að
Silke virtist alltaf hafa allan tíma
í heiminum fyrir litla fallega
Tuma sinn og hún var yndislega
góð mamma. Hún var róleg og
yfirveguð en líka alltaf svolítið
hugsi, skartandi sínu fallega
brosi með greindarlegt og glettið
augnaráð og þægilega nærveru.
Strákarnir okkar urðu bestu vin-
ir og dýrmæt vinátta myndaðist á
milli okkar ungu mæðranna.
Drengirnir okkar uxu úr grasi
og fóru svolítið hvor í sína áttina,
eins og gengur og gerist, og við
Silke hittumst æ sjaldnar. En
stundum hittir fólk á þannig
streng í hjartanu að vináttan er
alltaf til staðar.
Silke kynntist Garðari eigin-
manni sínum og saman eignuðust
þau fallegan gullmola, hana Mó-
eyju. Ég var í fæðingarorlofi þeg-
ar Móey fæddist árið 2014 og því
var rakið tækifæri að hittast oft-
ar á ný. Meðan krakkarnir okkar
ærsluðust og léku sér sátum við
gjarnan á bekk í Húsdýragarð-
inum eða við eldhúsborðið heima
í Miðhúsum og spjölluðum um líf-
ið og tilveruna. Silke sýndi ótrú-
legt æðruleysi og hugrekki í
veikindum sínum og talaði um
þau opinskátt. Hún var svo þakk-
lát fyrir að hafa kynnst Garðari
og að hafa eignast með honum
Móeyju og var alltaf svo stolt af
Tuma sem nú er orðinn ungur
maður.
Mikið hefði ég óskað að Silke
hefði fengið meiri tíma hér á
jörðinni til að fylgjast með elsku
litlu stelpunni sinni vaxa og dafna
og elsku stóra stráknum sínum
þroskast og taka fleiri skref út í
lífið. Missirinn er sannarlega
mikill en ljósið hennar Silke held-
ur áfram að skína í Tuma og Mó-
eyju og hún mun ávallt lifa í
hjörtum okkar.
Hvíl í friði elsku Silke og takk
fyrir vináttuna. Þín verður sárt
saknað.
Elsku Garðar, Tumi, Móey og
aðrir aðstandendur, við fjölskyld-
an vottum ykkur okkar dýpstu
samúð. Megi Guð gefa ykkur
styrk á erfiðum tímum.
Hlédís, Stefán, Logi,
Kári og Halldór Máni.
Hún Silke okkar kvaddi þenn-
an heim eftir baráttu við illvígan
og óréttlátan sjúkdóm. Hún vissi
í nokkurn tíma hvernig myndi
fara og aðeins kraftaverk kæmi
henni til bjargar. Við héldum þó
lengi í vonina að einn daginn
myndi birta til.
Silke starfaði með okkur við
Menntaskólann við Sund frá
árinu 2005. Hún var góður sam-
starfsfélagi, metnaðarfullur
kennari og vel liðin hjá bæði
nemendum og starfsmönnum
skólans. Silke var lausnamiðuð,
hugmyndarík, nákvæm og um-
hyggjusöm og gerði allt sem hún
tók sér fyrir hendur af alúð og
nákvæmni. Það er enginn vafi á
því að djúpt skarð hefur myndast
í okkar góða hóp í MS.
Þau okkar sem hafa starfað
lengi með Silke hafa fengið að
fylgjast með börnunum hennar
vaxa úr grasi, ástinni kvikna og
hamingjusömu fjölskyldulífi
verða að veruleika.
Kæri Garðar, Tumi og Móey,
nokkur orð gera lítið á stundu
sem þessari því missirinn er mik-
ill og sorgin djúp.
Dýpsta sæla og sorgin þunga
svífa hljóðlaust yfir storð.
Þeirra mál ei talar tunga,
tárin eru beggja orð.
(Ólöf frá Hlöðum)
Fyrir hönd kennara og starfs-
manna Menntaskólans við Sund,
Helga Sigríður Þórsdóttir
rektor.
Silke Waelti
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
Sigurður Bjarni Jónsson útfararstjóriMagnús Sævar Magnússon útfararstjóri
Guðmundur Baldvinsson útfararstjóriJón G. Bjarnason útfararstjóri
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar
ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa,
langafa og langalangafa,
BJARNA HÓLM BJARNASONAR,
fyrrverandi lögreglumanns.
Kristín H. Bjarnadóttir Jónmundur Kjartansson
Arnþór Heimir Bjarnason Lovísa Guðmundsdóttir
Anna Hlín Bjarnadóttir
Berglind H. Bjarnasóttir Þórarinn Gestsson
barnabörn, langafabörn, langalangafabörn
Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem
sýnt hafa okkur samúð og hlýhug vegna
andláts og útfarar okkar yndislegu móður,
tengdamóður, ömmu, langömmu og
langalangömmu,
RAGNHEIÐAR AÐALGUNNAR
KRISTINSDÓTTUR.
Færum starfsfólki á Dvalarheimilinu Hlíð sérstakar þakkir fyrir
hlýju og nærgætni við umönnun hennar, einnig viljum við þakka
öllum þeim er komu að útför hennar, útfararþjónustu, presti og
tónlistarfólki fyrir dásamlegan flutning tónlistar við athöfnina.
Kveðjur til vina og ættingja með ástarþökkum fyrir falleg orð og
kveðjur.
Reynir Heiðar Antonsson
Jóna Kristín Antonsdóttir Þorsteinn Rútsson
Ragnheiður Antonsdóttir
Arndís Antonsdóttir Ólafur Ragnar Hilmarsson
Börkur Antonsson Janne Antonsson
barnabörn og allir aðrir afkomendur
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
INGIBJÖRG BJARNADÓTTIR
húsmóðir,
lést á Skjóli hjúkrunarheimili mánudaginn
26. apríl.
Starfsfólki Skjóls eru færðar sérstakar
þakkir fyrir góða umönnun.
Bjarni Jensson Elínborg Theodórs
Arnar Jensson Ragna Björk Þorvaldsdóttir
Sólveig Jensdóttir Gunnlaugur Bjarnason
Sigrún Jensdóttir Birgir Ingvason
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
SIGURÐUR BJÖRN BJÖRNSSON,
Leirubakka 22,
Reykjavík,
lést þriðjudaginn 27. apríl á Vífilsstöðum.
Útförin fer fram frá Langholtskirkju þriðjudaginn 11. maí kl. 13.
Hjartans þakkir til allra sem hafa komið að umönnun Sigurðar
síðustu ár.
Guðrún Sigurðardóttir Alfreð Svavar Erlingsson
Berglind Sigurðardóttir Björn Harðarson
Hjördís Rut Sigurðardóttir Ólafur Lúther Einarsson
og fjölskyldur
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
ERNA BERGMANN GÚSTAFSDÓTTIR,
Pósthússtræti 3, Reykjanesbæ,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
sunnudaginn 2. maí.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 12. maí
klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu
aðstandendur viðstaddir athöfnina.
Athöfninni verður streymt á
https://www.facebook.com/groups/ernabergmann
Oddur Gunnarsson
Gunnar Oddsson Kristín Bauer
Oddur Gunnarsson Bauer Katrín Ágústsdóttir
Henrý Þór Bauer
Eva Sif Gunnarsdóttir Stefán Birgir Jóhannesson
Ísold Kristín Stefánsdóttir
Sesselja Erna
Benediktsdóttir