Morgunblaðið - 06.05.2021, Page 72

Morgunblaðið - 06.05.2021, Page 72
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 Sumar BORGIO LEGUBEKKUR + 2JA SÆTA SÓFI Dökkgrátt polyrattan. L249 x D152 cm. 209.900 kr.Nú 167.920 kr. VEGA HÆGINDASTÓLL Tekk/ál Sessa og bakpúði fylgir. 74.900 kr.Nú 59.920 kr. VEGA 2JA SÆTA SÓF Tekk/ál Sessur og bakpúðar fylgja 128.900 kr.Nú 103.120 kr Bor eða Lavander stólar með málmgrind. 349.300 kr.Nú 279.440 kr. TULIP SESSUR 40x40 cm. Ýmsir litir. 3.495 kr.Nú 2.796 kr. 20% AF SUMARVÖRUM SÉRTILBOÐ LÝKUR 17. MAÍ ILVA.IS/TILBOÐ ENIX BORÐSTOFUSTÓLL Svört seta, svartir fætur. 9.900 kr.Nú 6.930 kr. GLORY BEKKUR L95 cm. Ýmsir litir. 15.900 kr.Nú 12.720 kr. 20% 30% Síðasta höfundakvöld vorsins verður í Norræna húsinu í kvöld kl. 19:30 og fer fram á sænsku að þessu sinni en umræðum stýrir Sunna Dís Másdóttir, skáld og meðlimur í dómnefnd Bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs, og streymt verður beint frá viðburðinum á Face- book og á vef Norræna hússins. Finnsk-sænski rithöfundurinn Monika Fagerholm er höfundur kvöldsins og hefur henni verið lýst sem frum- kvöðli í þróun sænskrar tungu og tímamótarithöfundi sem gefi tóninn í straumum og stefnum bókmennta, eins og segir í tilkynningu frá Norræna húsinu. Fager- holm er einnig þekkt fyrir opinber ræðuhöld og að leið- beina upprennandi rithöfundum. Árið 1994 sló hún í gegn með skáldsögunni Underbara kvinnor vid vatten og hefur síðan gefið út fjölda skáldsagna og hlotið mik- ið lof fyrir. Hefur hún hlotið August-verðlaunin, hin nor- rænu bókmenntaverðlaun sænsku akademíunnar og Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Höfundakvöld með Fagerholm FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 126. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Valskonur unnu nauman sigur á Stjörnunni, 2:1, þegar fyrstu umferð Pepsi Max-deildar kvenna í fótbolta lauk í gærkvöld. Litlu munaði að Garðbæingar næðu í stig í lokin. Brenna Lovera skoraði tvö mörk fyrir Selfyssinga sem sigruðu 3:0 í Keflavík en á Sauðárkróki munaði minnstu að nýliðar Tindastóls fengju stig í sínum fyrsta leik í efstu deild. Þróttarar náðu að jafna metin í 1:1 í uppbótartíma. »62 Valskonur sluppu fyrir horn gegn Stjörnunni á Hlíðarenda ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Listakonan Angela Árnadóttir hefur frá því í mars setið stíft við í bíl- skúrnum hjá tengdaforeldrum sínum á Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og málað málverk, en stefnan er að vera með sýningu í haust. „Ég er alfarið í olíumálverkinu og leik mér inn á milli við að rista dúkristur,“ segir hún og skottast með pensilinn á milli mál- verkanna. „Ég vinn í mörgum verk- um í einu og mér finnst gott að vera á hreyfingu.“ Angela tók stúdentspróf af list- námsbraut í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og eftir að hafa lokið BA- námi í kennslufræði við Háskóla Ís- lands fór hún í nám í óperusöng í Berlín. Fyrir nokkrum árum hóf hún nám hjá prófessor Ute Wollmann í myndlistarskólanum Akademie für Malerei í Berlín og lýkur því í fjar- námi innan skamms. „Ég hef alltaf verið listakona og ætíð verið að leita að mínum miðli, besta farveginum fyrir tjáningu sem ekki verður sögð með orðum,“ segir hún og bendir á að hún hafi verið í dansi og ballett sem barn. „Dansinn og tónlistin koma mjög sterkt fram í því sem ég er að mála, ég reyni að fanga hugarheim- inn í gegnum myndlistina og hef fundið rétta farveginn.“ Myndir af málverkum eftir Angelu hafa verið til sýnis og sölu á netinu (singulart.com) og skömmu eftir að hún setti myndir á heimasíðu sína (snaeland.org) var henni boðið að halda sýningu í Wiesbaden í Þýska- landi. „Ég sýndi þar í fyrra og auk þess hef ég verið með sýningu í Tou- louse í Frakklandi. Nokkrar sýningar voru síðan fyrirhugaðar en þeim hef- ur verið frestað eða aflýst vegna far- aldursins.“ Náttúran eflandi Hugurinn er frjór og Angela vinn- ur listina út frá línunni. „Ég reyni að formfesta líðan eða atburð, tilfinn- ingu eða reynslu, með einfaldri línu sem er tjáningarsterk og ég veit að hún virkar þegar hún svarar mér.“ Um þessar mundir er hún meðal ann- ars að mála stórt verk samkvæmt beiðni. Hún segist hafa hitt kaupand- ann og dóttur hennar, kynnst þeim. „Ég reyni að fanga þá upplifun með einföldum línum og formum.“ Íslenska náttúran hefur góð áhrif á Angelu. „Litirnir blandast sjálfkrafa hjá mér þegar ég er í náttúrunni. Þeir eru allt í kringum mig; í vindinum, loftinu, orkunni. Birtan er sérstök, það er eins og loftið og vindurinn glói og myndirnar eru bjartari fyrir vik- ið.“ Hún leggur áherslu á að börnin þeirra veiti sér líka mikla andagift. Þau séu mjög skapandi og hún reyni að fanga tilfinningar þeirra á strig- anum. Hjónin Angela og Benedikt Krist- jánsson tenór hafa búið með þremur börnum sínum í Berlín undanfarin ár, en vegna kórónuveirufaraldursins ákváðu þau að hafa samastað á Ís- landi og hafa keypt hús á Akranesi, sem þau fá afhent í júní. Þau hafa enga tengingu við Akranes en stað- urinn höfðar sterkt til þeirra og til stendur að breyta bílskúrnum í vinnustofu. „Hafið er allt í kring og þarna er mikið frelsi fyrir hug- myndir,“ segir Angela. „Það eru eng- ir múrar heldur endalaus víðátta.“ Nafnið er komið á sýninguna, „Næturgalinn“, og verkin verða til eitt af öðru. „Næturgali er fugl og maðurinn minn er söngfuglinn minn,“ útskýrir hún. „Þetta er persónuleg tjáning, lífið, og það er svolítið galið.“ Frelsi fyrir hugmyndir - Angela Árnadóttir undirbýr sýninguna Næturgalann Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjölhæf Angela Árnadóttir vinnur í mörgum málverkum í einu. Upplifun Angela endurspeglar hughrif í málverkum sínum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.