Morgunblaðið - 06.05.2021, Qupperneq 63
MITT SJÓNARHORN
Phillip Lahm
@philipplahm
Pep Guardiola er mér mjög minn-
isstæður. „Í mikilvægum leikjum vel
ég einfaldlega ellefu bestu leikmenn-
ina,“ sagði hann gjarnan. Taktu nú
vel eftir því í þessu felst hvað knatt-
spyrnan snýst um: Hæfni ein-
staklingsins. Guardiola er topp þjálf-
ari. Hann elskar að uppgötva
hæfileika og getu leikmanna.
Margir þjálfarar vilja gjarnan
fækka flækjustigum í knattspyrn-
unni. Guardiola sækist á hinn bóginn
eftir því að ná tökum á þeim. Líkja
mætti aðferðum hans við stórmeist-
ara í skák eða hljómsveitarstjóra
sem nær því besta út úr hverjum
hljóðfæraleikara. Helsti munurinn er
sá að í knattspyrnunni er ekki hægt
að spila eftir nótum og fleiri breytur
hafa áhrif á knattspyrnumanninn
heldur en hrók og riddara á taflborð-
inu. Það er alls ekki auðvelt að koma
auga á hvað leikmaður getur eða get-
ur ekki framkvæmt á vellinum. Ekki
er heldur auðvelt að lýsa því með
orðum.
Framúrskarandi þjálfari er fljótur
að átta sig á hvað menn hafa fram að
færa og hver verður lykilleikmaður.
Í framhaldinu kemur þjálfarinn því á
framfæri við hvern og einn í hverju
styrkleikar og veikleikar leikmanns-
ins felast sem og liðsfélaganna. Á
hverjum einasta degi er varpað skýr-
ara ljósi á hlutverk leikmannsins.
Þessa vinnu innir Guardiola af hendi
af meiri ástríðu en ég hef séð hjá öðr-
um. Því lýkur með því að allir átta sig
á að þjálfarinn hefur rétt fyrir sér,
meira að segja þeir sem ekki fengu
að spila. Þessi niðurstaða færir hon-
um óskorað vald.
Liðin þekkjast á svipstundu
Knattspyrnuliðum veitir ekki af
hjálp, ekki síst meðan á leik stendur.
Guardiola er svo virkur að hann get-
ur náð til leikmanna í leikjum. Lyk-
ilmenn hjá honum eins og Kevin de
Bruyne eru undir áhrifum frá honum
í leikjum og koma skilaboðum frá
honum til annarra leikmanna. Kyle
Walker er ekki dæmigerður leik-
maður hjá Pep en Pep hefur gert
hann að betri leikmanni. Það hefur
sýnt sig að Guardiola er traustur
gagnvart öllum og fyrir vikið verða
allir öruggir. Í báðum undanúrslita-
leikjunum gegn París Saint Germain
náðu sterkir einstaklingar hjá París
að ógna marki Manchester City í
fyrri hálfleik, en City tók völdin í síð-
ari hálfleik.
Ilkay Gündogan er gott dæmi um
leikmann sem Pep kann að meta því
hann les aðstæður í leikjum. Hann
hagar sér alltaf á vellinum í takti við
hvernig leikurinn þróast og velur
fullkomnar hlaupaleiðir bæði í vörn
og sókn. Hann áttar sig á hvenær
best sé að halda boltanum innan liðs-
ins og hvenær best sé að koma bolt-
anum inn í vítateig andstæðinganna.
Slík áhættustjórnun krefst hæfni.
Hann veit oft hvernig mun spilast úr
aðstæðum sem upp koma og þess
vegna skorar hann mörk. Guardiola
þarf á slíkum leikmönnum að halda.
Á móti kemur að Gündogan nýtur
þess sérstaklega að leika undir hans
stjórn því hann hefur ánægju af því
hlutverki sem Guardiola bjó til fyrir
hann.
Með þessu skapast liðsheild. Hægt
er að þekkja knatt-
spyrnulið sem Guar-
diola stýrir á svip-
stundu. Jafnvel þótt
sjónvarpsmyndirnar
væru í svarthvítu.
Hlaupin, sending-
arnar, staðsetn-
ingar í víta-
teigunum og
hvernig lið
hans fer
með boltann
fram völlinn í
sameiningu
þannig að leik-
urinn fer fram á vall-
arhelmingi andstæð-
inganna. Svona
löguðu er ekki
hægt að ná fram
með því að þjálf-
arinn gefi skipanir í
búningsklefanum. Til
að ná slíkum yf-
irburðum þarf að
vinna að því með
markvissum hætti á
hverjum degi.
Erfið deildakeppni
Þegar Guardiola hóf
störf í Manchester árið
2016 setti hann saman
nýjan leikmannahóp.
Eftir að hafa hafnað í 3.
sæti tókst liðinu að
vinna tvo meistaratitla
og hafna í 2. sæti. Nú er
hann aftur á toppnum
og keppnin er ekkert
sérstaklega jöfn.
Frammistaða liðsins
dettur aldrei það mikið
niður að tilviljunar-
kenndum úrslitum er
haldið í lágmarki eftir 38
umferðir. Fyrir ensku liðin
er deildakeppnin sú keppni
sem skiptir mestu máli. Þar
er mest flæði fjármagns í deilda-
keppnum. Samkeppnin er hörð. Af
þeim ellefu knattspyrnuliðum í heim-
inum sem eru með mesta veltu koma
meira en helmingur þeirra frá Eng-
landi. Sex til átta bestu liðin eru að
minnsta kosti með þrjá til fjóra leik-
menn í hæsta gæðaflokki. Þetta er
óvenjulegt. Fimm lið hafa orðið Eng-
landsmeistarar síðasta áratuginn.
Einungis City undir stjórn Guardiola
hefur tekist að verja titilinn á þess-
um tíma og gerði það einu sinni, árið
2019. Þá hefur hann einnig unnið
fimm bikara af tíu mögulegum.
Ekki sterkasti hópurinn
Til að vinna Meistaradeildina þarf
hins vegar heppni þegar dregið er og
í útsláttarkeppninni. Frá 8-liða
eða 16-liða úrslitum eru yf-
irleitt allra bestu lið Evrópu
eftir í keppninni. Ef allir
bestu leikmennirnir eru ekki
heilir í apríl og maí þá er erf-
itt að vinna keppnina.
Einnig þarftu að vera
með leikmenn sem
búa yfir sérstökum
hæfileikum. Í fyrsta
þjálfarastarfinu í
Barcelona var Guar-
diola með fjóra til
fimm slíka leikmenn
og voru þeir reglulega
valdir í heimsliðið. Slíka
menn er hann ekki með
í Manchester þótt mjög
hafi verið fjárfest. Gu-
ardiola hefur sjálfur
bent á að ýmis undra-
börn eins og Kylian
Mbappé og Neymar
kjósi heimsborgir eins
og London og París eða
þá félög með glæsilega
sögu. Ef við horfum til
leikmannahópsins var
City ekki sigurstrang-
legasta lið keppninnar.
Ekki síst í ljósi þess að
Sergio Agüero, sem er
leikmaður með sérstaka
hæfileika, hefur verið
meiddur og ekki náð
fullum styrk.
Myndi velja
ellefu Iniesta
Ef haft er í huga
hvernig leikstíll Guar-
diola sem þjálfara
var á Spáni þá get-
urðu séð að hann hefur þróað sinn
stíl. Barcelona var vel samæft lið þar
sem nánast allir gátu spilað á hvaða
hljóðfæri sem var. Þegar liðið vann
2009 og 2011 þá tókst því að kæfa
andstæðingana. Mögulegt var að
leika með þessum hætti vegna þess
að allt félagið var undir áhrifum frá
Johan Cruyff og „Total Football“.
Guardiola sér sjálfan sig sem hluta
af þeirri hefð og hann myndi vilja
geta valið ellefu leikmenn eins og
Iniesta. Annars staðar hefur hann
þurft að laga sínar hugmyndir að að-
stæðum. Í München leyfði hann
snillingunum Franck Ribéry og Ar-
jen Robben að athafna sig á könt-
unum en í staðinn færðu bakverð-
irnir sig inn á miðsvæðið þegar liðið
var með boltann.
Í jafnri deild eins og ensku úrvals-
deildinni getur Guardiola ekki haft
þá yfirburði sem hann kynntist hjá
Barcelona og Bayern München. City
leggur nú meiri áherslu á varnarleik
og treystir á vel þjálfaða varn-
armenn sem eru sterkir í loftinu.
Stíllinn hefur þróast
Stundum lætur liðið andstæðing-
unum boltann eftir, dregur sig aftar,
verst í vítateignum, kastar mæðinni
og bíður eftir tækifæri á skyndisókn.
Hann hefur einnig lært að meta ein-
föld mörk eftir hornspyrnu eða lang-
skot og að í þeim geti falist fegurð.
Hann er ekki með sóknardjarfan
„Tiki Taka“-leikstíl á heilanum. Þess
í stað þróar hann hæfileika sinna
manna bæði með og án bolta. Hann
hugsar um hlutverk allra leikmanna
bæði hvað varðar vörn og sókn.
Sjálfur var ég sókndjarfur varn-
armaður og kannski er það þess
vegna sem okkur semur svona vel.
Með hans leiðsögn tekst varn-
armönnum Manchester að skipu-
leggja vörnina af meiri skilvirkni.
Meira að segja Jérome Boateng
sagði Guardiola hafa kennt honum
sitt hvað um stöðu varnartengiliðs.
Við hjá Bayern nutum góðs af því að
hafa Guardiola sem þjálfara, hvort
heldur sem einstaklingar eða heild.
Verðmæti sköpunargáfunnar
Hjá Guardiola þurfa allir að leggja
eitthvað af mörkum með hagsmuni
liðsins að leiðarljósi. Hann býr meira
að segja til stöður fyrir framúrskar-
andi leikmenn. Hann leyfði til að
mynda Lionel Messi, sem undir hans
stjórn þróaðist út í einhvers konar
undur, að hanna stöðu framherja
upp á nýtt. Hann gerir sér einfald-
lega grein fyrir því að stjörnuleik-
mennirnir ráða úrslitum í mikilvæg-
ustu leikjunum. Sköpunargáfan
verður verðmætari en leikáætlunin.
Leikstíll hans fagnar einstaklings-
framtaki. Pep Guardiola sýnir leik-
mönnum sínum virðingu og setur
hvorki sjálfan sig né leikkerfi eins og
4-3-3 eða 3-5-2 ofar leikmönnum.
Hann er vinur leikmanna og þjónar
þeim.
Hann er vinur leikmanna
- Pep Guardiola sýnir öllum leikmönnum virðingu - Leikstíll sem fagnar
einstaklingsframtaki - Ljósi varpað á hlutverk leikmannsins á hverjum degi
ÍÞRÓTTIR 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2021
Þorvaldur Örlygsson verður einn
með karlalið Stjörnunnar í knatt-
spyrnu eftir að Rúnar Páll Sig-
mundsson hætti störfum í gær.
Engar skýringar hafa fengist á
brotthvarfi Rúnars en samkvæmt
heimildum skilur hann við félagið í
góðu. Rúnar þjálfaði Stjörnuna frá
2014 og liðið varð Íslands- og bik-
armeistari undir hans stjórn. Þor-
valdur kom til Stjörnunnar í vetur
og er með langan þjálfaraferil að
baki, með KA, Fjarðabyggð, Fram,
ÍA, HK og Keflavík, en var síðustu
ár þjálfari U19 ára landsliðs karla.
Þorvaldur einn
með Stjörnuna
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Stjarnan Þorvaldur Örlygsson
stjórnar liðinu einn.
Hákon Daði Styrmisson, handknatt-
leiksmaður frá Vestmannaeyjum,
hefur samið við gamla þýska stór-
veldið Gummersbach til tveggja ára
frá og með næsta sumri. Félagið til-
kynnti þetta í gær og Guðjón Valur
Sigurðsson þjálfari Gummersbach
sagði á heimasíðu félagsins að hann
hlakkaði mikið til að fá Hákon sem
sé sérstaklega snöggur og mark-
sækinn leikmaður. Gummersbach
er í þriðja sæti B-deildarinnar og
því mögulegt að Hákon fari beint í
bestu deild heims til að spila með
liðinu næsta vetur.
Hákon Daði til
Gummersbach
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Þýskaland Hákon Daði Styrmisson
leikur undir stjórn Guðjóns Vals.
Philipp Lahm var fyrirliði þýska landsliðsins í knattspyrnu þegar það varð
heimsmeistari árið 2014 og lék með Bayern München í fimmtán ár. Hann
er mótsstjóri Evrópumóts karla sem fram fer árið 2024. Pistlar hans um
knattspyrnu, „Mitt sjónarhorn“ munu birtast reglulega í Morgunblaðinu.
Þeir eru skrifaðir í samvinnu við Oliver Fritsch, íþróttaritstjóra þýska net-
miðilsins Zeit Online, og birtast í fjölmiðlum nokkurra Evrópulanda. Fyrsti
pistill hans fjallar um Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City,
en Lahm lék undir hans stjórn hjá Bayern á árunum 2013 til 2016.
Pistlahöfundurinn Phillip Lahm
Knattspyrnuþjálfarinn
Rúnar Páll Sigmundsson kom
mjög á óvart í gær þegar hann
sagði upp störfum sem þjálfari
karlaliðs Stjörnunnar eftir að
hafa stýrt liðinu frá því í október
2013.
Segja má að það sé langur
tími miðað við það sem gengur
og gerist í knattspyrnuheim-
inum. Ástæður þess að Rúnar
tók þessa ákvörðun þekki ég
ekki en heyrði á samtölum við
Garðbæinga í gær að ákvörðunin
kom á óvart.
Hver svo sem kveikjan var að
þessari ákvörðun getur Rúnar
alla vega verið ánægður með ár-
angurinn. Hann markaði tíma-
mót fyrir knattspyrnulið félags-
ins. Enginn hörgull er á
sérfræðingum þegar niðurstaða
liggur fyrir en ef við horfum um
öxl þá spáði svo gott sem eng-
inn Stjörnunni sigri á Íslands-
mótinu árið 2014. Undir stjórn
Rúnars blómstruðu þá leikmenn
sem fremur lítið hafði farið fyrir
eins og Ólafur Karl Finsen, Arnar
Már Björgvinsson og Pablo Pu-
nyed. Tapaði liðið ekki leik í
deildinni.
Tímasetningin er athygl-
isverð því einungis einni umferð
er lokið í Pepsí Max-deildinni.
Maður verður alltaf undrandi
þegar slíkar breytingar verða
rétt í upphafi móts eftir langt
undirbúningstímabil. En ástæð-
urnar geta verið misjafnar.
Upp í hugann koma dæmi sem
vöktu mikla athygli. Arnari Grét-
arssyni var sagt upp hjá Breiða-
bliki eftir tvo leiki árið 2017 og
Marteini Geirssyni hjá Fram eftir
tvo leiki árið 1995. Breiðablik
hafði tapað báðum en Fram
hafði tapað og gert jafntefli. Ár-
ið 1997 var Lúkasi Kostic sagt
upp eftir fimm deildarleiki hjá
KR. Hafði liðið unnið einn, tapað
einum og gert þrjú jafntefli.
BAKVÖRÐUR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Þýskaland
Göppingen – Flensburg...................... 28:28
- Gunnar Steinn Jónsson skoraði ekki fyr-
ir Göppingen. Janus Daði Smárason er frá
vegna meiðsla.
- Alexander Petersson skoraði ekki fyrir
Flensburg.
Wetzlar – Lemgo ................................. 21:27
- Bjarki Már Elísson skoraði 5 mörk fyrir
Lemgo.
Essen – Bergischer ............................. 22:32
- Arnór Þór Gunnarsson skoraði 7 mörk
fyrir Bergischer.
Staðan:
Kiel 47, Flensburg 47, RN Löwen 42,
Magdeburg 38, Göppingen 35, Wetzlar 30,
Bergischer 29, Füchse Berlín 29, Lemgo
26, Melsungen 25, Leipzig 25, Erlangen 24,
Stuttgart 23, Hannover-Burgdorf 22,
Minden 18, Balingen 17, Ludwigshafen 13,
Nordhorn 13, Essen 11, Coburg 8.
Frakkland
Chambéry – Aix................................... 27:23
- Kristján Örn Kristjánsson skoraði 2
mörk fyrir Aix.
_ Efstu lið: París SG 44, Montpellier 40,
Nantes 35, Nimes 28, Aix 26, Chambéry 25,
Limoges 23, Toulouse 22.
Danmörk
Úrslitakepnin, 2. riðill:
Skjern – Aalborg ................................. 28:28
- Elvar Örn Jónsson skoraði eitt mark fyr-
ir Skjern.
- Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aal-
borg.
Skanderborg – Tvis Holstebro .......... 28:36
- Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 5 mörk
fyrir Tvis Holstebro.
_ Aalborg 7, Tvis Holstebro 7, Skjern 3,
Skanderborg 2.
Sviss
8-liða úrslit, fyrsti leikur:
Kadetten – Bern .................................. 30;29
- Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Kadetten.
%$.62)0-#
AFP
Sigursæll Pep
Guardiola er
með góða
ferilskrá hjá
stórliðunum.