Morgunblaðið - 06.05.2021, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 06.05.2021, Qupperneq 68
68 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2021 Þ au Haukur og Lilja, par á miðjum aldri, eru á leið í veislu. Hún er ekki viss um hvort hún sé nógu fín. Hún veit að hana langar ekki, en finnst hún verða að fara. Hann er löngu hættur að spá í hvort hann langar eða ekki. Hann er einfaldlega að fara í þessa veislu. Aðspurður er hann á því að hún sé vissulega fín. Hún gengur til sálfræðings. Honum finnst það vera rugl. Sálfræðingar eru fyrir fólk sem hefur lent í einhverju. Hefur hún kannski lent í einhverju? Þetta eru svona nokkurn veginn útveggirnir á því völundarhúsi lífs og vana sem Haukur og Lilja búa í, og er búið að koma fyrir í Ásmund- arsal, á einkar smekklegan og áreynslulausan hátt af Maríu Th. Ólafsdóttur sem einnig hannar stíl- hreina og fallega hvíta búninga pars- ins. Lýsing Ólafs Ágústs Stefáns- sonar varpar viðeigandi litum á það sem fram fer og þeir Stefán Már Magnússon og Þorvaldur Þór Þorvaldsson bæta fleiri við í gegnum hljóðfærin sín af mikilli fimi og fagmennsku. Ekkert af þessu umgjarðarefni dregur athyglina frá því sem allt snýst um: innra lífi Hauks og Lilju, og tilraunum þeirra til að ýmist afhjúpa það eða fela, eftir því sem við á. Fyrir sambandið, fyrir eigin sálarheill, fyrir stundarvellíðan, fyrir langtímaheilbrigði. Það er látleysi og agi í leiktexta Elísabetar Kristínar Jökulsdóttur, nokkuð sem hefur ekki alltaf verið höfuðeinkenni verka hennar, en átti til dæmis sinn þátt í að gera nýjustu skáldsögu hennar, Aprílsólarkulda, svona einstaklega vel heppnaða, og verðskuldað verðlaunaða. Hér beitir hún t.d. endurtekningum af listfengi, teiknar andstæður persónanna skýrum línum án þess að ýkja eða stílfæra um of. Útkoman minnir stundum á kringumstæðurnar sem Beckett býr sínum fjötruðu og þjökuðu persón- um. Valdatafl og sambandsleysi persónanna, í bland við hálfgleymda ástina, kallar Strindberg á köflum upp í hugann. En þetta er samt okk- ar fólk. Við höfum öll verið í svona partíi eins og þau skötuhjú eru á leið í. Við höfum staðið við þennan spegil og spáð í hvernig við tökum okkur út. Eða sótt staðfestingu á að við séum þrátt fyrir allt fín hvort til ann- ars. Léttleikinn og leikurinn í text- anum og sýningunni er Elísabetar, og leikstjórans, Maríu Reyndal, sem mótar þennan dans Hauks og Lilju, sem stundum eru líkust köttum á sveimi í kringum heitan graut til- finninga sinna. Þetta er kannski ekki djúprist eða ofsafengin dramatík. En allir ættu að geta speglað sig í henni. Og alltaf öðru hverju falla einhver sér-elísa- betönsk snjallyrði. Sum þeirra hanga innrömmuð á vegg Ásmundarsalar. Alúð og framúrskarandi vinna Eddu Bjargar Eyjólfsdóttur og Sveins Ólafs Gunnarssonar blasir við í sýningunni. Sveinn er fyrir löngu búinn að hasla sér völl sem nokkurs konar sérfræðingur í að túlka stífa, bælda og taugaveiklaða karla, ekki í alveg öruggri fjarlægð frá barmi taugaáfallsins, og þannig kemur Haukur áhorfendum fyrir sjónir. Að svo miklu leyti sem hann er öruggur með sig er það að mestu uppgerðin tóm. Edda hefur öllu víð- ara svið að leika með og er hreint frábær sem kona að troða marvað- ann í lífi sínu, fyndin og berskjölduð á víxl. Haukur og Lilja – Opnun er lát- laus, skýr og fallega formuð leiksýn- ing um samband sem er mögulega á síðustu metrunum. Allavega ef þau komast ekki á næstu orkustöð til að fylla á tankinn. Nærandi og kæfandi samband, vissulega vanafjötrað en kannski býr það einhvers staðar enn yfir gömlu möguleikunum. Elísabet Kristín Jökulsdóttir er alltaf að minna okkur á töfrana. Við getum ekki án þeirra verið, en við getum líka verið viss um að þeir eru þrátt fyrir allt til. Út í kvöld Ljósmynd/Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir Töfrar „Haukur og Lilja – Opnun er látlaus, skýr og fallega formuð leiksýning um samband sem er mögulega á síðustu metrunum. Allavega ef þau komast ekki á næstu orkustöð til að fylla á tankinn,“ segir í leikdómi. Ásmundarsalur Haukur og Lilja – Opnun bbbbn Höfundarverk: Elísabet Kristín Jökuls- dóttir. Samsetning leiktexta: Leikstjóri og leikarar. Leikstjórn: María Reyndal. Leikmynd og búningar: María Th. Ólafs- dóttir. Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson. Tónlist: Stefán Már Magnússon og Þor- valdur Þór Þorvaldsson. Leikarar: Edda Björg Eyjólfsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Framleiðsla: EP. Frum- sýning í Ásmundarsal fimmtudaginn 29. apríl 2021, en rýnt í 2. sýningu á sama stað föstudaginn 30. apríl 2021. ÞORGEIR TRYGGVASON LEIKLIST Miðstöð íslenskra bókmennta hefur úthlutað 28 milljónum króna í útgáfu- styrki til 55 verka en alls bárust 116 umsóknir og sótt um styrki upp á rúmar 130 milljónir króna. Í fyrra bárust 69 umsóknir og er þetta því 68% fjölgun umsókna milli ára. Meðal verka sem hlutu styrki eru eftir- farandi, að því er fram kemur á vef miðstöðvarinnar: Húsnæðiskostur og híbýlaprýði. Ritstjóri: Anna María Bogadóttir. Útgefandi: Úrbanistan. Í leit að listrænu frelsi (vinnutitill) / Ævi og listsköpun Muggs, Guð- mundar Thorsteinssonar. Aðalhöf- undur er Kristín Guðnadóttir, ritstj. Harpa Þórsdóttir. Útgefandi: Lista- safn Íslands. Kristín Þorkelsdóttir: ferill, störf og verk. Höfundar: Bryndís Björgvins- dóttir og Birna Geirfinnsdóttir. Útgefandi: Angústúra. Merki Íslands. Höfundur: Bragi Valdimar Skúlason. Útgefandi: Brandenburg hönnunarstofa. Á elleftu stundu – Uppmælingarferðir danskra arkitektaskóla til Íslands 1970-2006. Höfundur: Kirsten Sim- onsen. Myndhöfundar: Poul Neder- gaard Jensen, Jens Frederiksen o.fl. Útgefandi: Þjóðminjasafn Íslands. Ísland undraland. Höfundur: Ómar Ragnarsson. Útgefandi: Sögur útgáfa. Veitt í vötnum. Höfundur: Ingimund- ur Bergsson. Útgefandi: Útgáfuhúsið Verðandi. Bláleiðir. Höfundar: Oddný Eir Ævarsdóttir og Guðrún Kristjáns- dóttir. Útgefandi: Eirormur. Með flugur í höfðinu. Sýnisbók íslenskra prósaljóða og örsagna 1922- 2012. Höfundar: Kristín Guðrún Jónsdóttir og Óskar Árni Óskarsson. Útgefandi: Forlagið. Heildarlista yfir styrki má finna á islit.is. Styrkumsóknum fjölg- aði um 68% milli ára Anna María Bogadóttir Bragi Valdimar Skúlason Oddný Eir Ævarsdóttir Ómar Ragnarsson alla virka morgna frá 06 til 10
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.