Morgunblaðið - 28.05.2021, Qupperneq 1
F Ö S T U D A G U R 2 8. M A Í 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 124. tölublað . 109. árgangur .
BRYNJARI INGA
ERU ALLIR
VEGIR FÆRIR
SÓLARKÚLAN
HEYRIR NÚ
SÖGUNNI TIL
NÝR TÓNN Í
ÍSLENSKUM
BÓKMENNTUM
VEÐURATHUGANIR 18 MARGRÉT VERÐLAUNUÐ 54BESTI LEIKMAÐURINN Í MAÍ 52
Snekkjan A lónar nú á Skjálfanda úti fyrir Húsavíkurhöfn.
Snekkjan er í eigu rússneska auðjöfursins Andreis Melin-
chenckos sem hefur verið á ferðalagi við Íslandsstrendur und-
anfarnar vikur. Melinchencko hefur meðal annars komið við á
Siglufirði, í Skagafirði og Eyjafirði svo og Önundarfirði og
víðar á Vestfjörðum. Melinchencko heimsótti Húsavík fyrir
fáeinum vikum og leigði þá sjóböðin Geosea til einkanota.
Snekkjan A er tæpir 143 metrar að lengd, 25 metrar að
breidd og ná möstur hennar þrjú hátt í 100 metra hæð.
Rússnesk lúxussnekkja lónar á Skjálfanda
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
_ Joe Biden
Bandaríkja-
forseti hefur fyr-
irskipað leyni-
þjónustum undir
sinni stjórn að
herða rann-
sóknir á upp-
runa kór-
ónuveirunnar og
að þar á meðal
verði að kanna
til hlítar hvort hún hafi lekið út af
rannsóknarstofu. Í því samhengi
beinast augu manna fyrst og
fremst að Veirurannsóknarstofn-
uninni í Wuhan í Kína, en þar í
næsta nágrenni komu fyrstu Cov-
id-19-smitin fram. Slíkur veiruleki
af rannsóknarstofum er alls ekki
óþekktur, oft án þess að nokkur
skýring finnist.
Kínversk stjórnvöld sitja hins
vegar föst við sinn keip um að kór-
ónuveiran hafi borist með náttúru-
legum hætti úr dýrum í menn.
Fyrir því hafa engar vísbendingar
eða sannanir fundist þrátt fyrir
gríðarlegar rannsóknir undanfarið
eitt og hálft ár. »10
Biden fyrirskipar
rannsókn á tilurð
kórónuveirunnar
Joe Biden
Bandaríkjaforseti.
Alexander Kristjánsson
alexander@mbl.is
Framkvæmdir vegna rakaskemmda
og myglu í Fossvogsskóla, sem staðið
hafa yfir með hléum í tvö ár, hafa ekki
skilað tilskildum árangri og enn er
glímt við sömu vandamál og áður en
þær hófust; rakaskemmdir og hátt
rakastig á sömu svæðum.
Ákveðið hefur verið að engin
kennsla fari fram í skólanum á næsta
skólaári, en allar þrjár byggingar
skólans verða gerðar upp. Ákvörðun-
in er tekin í kjölfar úttektar sem verk-
fræðistofan Efla gerði fyrir borgina.
Efla mun hafa eftirlit með fram-
kvæmdunum allt þar til yfir lýkur og
er það nýbreytni frá því sem áður var
þegar eftirlit var í höndum fram-
kvæmdaaðilans sjálfs.
Borgaryfirvöld funduðu í gær-
kvöldi með foreldrum skólabarna.
Áætlanir gera ráð fyrir að fram-
kvæmdir standi yfir allt næsta skóla-
ár, en ekki er þó hægt að slá því föstu
fyrr en vinna er hafin og í ljós kemur
hve útbreitt vandamálið er.
Hafa áhyggjur af næsta ári
Karl Óskar Þráinsson, formaður
foreldrafélags Fossvogsskóla, segir
að foreldrar séu ánægðir með að Efla
hafi verið fengin til verksins enda hafi
eftirliti verið ábótavant á fyrri stigum.
Hann segir foreldra þó áhyggjufulla
vegna þess sem fram undan er næsta
skólaár. Útlit er fyrir að skólastarf
fari fram í Korpuskóla í Grafarvogi,
hinum megin í borginni. Foreldrar
hafa lagt á það áherslu að leitað verði
leiða til að tryggja að skólahald verði í
hverfinu, til dæmis með því að settar
verði upp færanlegar kennslustofur.
„Við vitum að það gerist ekki yfir
nótt, en það þarf að byrja þá vinnu
strax,“ segir Karl Óskar.
600 milljónir í framkvæmdir
Í svari borgarinnar við fyrirspurn
borgarstjórnarflokks Sjálfstæðis-
flokksins kemur fram að kostnaður
við framkvæmdir í Fossvogsskóla
hafi hingað til numið 600 milljónum
króna. Inni í þeirri tölu eru þó ýmsar
framkvæmdir sem ekki snúa að
myglu- og rakaskemmdum, svo sem
endurnýjun á bókasafni, kennara-
stofu og tæknimálum. „Engu að síður
er það tilfinning okkar að mælikvarði
[borgarinnar] á árangur hafi hingað
til verið í fjölda króna en ekki í upp-
lifun notenda,“ segir Karl Óskar. »32
Aftur á byrjunar-
reit í Fossvogsskóla
- Rakaskemmdir á sömu svæðum og áður - Framkvæmdir
næsta vetur - Ánægja með að Efla sé fengin að verkinu
Hækkandi fasteignaverð er það sem
helst knýr verðbólguna áfram milli
mánaða að sögn aðalhagfræðings Ís-
landsbanka. Bendir hann á að sér-
býli á höfuðborgarsvæðinu hafi
hækkað um 20% síðastliðið ár og
aukist munurinn milli þess eigna-
flokks og fjölbýlis þar sem árstakt-
urinn sé nær 12%. Bendir hann á að
lóðaskortur hamli uppbyggingu sér-
býlis á höfuðborgarsvæðinu og leita
þurfi leiða til að ná jafnvægi á þeim
markaði. »24
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Húsnæði Sérbýli hækkar stöðugt.
Sérbýlið
rýkur upp
- 20% hækkun á
höfuðborgarsvæðinu